Íslenskur myndbandshöfundur í Danmörku

  Einn af virtustu og vinsælustu tónlistarmyndbandshöfundum í veldi Margrétar Danadrottningar er íslenskur kvikmyndagerðarmaður,  Guðmundur Örn Ísfeld.  Hans eftirsóttu höfundareinkenni eru einfaldleiki og lagni við að leyfa sjálfri tónlistinni að njóta sín.  Oftar en ekki eru myndbönd hans svart-hvít.   

  Vandamálið er að ég er ekki vel að mér um danska rokkmúsík.  Samt rakst ég á þetta myndband hans.  Söngvarinn heitir Rasmus Frost.  Það er frekar kuldalegt nafn.  Eða eins og unga fólkið segir:  Cool!

  Ég veit ekki hvernig ég get fundið fleiri myndbönd eftir Guðmund Örn Ísfeld.  Ég ætla að reyna að finna einhver önnur.  Ég hef séð þau.  Man bara ekki nöfn flytjenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

virkilega flott

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 21:36

2 identicon

svo flott

sandra (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 21:34

3 identicon

Snilld :)

Viktoria (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.