Stórfenglegt! Ótrúlega flott!

vatn + hótel

  Það getur verið gaman að dvelja í þessari kanadísku byggingu að vetri til,  svona upp á úrsýni og stemmningu að gera.  Hins vegar er varasamt að hafa börn í lausagöngu um nágrennið.  Að minnsta kosti ef þau eru á sleipum skóm og glannast. 

  Salerni er í risi á 5. hæð.  Í gegnum þunna glerplötu á gólfi baðherbergisins sér alla leið ofan í kjallara.  Stranglega er bannað að fjölmenna inn á gólf.  Sömuleiðis er betra að hafa vara á ef fólk er í mikilli yfirvigt.  Að auki er bannað að stökkva inn á gólf á skóm með pinnahæl úr járni.  Það er ekkert gaman að pompa niður í kjallara innan um glerbrot.

baðherbergi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Eitt magnaðasta salerni sem ég hef komið inn á var á kaffihúsi í París. Þá þurfti maður að ganga upp 7 tröppur inni á salerninu og herbergið var með speglum í bak og fyrir, þannig að maður gat séð sig frá öllum sjónarhornum. Útlitið var svolítið drottningarlegt, rauður dregill upp að postulíninu, ég sé eftir að hafa ekki kíkt inn á karlasalerni til að sjá útfærsluna þar.

Næst skemmtilegasta salernið sem ég fór inn á var í London. Flísarnar voru svo hrikalega fallega bleikar og með mosaikmynstri að maður féll í stafi við inngönguna og eiginlega gleymdi að ganga örna sinna.

Maður þyrfti eiginlega alltaf að vera með myndavél á sér, maður veit aldrei hvenær maður rekst á falleg náðhús.

Hjóla-Hrönn, 25.4.2012 kl. 12:30

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig væri að byggja eitt stykki hótel við Gullfoss og kannski annað við Dettifoss???

Sigurður I B Guðmundsson, 25.4.2012 kl. 17:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mönnum hlýtur að bregða að fara þetta salerni og komast að því að ekkert sé undir þeim.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.4.2012 kl. 19:57

4 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  takk fyrir þessar skemmtilegu sögur.

Jens Guð, 26.4.2012 kl. 00:03

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  góðar ábendingar fyrir viðkomandi staðarhaldara.

Jens Guð, 26.4.2012 kl. 00:03

6 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  góður!

Jens Guð, 26.4.2012 kl. 00:04

7 Smámynd: Jens Guð

  Til að allrar sanngirni sé gætt þá verð ég að upplýsa að efri myndin er pínulítið færð í stílinn.  Fossinn skemmtilegi er ekki eins nálægt byggingunni og þarna virðist.  Hann er í raun fjær.  Hins vegar er myndin af salernisaðstöðunni alveg eins og hún er. 

Jens Guð, 26.4.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband