16.6.2012 | 22:13
Falskar játningar og staðföst neitun
Dóms- og réttarkerfið á Íslandi er um margt eins og í vanþróuðum og frumstæðum ríkjum. Í fjölda mála stendur ekki steinn yfir steini varðandi sök þeirra sem dæmdir eru í fangelsi. Nægir að benda á Geirfinns- og Guðmundarmálið. Ruglið í kringum það er eins og fáránlegasti farsi - ef ekki væri vegna þess harmleiks sem snýr að öllu er þessu tengdist. Pyntingum var beitt, lygum, hroka og ósvífni af öllu tagi. Meira að segja kynferðisofbeldi. Hópur saklausra ungmenna var dæmdur sem morðingjagengi út á eintómt bull.
Þetta vita flestir sem vilja vita og kynna sér málið. "Íslendingar kunnu ekkert á svona sakamál á þessum tíma," er algengt viðkvæði þegar þetta ber á góma. Málið er þó ekki eldra en svo að réttarkerfið getur ennþá leiðrétt sig. En gerir það ekki.
Í dag er algengt að eldri afbrotamenn séu búnir að læra inn á brotalamirnar í sakamálum. Þeir "kaupa" nýliða, yngra fólk, til að taka á sig sakir fyrir þá. Það gengur lipurt fyrir sig. Í annan stað þá gildir í ófáum málum að gegn staðfastri neitun þá komast menn upp með að fá málum vísað frá eða vera sýknaðir.
Eitt dæmi sem ég þekki (nokkurra ára gamalt að vísu): Tvær konur áttu sökótt við fyrirtæki úti í bæ. Önnur var í slagtogi með lögreglumanni. Hann tók upp á því að brjótast inn í fyrirtækið og valda þar spjöllum sem lömuðu fyrirtækið. Önnur konan var handtekin og sett í gæsluvarðhald. Hún var á lyfjum en var neitað um þau á meðan á varðhaldi stóð. Til að komast í lyfin sín játaði hún á sig allt sem á hana var borið. Það er að segja að hún hafi brotist þarna inn og valdið þessum skemmdum. Hún reiknaði með því að þegar á reyndi myndi koma í ljós að sök hennar stæðist ekki. Meðal annars voru skóför á vettvangi af skóm nr. 46 en hún notaði skó nr. 38. Til viðbótar þurfti líkamlega hreysti til að standa að innbrotinu eins og gert var. Líkamlega hreysti sem hún hafði ekki. En það var játning hennar sem allt byggði á og hún fékk dóm.
Ég gæti þulið upp fleiri dæmi. Eftir stendur að það vantar mikið upp á að réttarkerfið komist að réttri niðurstöðu í mörgum málum. Ég veit ekki hvernig hægt er að koma lagi á svona mál. Kannski með því að taka lygamæla í gagnið? Eða með því að fá til liðs menn sem þekkja inn á falskar játningar. Kannski er öllum sama?
Taka á sig sök vegna skuldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 324
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 1479
- Frá upphafi: 4121298
Annað
- Innlit í dag: 259
- Innlit sl. viku: 1288
- Gestir í dag: 254
- IP-tölur í dag: 242
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að frávísun vegna skorts á haldbærum sönnunum og "staðfastri" neitun jafngildir ekki sýknu.
Jens Guð, 17.6.2012 kl. 00:01
"Að gefnu tilefni vil ég taka fram að frávísun vegna skorts á haldbærum sönnunum og "staðfastri" neitun jafngildir ekki sýknu."
Það er rétt enda fer málið þá aldrei fyrir dóm. Hins vegar jafngildir slík frávísun sakleysi því menn teljast saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 01:44
Bergur, um leið og maður fremur afbrot er hann sekur. Alveg burt séð frá því hvort eða hvenær hann er sekur fundinn af dómara.
Jens Guð, 17.6.2012 kl. 11:38
Já, vissulega er það rétt í sjálfu sér en ef hann neitar sök og þú getur ekki sannað innan hæfilegs tíma að hann sé sekur þá verður hann að njóta vafans og teljast saklaus. Þetta hlýtur að þurfa að vera grundvallarregla réttarríkis og þótt hún geti stundum litið út fyrir að vera ósanngjörn þá verður að horfa til þess að hún er líka sett til að koma í veg fyrir að saklaus maður sé dæmdur sekur.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 13:18
Úff! ég var ekki á landinu á meðan þetta Geirfinns mál stóð sem hæðst. En mörg voru Geirfinns málin bæði í Svíþjóð og Noregi, en þar eru Norsararnir duglegir með að hreinsa upp gamlan skít og greiða skaðabætur. Þetta byggir upp trú fólks á dómskerfið, en Hurums málið er og verður ekki mokað upp þar sem valdastéttin eru allt of tengd málinu sem sennilega er tilfellið í Geirfinns málinu. Og þetta er og verður alltaf svona á meðan réttarkerfin eru svona einsporuð og án venjulegra ímindunarafla.
Eyjólfur Jónsson, 17.6.2012 kl. 15:06
Bergur, þessi grundvallarregla sem þú vísar til á við um það hvernig mál snúa fyrir dómstólum. Og einmitt eins og þú nefnir: Til að koma í veg fyrir að saklaus maður sé dæmdur sekur. Hins vegar er margur sekur þó að dómarar veigri sér við að dæma þannig. Þess eru mörg dæmi að dómur sé ekki felldur yfir sekum vegna þess að rannsóknaraðilar hafi staðið illa að málum. Þeir sýknudómar eru eiginlega eins og til að refsa rannsóknaraðilum; kenna þeim lexíu.
Í öðrum tilfellum komast héraðsdómarar að þeirri niðurstöðu að viðkomandi sé sekur. Svo kemst Hæstiréttur að annarri niðurstöðu. Stundum klofinn með séráliti minnihluta. Þannig er manneskjan sek um stundarsakir en saklaus á sakarvottorði. Í enn öðrum tilfellum er æra dæmds manns uppreist af vinum sínum í öðrum embættum,
Svo getum við snúið þessu við, svo enn sé vitnað til Guðmundar- og Geirfinnsmála. Við vitum að þar voru saklausir dæmdir sem morðingjar. Þannig er það í fleiri málum.
Jens Guð, 17.6.2012 kl. 23:02
Eyjólfur, takk fyrir þennan fróðleik frá Noregi.
Jens Guð, 17.6.2012 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.