4.5.2012 | 22:13
Íslensk tónlist vinsæl í Þýskalandi
Það njóta fleiri íslenskir tónlistarmenn vinsælda í Þýskalandi en Q4U. Og fleiri en Björk og Sigur Rós. Afgreiðslumaður í plötubúð í Berlín tjáði mér á dögunum að íslensk tónlist hafi sterka og svala ímynd í huga Þjóðverja. Hún þyki spennandi, fersk, fjölbreytt og í háum gæðaflokki. Hann viðurkenndi fúslega að íslenskar plötur seljist vel í Þýskalandi.
Þessi náungi var vel að sér um þær íslensku plötur sem fást í þýskum plötubúðum.
Mér er minnisstætt þegar ég átti leið til Þýskalands fyrir 15 árum eða svo. Þá tók ég bíl á leigu. Svo skemmtilega vildi til að í honum var útvarp. Fljótlega fann ég útvarpsstöð sem ég kunni þokkalega vel við. Þar var spilað lag með Emilíönu Torríni. Hún var ekki orðin þekkt utan Íslands á þeim tíma. Skömmu síðar bárust aftur á móti fréttir af vinsældum hennar í Ítalíu. Og í dag er Emilíana Torríni alveg bærilega vel þekkt nafn víða um heim.
Fyrir 5 árum eða svo stökk ég inn á gólf í plötubúð í Berlín. Þar hljómaði í hátölurum rokklag sem ég kannaðist við. Hins vegar kom ég því ekki fyrir mér hvaða hljómsveit þetta væri. Í vandræðum mínum bar ég undir afgreiðslumenn hvað þeir væru að spila. Þeir upplýstu að það væri frábær íslensk hljómsveit, I Adapt. Fagurri lýsingu sinni fylgdu þeir eftir með því að sýna mér tvö þýsk rokkblöð sem fjölluðu um I Adapt.
Ég kann ekki þýsku en mér skildist á mönnunum að umfjöllun blaðanna væri mjög jákvæð. Til að strákarnir í I Adapt myndu trúa frásögn minni af þessu náði ég að suða blöðin út úr afgreiðsludrengjunum.
Þetta snilldar lag með I Adapt hefur verið spilað næstum 20 þúsund sinnum á Þútúppunni.
Til gamans má skjóta inn í að fyrir 2 eða 3 árum endurtók sagan sig (reyndar dálítið öðru vísi) úti í Póllandi. Frásögn mín af því leiddi í ljós að þar höfðu óprúttnir útgefendur þar í landi gefið út sjóræningjaútgáfu af plötu I Adapt. Síðast þegar ég vissi var það mál komið í hendur lögfræðinga. Ég veit ekki niðurstöðuna.
Fyrir utan þau nöfn sem áður hafa verið nefnd fann ég núna í þýskum plötubúðum plötur með eftirtöldum: Ólafi Arnalds (5 plötur), Benna Hemm Hemm (2 plötur), Jónsa (3 plötur), Helga Hrafni Jónssyni (3 plötur), Gus Gus (3 plötur), Seabear (2 plötur) Sóleyju og Of Monsters and Men.
Þetta er gaman. Þýski plötumarkaðurinn er sá stærsti í Evrópu. Hann nær líka yfir til Austurríkis, Sviss og víðar.
Plöturnar með Benna Hemm Hemm komu ekki verulega á óvart. Fyrir nokkrum árum sá ég í þýsku blaði umsögn um hljómleika hans, innan um umsagnir um (3 um í röð. Það er flott) heimsþekkt nöfn.
Á plötu Sóleyjar er límmiði þar sem vakin er athygli á að hún hafi verið í Seabear og Sin Fang. Nafn Seabear er feitletrað (sem vísar til þess að Þjóðverjar þekki hljómsveitina).
Á plötu með Emilíönu Torríni er límmiði með fullyrðingu um að platan innihaldi "#1 hit song Jungle Drum". Getur verið að það glæsilega lag hafi náð 1. sæti þýska vinsældalistans? Ég gleymdi að spyrja að því. Ef það er tilfellið þá hafa íslenskir fjölmiðlar vanrækt að upplýsa það.
Ég keypti mér lítið vasaútvarp í Berlín. Svo skemmtilega vildi til að um leið og ég kveikti á því þá hljómaði Little Talk með Of Monsters and Men.
Þetta ljúfa lag með Ólafi Arnalds hefur verið spilað yfir 1,3 milljón sinnum á Þútúpunni! Þegar ég var í New York í fyrra voru hljómleikar með Ólafi auglýstir á þann hátt að hann var/er greinilega stórt nafn þar í borg.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 16
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 1040
- Frá upphafi: 4111565
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 876
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég lá eitt sinn eins og dauður við sundlaug í Marmaris í Tyrklandi, þetta var árið 2009, en vaknaði þá upp við englasöngin hennar Emelíönu Torríní. Þar var virtist hún ansi vinsæl.
Ég hef oft sagt söguna af því þegar í flutti búferlum til Englands árið 1993 - en þá kom mér einna mest á óvart, er til Lundúna var komið, hve Björk Guðmundsdóttir var í raun vinsæl. Af því að maður þekkti nú sitt heimafólk þá hafði maður nefnilega tekið með varúð öllum lofsöngvum um frægð hennar og frama í íslenskum fjölmiðlum. En ég held að ég hefi mér það til málsbóta að margir af þeim sem skrifuðu þær lofrollur höfðu í raun ekki hugmynd um hversu langt Björk hafði náð á þeim tímapunkti!
Björk var þá þegar, þarna, orðin rosalega stórt nafn á alþjóðavísu og það er eins og mig rámi í að ég hafi þegið einn og einn öl út á það eitt að vera samlandi hennar og geta sagt af henni sannar sögur.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 22:48
Ég þekki mikið til á Köln og Bonn svæðinu og þar var ég var við þegar ég bjór þar að Gus Gus, Björk og Sigur Rós voru mikið þekkt og spiluð. Þegar ég flutti svo til Berlínar varð ég var við að Emilía torrini væri orin að iconi þar á bær og já Jungle Drum með sínu fyrsta sæti hjalpaði heilmikið til sem og í Austurríki og að hluta til Sviss.
Í sama húsnæði og ég bjó var þungarokkari sem tjáði mér það að hann hlustaði af og til á Sólstafi en þetta var í kringum 2005 til 2007.
Vinir mínir frá Bavaria og Baden Wurtemberg segja hins vegar enga íslenska hljómsveit vera þekkta nema þá Bjork sem einstakling. Hins vegar vita þeir vel hver Asgeir Sigurvinsson er.
Arnar (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 22:52
Guðmundur, Björk er þvílík stórstjarna erlendis að það er næstum ótrúlegt. Hvar sem um heim maður fer kannast allir við Björk. Ósjaldan hitti ég útlendinga á Wall Street í Ármúla sem voru til Íslands komnir vegna aðdáunar á Björk.
Ég ætla að lauma síðar að þér undir 4 augu frásögn af einum sameiginlegum kunningja okkar sem fékk frítt að drekka á kostnað bandarískra hjóna á Wall Street eitt kvöldið út á tengsl hans við Björk.
Emilíanna Torríni er stærra nafn á heimsmarkaði en margir Íslendingar gera sér grein fyrir.
Þær tvær, Björk og Emilíana, eiga það sameiginlegt að hafa ekkert verið að mata íslenska fjölmiðla á frama sínum erlendis. Öfugt við suma minni spámenn sem hafa fengið forsíðufyrirsagnir hérlendis um afrek erlendis sem í raun eru allt að því hrein og klár ósannindi. Ég skal nefna þér dæmi um slíkt á öðrum vettvangi.
Jens Guð, 4.5.2012 kl. 23:20
Arnar, hver er Ásgeir Sigurvinsson? Takk fyrir að upplýsa/staðfesta að Jungle Drum hafi náð 1. sæti í Þýskalandi.
Sólstafir eru stórt nafn í Finnlandi og víðar. Plata með þeirri frábæru hljómsveit náði inn á finnska vinsældalistann.
Jens Guð, 4.5.2012 kl. 23:24
Asgeir Sigurvinsson var landsliðsmaður í knattspyrnu og spilaði til að mynda með Bayern Munchen og Suttgart. Var valinn eitt ári þarna úti besti maður Bundesligunnar sem er stór titill á heimsmælikvarða.
Sólstafir eru lika dæmi um band sem er ekki að gorta um eigin frama á erlendri grundu.
Annars geta Íslendingar líka verið stórir á bakvið tjöldin í stóra tónlistarheiminum eins og til dæmis Agust Jakobsson sem hefur unnið með Íslendingum á borð við Bjork, Gus Gus og Sigur Ros en samt gefið sér tíma fyrir bönd eins og Guns N´Roses og Nirvana
Arnar (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 23:34
minnir líka að hann hafi unnið með finnska bandinu Nightwitch
Arnar (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 23:35
Arnar, takk fyrir þessar upplýsingar. Mér er kunnugt um velgengni og góða kynningu Sólstafa víða um sérstaklega A-Evrópu. Fyrir utan þessar miklu vinsældir í Finnlandi.
Ágúst Jakobsson er ekkert smá nafn i bandaríska myndbandageiranum. Ég hitti eitt sinn á Íslandi bandarískan leikara (vel frægan þó að ég muni ekki nafn hans en hef oft séð hann í bíómyndum) sem sagði mér að Ágúst væri mjög stórt nafn í Bandaríkjunum. Ágúst var hirðmyndatökumaður hjá GNR um nokkurra ára skeið. Ég ætla að reyna að googla þennan bandaríska leikara. Hann leikur alltaf vonda kallinn. Er ljóshærður og illúðlegur í kvikmyndum en ljúfmenni í viðkynningu.
Jens Guð, 5.5.2012 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.