Hvernig er athyglisgáfan?

  Þetta er skemmtilegt og einfalt próf.  Eftir því sem þú ert sneggri að finna það sem spurt er um þeim mun betri er athyglisgáfa þín.  Innan við mínútu er afburðar góð eftirtekt.  Um tvær mínútur er meðalgóður árangur.  3 mínútur er vondur árangur.  Ef það tekur þig lengri tíma eða að þér tekst ekki að finna neitt af því sem spurt er um er ástæða til að panta tíma hjá lækni.  Þá ert þú líklega með alsæmir á byrjunarstigi.  Skrifaðu niður á blað hvenær þú færð tíma hjá lækninum.  Annars gleymir þú því.

  1.  Finndu eitt C innan um þessi O.  Prófið er því aðeins gilt að engin hjálpartæki séu notuð (hvorki bendill né annað).  Aðeins horft á myndina.

OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

  2.  Finndu eitt 6 innan um þessar 9-ur.  Þetta er heldur erfiðara en fyrsta dæmið. 

99999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999

99999999999999999999999999999999999999999999999
69999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999
99999999999999999999999999999999999999999999999

 3. Nú þarft þú að finna N innan um M-in.  Þetta dæmi er ennþá þyngra.

MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMNMM
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM

  4. Síðasta dæmið er dálítið öðru vísi.  Þar þarft þú að finna 44. (núverandi) forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.

forsetar

  Tókst þér að finna hann?  Þá ertu ekki litblind/ur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var enga stund að þessu. (O;

Bestu kveðjur.

Elvar Másson.

http://elvarmassonsmusic.webstarts.com/

Elvar Másson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hlýt að vera rosa klár og ekki litblindur.  A. 20. stafur í röð 7 - B. 1. stafur röð 8 og svo 29.  C. (3ji síðasti) í röð 1.  Forsetarnir eru í réttri röð að ég held, svo jafnvel litblindur ætti að geta fundið það út.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 23:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitt rikk við að sjá út svona gátur, en það er að fara alveg uppað og horfa langsum eftir línunum ef svo má segja. 3-5 sekúndur nægja þannig.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 23:59

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Oh, þið eruð svo dullegir...

hilmar jónsson, 5.6.2012 kl. 00:05

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dugar að fá tíma hjá gervigrasalækni?

Sigurður I B Guðmundsson, 5.6.2012 kl. 06:53

6 identicon

Þetta er eins og með íslenska fjölmiðla. Maður heldur að allt sé í alvöru, svo sér maður hið augljósa. Þá dettur manni í hug að allt hitt sé líka þvæla. Sem það oftast er.

Rósa (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 06:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta tók bara nokkrar sekúndur, lengst að finna Ennið.  En sem sagt þarf ekki að panta tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 09:13

8 Smámynd: Jens Guð

  Elvar,  gaman að heyra frá þér.  Takk fyrir slóðina á heimasíðuna.  Nú getur maður fylgst með músíkferli þínum.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 10:53

9 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  assgoti ertu glöggur.  Ég var næstum fallinn á tíma strax í fyrstu þraut.  Var farinn að halda að þetta væri plat þegar mér loks tókst að finna C-ið.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 10:55

10 Smámynd: Mofi

Snilld! :)

Mofi, 5.6.2012 kl. 11:39

11 identicon

Þetta var skítlétt, nema þetta með forsetann :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 12:04

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er búinn að panta tíma hjá doktornum (ekki samt Doctor E) þó það væri nú gaman.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2012 kl. 14:47

13 identicon

heheh náði öllu á innan við minutu er ofurgáfuð

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 20:12

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má ég taka í höndina á þér Sæunn hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 20:15

15 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  sumir.  Ekki allir.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 21:31

16 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ef þú vilt fara á gervigrasafæði.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 21:32

17 Smámynd: Jens Guð

  Rósa,  þetta er samt skemmtilegur samkvæmisleikur.  Og ég hef grun um að það sé eitthvað til í þessu.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 23:44

18 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þú þarft ekki að hafa áhyggjur fyrst að þetta gekk svona vel.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 23:45

19 Smámynd: Jens Guð

  Mofi,  það er gaman að þessu.  Ég var næstum fallinn á prófinu en náði þessu rétt fyrir horn.  Svo að öllu gamni sé sleppt þá hef ég haft áhyggjur af alsæmir vegna þess að faðir minn lést eftir að alsæmir lék hann grátt.  Þetta er víst iðulega arfgengt vandamál.  En að sinni er ég sloppinn fyrir horn.

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 23:48

20 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  Það var léttasta dæmið í mínu tilfelli:  Þetta með forsetann.  Hinsvegar var faðir minn illa litblindur.  Það uppgötvaðist er hann var að leggja rauðar og hvítar flísar á eldhúsgólfið heima.  Þegar á reyndi vantaði nokkrar rauðar flísar.  Hann fór til Sauðárkróks og keypti nokkrar gráar flísar í stað rauðra.  Allir voru sofnaðir heima er hann kom heim með gráu flísarnar og gekk frá þeim á eldhúsgólfið.  Daginn eftir ráku heimamenn upp stór augu.  Er á pabba var gengið viðurkenndi hann að gráu flísarnar væru örlítið ljósari en þær rauðu.  En fannst þær samt vera nánast samlitar.  Svo tók pabbi bílpróf og þá kom betur í ljós að hann sá ekki mun á grænu og rauðu ljósi.  Ég man ekki hvernig það var leyst.  

Jens Guð, 5.6.2012 kl. 23:55

21 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Þór,  einn frændi minn var einmitt að fara í tíma hjá lækni (öðrum en DoctorE).  Hann fann ekkert út út þessu létta prófi og hefur nú verið greindur með alsæmir á frekar háu stigi.  Við ættingjar hans vissum reyndar af þessu vandamáli hans.  En nú hefur hann fengið sjúkdóminn staðfestan og er kominn í viðeigandi meðferð (hjálp).

Jens Guð, 6.6.2012 kl. 00:01

22 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  svindlaðir þú ekkert?

Jens Guð, 6.6.2012 kl. 00:02

23 identicon

nei bara fædd ofurklár er bara ekkert aðflíka því svo ég virðist ekki montin!!!

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 00:13

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei einmitt Jens minn ég er ákaflega stolt af sjálfri mér  Einhver verður að vera það allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband