Útigrill eru lífshættuleg

  Þess eru fjölda mörg dæmi að fólk hafi fárveikst vegna kolsýrings frá útigrilli.  Í verstu tilfellum hefur þetta valdið dauða.  Þegar ég skrapp til Skotlands um daginn var fyrirferðamikil í breskum fjölmiðlum frétt af dauðsfalli 6 ára stúlku,  Isabelle Harris.  Hún var ásamt foreldrum sínum á tjaldstæði í New Forest í Hants.  Foreldrarnir grilluðu kjöt á litlu kolagrilli fyrir utan tjaldið.  Stelpan var inni í tjaldi.  Framhlið þess var opin upp á gátt. 

  Í meðfylgjandi frétt mbl.is var hins vegar einnota grill inni í tjaldi 14 ára stúlku sem lést um helgina.

  Í fréttum af dauðsfalli 6 ára stúlkunnar kom fram að í fyrra hafi nokkrir fullorðnir einstaklingar látist í tjaldi á Englandi af völdum eiturgufa frá kolagrillum.  Svo virðist sem tjöld loftræsist ekki nægilega vel.  Þess vegna er áríðandi að hafa kolagrill í góðri fjarlægð frá tjaldinu.

  Myndin sýnir tjaldið sem Isabelle var í og grillið fyrir utan.

Isabelle Harris   


mbl.is Fékk eitrun frá einnota grilli og lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott hjá þér að benda á þessa hættu þegar aðal grilltíminn er að byrja.

Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2012 kl. 12:26

2 Smámynd: Anepo

Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las fréttina og ég biðst afsökunar á ensku slettu en "Oh for fucks sake!" Hver geymir eiginlega fjárans grill sem er búið að nota INNI í tjaldi?

Þetta er í FYRSTA sinn sem ég heyri að einhver hefur gert það.

Anepo, 8.5.2012 kl. 14:22

3 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  það er full ástæða til að vera á varðbergi.  Útigrill drepa.

Jens Guð, 9.5.2012 kl. 00:48

4 Smámynd: Jens Guð

  Anepo,  fólk tjaldar fjarri bíl sínum.  Það vill ekki að einnota grillið sé eins og rusl fyrir utan tjaldið.  Það kippir grillinu inn í fortjaldið.  Og þá verður slys með þessum afleiðingum. 

Jens Guð, 9.5.2012 kl. 00:50

5 identicon

Dóu ekki nokkrir í fjallakofa hér á Íslandi fyrir nokkrum árum út af því að menn höfðu gashitara á yfir nóttina?

Fjölnir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 02:28

6 Smámynd: Jens Guð

  Fjölnir,  það mun rétt vera.  Það hafa fleiri Íslendingar dáið úr kolsýringseitrun. 

Jens Guð, 10.5.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband