27.4.2012 | 09:23
Furðulegt samtal
Ég átti erindi í banka. Ég skokkaði léttfættur til gjaldkera (þegar röðin kom að mér, vel að merkja) og tók til máls. Hátt, skýrt og ákveðið: Nú þarf ég að kaupa nokkrar evrur vegna þess að útlöndin kalla."
Gjaldkerinn fletti upp í tölvunni sinni og svaraði afsakandi: Þú ert þegar búinn að fara til útlanda í þessum mánuði.
Vissulega kannaðist ég við það og játaði undanbragðalaust að hafa skroppið til Skotlands um páskana.
- Það má bara fara einu sinni í mánuði til útlanda, upplýsti gjaldkerinn.
- Ha?
- Þannig eru gjaldeyrislögin. Þú mátt fara einu sinni í mánuði til útlanda. Það er gjaldeyrisskortur í landinu.
- Má ég fara 12 sinnum á ári til útlanda, einu sinni í hverjum mánuði? En ekki tvisvar á ári í einum og sama mánuði?
- Það er rétt skilið. Þannig eru lögin.
- Ég er búinn að kaupa flugmiða og gistingu. Ég get farið til útlanda og tekið þar út evrur í næsta hraðbanka.
- Ja, þá ertu eiginlega að fara á svig við gjaldeyrishöftin. Það er ekki gott.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Samgöngur, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 40
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 1465
- Frá upphafi: 4119032
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1124
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
heheh ekkert flandur kallinn minn heima og skapa pening!!!
sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 09:32
Ráðstjórnarríkið Ísland.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2012 kl. 09:33
Það verður að vera agi í hernum eins og Sveik sagði.
Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 09:38
People's Republic of Iceland.
You can check out any time you like, but you can never leave.
Villi Asgeirsson, 27.4.2012 kl. 09:40
Gósentími fyrir möppudýrin, þau þrífast best á boðum og bönnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2012 kl. 09:40
Ertu ekki að plata?
Eru reglurnar virkilega svona?
Ágúst H Bjarnason, 27.4.2012 kl. 09:53
hehehe...er tað orðið svo fáranlegt...not good :P
Rasmus Rasmussen (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 10:03
Svona virkar kommonisti, og gerði og mun gera.Hann byggist á því að vera með nefið ofan í hversmanns koppi með yfirgang og frekju,ógeðsleg tilhugsun . Er hann kannski komin til að vera?
Ómar Kristvinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:17
Já Ómar , hann er kominn til að vera og á að bæta upp með kínverskum kommúnistum það sem uppá vantar. Tími kominn til aðgerða strákar!!!!
Eyjólfur Jónsson, 27.4.2012 kl. 11:28
Þarna er gjaldkerinn á villgötum. Það eru engar hömlur á ferðafrelsi. Þú mátt fara eins oft á milli landa á einu ári eins og þig lystir, hins vegar má bara kaupa erlendan gjaleyri fyrir mest 350.000 kr. í hverjum almanaksmánuði hjá þínum viðskiptabanka vegna utanfarar:
"Einstaklingur, sem er innlendur aðili, hefur heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, þar sem hann er með viðskipti sín, fyrir allt að jafnvirði 350.000 kr. í reiðufé í hverjum almanaksmánuði, ef sýnt er fram á að notkun fjárins sé vegna ferðalaga erlendis." (úr 3.gr. reglna um gjaldeyrismál)
Kaupa má gjaldeyri allt að 4 vikum fyrir brottför þannig að fræðilega getur einstaklingur útvegað sér gjaldeyri fyrir 700.000 kr. vegna utanfarar ef keypt er sitthvorum megin við mánaðmót innan þessa 4 vikna tímabils.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.4.2012 kl. 13:35
Til að fá gjaldeyri þarf að framvísa farseðli. Það er ekki hægt að kaupa tvöfaldan skammt (sitthvoru megin við mánaðarmót) út á sama farseðil. Þess vegna er ekki hægt að útvega sér 700 þús út á eina utanlandsferð
Þór (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 13:56
Þór: Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar að ekki sé hægt að kaupa tvisvar út á sama farseðil? Ég get ekki séð að 3.gr. reglnanna banni að sami farseðill sé notaður tvisvar við kaup á gjaldeyri. Reglurnar segja bara að viðkomandi þurfi bara að sýna fram á að notkun fjárins sé vegna ferðalaga erlendis. Farseðillinn frá Íslandi er oftast notaður í því samhengi, en hann er alls ekki eina leiðin að sýna fram á þörfina fyrir erlendan gjaldeyri. Hann sýnir bara að ferð sé í vændum en segir ekki beint til um þörfina. Það á þess vegna að vera hægt að sýna fram á hótelbókun á hvaða hóteli erlendis sem er, pöntun á bílaleigubíl, bókun með erlendri ferðaskrifstofu eða flugfélagi, eða í raun hvaða skjal sem sannar að greiðsla í erlendum gjaldeyri sé fyrirhuguð á erlendri grundu, til að geta fengið keyptan gjaldeyri.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.4.2012 kl. 14:36
Já með nefið ofan í hvers manns koppi. Eitthvað eru stjórnvöld að reyna að komast að almenningi,eftir þeim fréttum sem ég fékk. Fór beint úr vinnu á fund.þar sem Jóhanna og Guðbjartur ætluðu m.a. að svara spurningum,eftur erindi um félagsmálakerfið, (elli og öryrkja-laun). Mér féllust hendur þegar ég sá rauða dílinn,sem merkir Samfylkingin,ég á alls ekki þar heima,hélt þetta vera á vegum ríkisstjórnar. Þar fóru margar spurningar í vaskinn, einmitt um gjaldeyri vegna kaupa á netinu t.d. í bíla.
Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2012 kl. 14:45
ÉG skal bara skjótast fyrir þig!!
Sigurður I B Guðmundsson, 27.4.2012 kl. 16:02
Jens, ég bý í danmörku, stend þar skil á öllum mínum útgjöldum (sem ekki eru gefins, það er t.d 100 þús á mánuði í orkukostnað).
Ég er á frystitogara á íslandi og tek þaðan tekjur mínar.
Ég nota visa kort, platinumkort með 700 þús kr heimild til að borga mína reikninga úti og borga svo af kortinu með minni íslensku innkomu.
Þú átt leikandi að geta notað visa kort ytra, ég hef gert það í sex ár.
Reyndar var ég í námi í fimm ár og möguleiki er að það gefi mér vissa friðhelgi en þó stórefast ég um það.
Notaðu kotið þitt minn kæri og farðu framhjá kerfisapparötunum sem vinna á dekkinu í bönkunum.
runar (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 16:49
Velkominn 40 ár tilbaka í tímann
Guðmundur Örn Harðarson, 27.4.2012 kl. 19:19
Ætli ráðamenn okkar og aðrir í efri stigum, sé gert að fara að lögum ? Eða fá þeir að flandra til útlanda nokkur skipti í mánuði og kaupa fyrir 350 þúsund í hvert sinn ?
Annars þætti mér gaman að vita hvort Íslendingar hafi verið jafn duglegir að kaupa gjaldeyri í bönkum fyrir hrun eins og það virðist vera eftir það ? Fóru ekki flestir bara út og notuðu svo VISA ???
Svo er annað sem er áhugvert. Það má kaupa jafn mikið fyrir helgarferð, eflasut þessvegna dagsferð, og er gert að láta nægja ef fólk fer í nokkra mánuði. Og svo má nota kortin eins mikið og fólk getur, þessu til viðbótar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 27.4.2012 kl. 19:30
Bestu þakkir þið öll fyrir fjörlega umræðu og fróðleiksmola. Ég var fjarri tölvu í nokkra daga og þess vegna ekki í aðstöðu til að taka þátt í umræðunni.
Jens Guð, 4.5.2012 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.