Hötuðustu poppstjörnurnar

  Í bandaríska poppmúsíkblaðinu Spin hefur verið tekinn saman og birtur listi yfir þær poppstjörnur og hljómsveitir sem almennt þykja ómerkilegastar.  Eða réttara sagt eru vinsælustu boxpúðarnir.  Það er ekki átt við Justin Bieber eða Britney Spears heldur þá sem gefa sig út fyrir að vera eitthvað merkilegra en þeir eru.  Listinn er studdur ágætum og sannfærandi rökum.  Hvað finnst þér?  Þannig er listinn:

  1  Milli Vanilli

  Aularnir í þessum dúett komu ekki nálægt sínum eigin plötum!  Þeir sömdu ekkert, spiluðu ekkert og sungu ekkert.  Á hljómleikum hreyfðu þeir varirnar en sungu ekki.  Það voru aðrir sem sungu og söngurinn var spilaður af bandi.  Áður en þetta varð á allra vitorði útnefndi bandaríska poppmúsíkblaðið Rolling Stone dúettinn "Verstu hljómsveit ársins 1989".

  2  Limp Bizkit

  Í lok síðustu aldar náði hljómsveitin Limp Bizkit upp á sitt einsdæmi að slátra trúverðugleika tilfinninganæms framsækins þungs rokks sem Nirvana og Nine Inch Nails höfðu innleitt.  Courtney Love (ekkja Curts Kobains í Nirvana) sagði Fred Dust (forsprakka Limp Bizkit) hafa fært okkur verstu ár í sögu rokksins.   

  3  Kenny G

  Hefur látið lyftur virðast öruggan stöð síðan 1982.  Hefur á 20 plötum afgreitt öll jólalög og kvikmyndaballöður sem þú getur nefnt.  Hefur að auki spilað ofan á gamlar upptökur með Louis heitnum Armstrong og kallað það samstarfsverkefni.  Gítarleikarinn Pat Methany sakar Kenny um að spila falskt rugl.

  4 Creed

  Útvatnað grugg (grunge).  Nickelback áður en Nickelback kom til sögunnar.  Vikublaðið Philadelphia Weekly birti forsíðugrein um Creed 2002.  Þar var hljómsveitin Creed kölluð krabbmein í rokkinu.

  5  Insane Clown Posse

  Liðsmenn ICP hafa sjálfir kallað sig "Hötuðustu hljómsveit heims".  Breska dagblaðið The Gardian hefur sagt ICP vera "segul á útskúfun".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti hlustað á alla þessa listamenn á repeat gegn einu lagi hjá litlu lesbíunni henni Justin Bieber

Grrr (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 08:59

2 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  ég hef blessunarlega að mestu komist hjá því að heyra í Bieber.  Hlusta ekki á útvarpsstöðvar (eða útvarpsþætti) sem spila þennan kanadíska pjakk.

Jens Guð, 9.6.2012 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.