Stigar geta verið góð skemmtun

  Stigar eru leiðinlegir.  Þeir eru ekki til óþurftar en þeir eru til leiðinda.  Hver hefur ekki dottið niður stiga og verið allur lurkum laminn á eftir?  Jafnvel hrasað alveg efst í stiga og rúllað niður hann allan og langt út á gólf og rekið þar hausinn í hillustæðu.  Góðu fréttirnar eru þær að auðvelt er að hafa stiga í þannig útfærslu að þeir veiti góða skemmtun.  Einkum þegar farið er af efri hæði niður á neðri hæð.  Þá er fjör og þá er gaman.  Þetta sparar einnig tíma.  Mikinn tíma til lengri tíma litið. 

stigi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha góð hugmynd.  En hvernig kemst maður svo upp aftur???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 23:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég sá það um leið og ég svaraði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 23:35

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli karlinn sé sölustjóri hjá framleiðandanum? Allavega virðist ekki vera mikill sólasparnaður þarna á ferð!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 25.6.2012 kl. 18:57

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 25.6.2012 kl. 21:48

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég veit það ekki

Jens Guð, 25.6.2012 kl. 21:49

6 identicon

Adam villsvona uppá loft og það strax og segir aðþetta se lika snilld fyrir óhreinan þvott

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.