Pylsur

  Það er gaman að bera saman pylsumenningu á milli landa.  Kannski í og með vegna þess hvað íslenska pylsan þykir koma vel út úr þeim samanburði.  Útlendingar bera lof á hana.  Íslendingar búsettir erlendis láta vera sitt fyrsta verk er þeir heimsækja Ísland aftur að endurnýja kynni við íslensku pylsuna.  Þessa í brauði með hráum lauk,  steiktum,  sinnepi,  tómatsósu og remúlaði.

pylsa - íslensk

  Þjóðverjar eru æstir í pylsur.  Hvort sem mikið eða lítið stendur til fá þeir sér pylsur.  Á hátíðisdögum þar sem stórfjölskyldan hittist eru pylsur á borðum.  Á þessum sömu dögum og Íslendingar fá sér hangikjöt.  Svo sem á jóladag. 

  Í þýskum kjötborðum er gríðarlega mikið úrval af pylsum.

pylsur - wurstpylsur - wurst Apylsur - þýskarpylsur - þýskar wurstdetpylsur wurst C

  Á þýskum "bröns" eru að minnsta kosti 4 - 5 tegundir af pylsum.  Líka í pylsuvögnum.

pylsur - Wurst D

  Í þýskum stórborgum rölta pylsusalar um með sölustand á maganum.  Pylsurnar eru stórar.  Um það bil þriðjungi lengri en íslenskar pylsur og heldur digrari.  Brauðið er stutt og kubbslegt og frekar hart (þétt).  Pylsan stendur langt út fyrir brauðið.  Brauðið gegnir því aðal hlutverki að halda utan um pylsuna.  Á pylsuna er aðeins sett tómatsósa og sinnep.  Á veglegri pylsustöndum er einnig boðið upp á súrkál.

pylsa - Shot Wurstpylsa - Wurst Epylsa - wurst F

  Á veitingastöðum er boðið upp á pylsur með súrkáli og kartöflusalati.  Á sumum stöðum fylgir rauðkál,  steiktur laukur (ekki þessi harði,  þurri heldur nýsteiktur) og sitthvað fleira.

pylsa - berlin expresspylsa - german-hot-dog

  Þetta sést ekki skýrt á myndinni til vinstri.  Næst okkur er rauðkál.  Síðan er það steiktur laukur og lengst frá okkur er súrkálið.  Þjóðverjar elska súrkál.  Á myndinni til hægri er kartöflusalat næst okkur og pylsan þakin súrkáli.  Á þýskum "bröns" er stærsta skálin með súrkáli.  Á alþjóðavettvangi er rokkmúsík með þýskum sérkennum kölluð kraut (stytting á sauerkraut).

  Hamborgari á fortíð í þýsku hafnarborginni Hamborg.  Þar komust menn upp á lag með að borða kjötmeti án þess að leggja niður vinnu.  Þeir héldu tveimur brauðsneiðum utan um kjötið með annarri hendi en héldu áfram vinnu með hinni.  Þjóðverjar hafa stundum ennþá sama hátt á þegar þeir snæða pylsur.  Einskonar hamborgarapylsur.

pylsur - samlokapylsur wurst í hamborgarabrauði

  Grillspjótin í Þýskalandi bera vinsældum pylsunnar vitni.

pylsur - þýskt grillspjót


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það getur verið tilbreyting að fá sér hamborgara með með pulsumeðlætinu, þe. tómatsósu, sinnepi, remúlaði, steiktum og hráum lauk. Ekki skemmir að hafa súrsaðar gúrkur.

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 02:38

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þjóðverjar borða sumstaðar vínarpylsur og kartöflusalat á aðfangadag.

Næst, þegar þú ferð til Berlínar, skaltu prófa "Currywurst".

Það er hægt að líkja íslensku vínarpylsunni við þýskar "Bockwurst".

Stefán Júlíusson, 7.5.2012 kl. 05:00

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Ég hef ekki skilið af hverju "súrkál " fæst ekki á Íslandi. Ég vandist því að borða það í Noregi og sakna þess mikið hér. Að auki er það örugglega mjög hollt.

Stefán Þ Ingólfsson, 7.5.2012 kl. 06:35

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Nafni, súrkál fæst á Íslandi. Í Nóatúni eða Hagkaup.

Stefán Júlíusson, 7.5.2012 kl. 08:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Eyjaskeggi,  ég gæti trúað að þetta sé rétt hjá þér.  Ekki síst þetta með súrsaðar gúrkur.

Jens Guð, 7.5.2012 kl. 13:18

6 Smámynd: Jens Guð

  Stefán (#2),  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 7.5.2012 kl. 13:19

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán Þ.,  mig rámar í að hafa fengið súrkál með pylsu á Akureyri fyrir mörgum árum.

Jens Guð, 7.5.2012 kl. 13:20

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Og hver fannst þér svo bezt?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2012 kl. 14:18

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég keypti mér einu sinni hamborgara í Munchen. Það sem ég fékk var hamborgara brauð að sjá, með bragðvondum kjötbúðingi og torrkennilegu mauki með. Ég reyndi tvo bita, restin fór í ruslið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.5.2012 kl. 14:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég var í skóla í Svíþjóð á slóðum Línu Langsokks Vimmerby þá háttaði svo til að á hverjum þriðjudegi var heilsoðin þorskur í matinn, hann var ekki einu sinni saltaður og borin fram með haus og sporði... þann dag fórum við ég og vinkona mín niður í kjosken og fengum okkur pylsu með kartöflumús.  Það var gott með tómatsósu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2012 kl. 17:55

11 Smámynd: Jens Guð

  Hrönn,  íslenska pylsan er best.  Reyndar fékk ég mér aðeins eina pylsu úti í Berlín.  Það var ein löng með sinnepi og tómatsósu í litlu brauði.  Mér þótti lítið varið í hana.  Kaldur bjór er betri.

Jens Guð, 7.5.2012 kl. 19:09

12 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  ég hef einmitt lent í þessu sama.  Man ekki hvort var í Munchen eða Hamborg.  Kjötið í hamborgaranum var einhverskonar kjötfarsbolla.

Jens Guð, 7.5.2012 kl. 19:11

13 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir þessa góðu sögu

Jens Guð, 7.5.2012 kl. 19:13

14 Smámynd: Stefán Júlíusson

Jens, pylsa er ekki bara pylsa hérna í Berlin.

Þýsku pylsurnar eru miklu betri en þær íslensku.

Vínarpylsurnar íslensku er samt betri en þær þýsku, en þá er best að kaupa sér eina Bockwurst.

Annars hef ég farið sérstaka ferð í IKEA bara til að kaupa mér eina með öllu. Fyrir nokkrum árum opnaði Mr. Miller pulsusjoppur.

Næst þegar þú ferð til Berlínar, keyptu þá eina hjá Mr. Miller. Slepptu samt gúrkunni.

Stefán Júlíusson, 8.5.2012 kl. 07:56

15 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  bestu þakkir fyrir fróðleik og ábendingu.

Jens Guð, 8.5.2012 kl. 10:50

16 Smámynd: Stefán Júlíusson

Jens Guð, sendu mér línu næst þegar þú kemur í bæinn;)

Stefán Júlíusson, 8.5.2012 kl. 11:52

17 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég geri það.  Takk fyrir.

Jens Guð, 8.5.2012 kl. 18:26

18 identicon

Síðan ber að varast að útlendingar kunna ekki á íslenska pylsumenningu.  Mér er sérlega minnisstætt þegar ég var eitt sinn á Kjötmangaragötu, rétt við Sívalaturn, og sá pylsustand.  Nú langaði mig í pylsu, rölti til pylsusalans og bað um heitan hund.  „Og hvad skal der være po?“ spurði hann.  „Det hele“, kvað Íslendingurinn.  Salinn horfði á mig andartak, og fór svo að raða á brauðið.  5 tegundir af sinnepi, þrjár af tómatsósu, 6 af lauk og súru grænmeti o.s.frv. o.s.frv.  Svo rétti hann mér herlegheitin.  Með báðum höndum.  Ég tók við.  Með báðum höndum.  Samferðamaður minn mátti greiða vöruna.  Svo fundum við rusladall og þar skófum við hvern skaflinn af öðrum niður uns pylsan kom í ljós og ummál réttarins dæmdist nógu lítið til að unnt yrði að stinga honum upp í sig.  Og moralen er: Tag altid en hjælper med hvis du skal spise hed hund med det hele i Danmark.

Tobbi (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 19:34

19 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  takk fyrir þessa skemmtilegu sögu.

Jens Guð, 9.5.2012 kl. 00:19

20 identicon

Þegar ég var krakki þá voru oft pylsur á föstudagskvöldum en þær voru aldrei bornar fram í brauði heldur með kartöflustöppu, tómatsósu og sinnepi. Mér finnst enn í dag það vera miklu betri matur en pylsa í brauði. En skildi heldur aldrei þegar krakkarnir í næsta húsi gátu ekki borðað nema eina pylsu á meðan ég borðaði þrjár!

Helga Jóns (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 23:13

21 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þegar þú nefnir þetta þá rifjast upp fyrir mér að á æskuheimili mínu voru pylsur einstaka sinnum í matinn,  snæddar með kartöflustöppu og sennilega tómatsósu.  Kannski líka sinnepi.  Ég man það ekki.  En pylsurnar voru aldrei borðaðar í brauði á heimilinu.

  Ég ólst upp í sveit.  Þar var matur heimaunnin, að öllu jöfnu.  En einstaka sinnum var farið í innkaupaferð í kaupstað.  Þá kom fyrir að pylsur væru keyptar í matinn.  Okkur krökkunum til gleði.

Jens Guð, 10.5.2012 kl. 00:31

22 identicon

Talandi um pylsur með kartöflustöppu.  Nú gekk ég í barnaskóla Rípurskólahverfis.  Þar var heimavist fyrir þá sem lengst áttu í skólann og var Þórey frá Skúfsstöðum ráðskona.  Sú hefð skapaðist að síðasta dag skólans voru pylsur og þótti mikil veisla.  Karlmennin í hópnum reyndu þá með sér í pylsuáti og ég man að Haddi á Sleitustöðum át eitt sinn 15 pylsur en Óli á Hellulandi gafst upp eftir 12.  Nú svona eftir á að hyggja, ætli 15 pylsur séu ekki uppundir eitt og hálft kíló og svo kom kartöflustappa og annað meðlæti.  Ætli 12 ára pjakkar gætu látið svoleiðis í sig núna?

Tobbi (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 13:42

23 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  og svo varð Óli á Hellulandi frábær kokkur í kjölfarið!

Jens Guð, 10.5.2012 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.