Ávextir eru ruslfæði

  í samanburði við súkkulaði.  Þetta hef ég eftir hjartalækni á sjúkrahúsinu Lonex Hill í Manhattan í Nýju Jórvík.  Hann - eða öllu heldur hún vegna þess að þetta er kona,  Susan Steinbaum - segir að súkkulaði innihaldi miklu meira af andoxunarefnum en ávextir.  Og jafnframt efni sem heitir polyfenól.  Þessi efni koma í veg fyrir hjartasjúkdóma,  háan blóðþrýsting,  hægja á öldrun og sitthvað fleira.  Susan ráðleggur fólki að fá sér frekar nokkra súkkulaðimola heldur en ávexti til að maula á.  Kannski er ágætt að blanda þessu saman?  Mér dettur það í hug.  Svona ef það er einhver ágreiningur um þetta.  Skella til að mynda einu kirsuberi ofan á súkkulaðið.

sukkuladiblommuffa_cherry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Já, þeir segja að súkkulaði sé hollt og gott, en þá þarf það að vera dökkt súkkulaði, sem enginn vill!!!

Björn Emilsson, 27.6.2012 kl. 00:45

2 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  jú,  það er kakómassinn sem gildir.  Því hærra sem hlutfall hans er þeim mun dekkra og hollara er súkkulaðið.

Jens Guð, 27.6.2012 kl. 01:03

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Dökkt súkkulaði er langbest.

Ég er búinn að borða það á næstum hverjum degi í 45 ár og er sprækur ein og lækur.

Sigurjón Jónsson, 27.6.2012 kl. 09:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Borða smá súkkulaði hvern dag og er fitt og flott :)

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2012 kl. 14:36

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hófsemdin er best í hverju sem er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.6.2012 kl. 15:19

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Reyndu að finna eitthvað sem mælir með poppkornsáti fyrir mig!!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.6.2012 kl. 15:59

7 Smámynd: Björn Emilsson

Reglan virðist vera, allt sem er gott -á bragðið - er óhollt! Ikk?

Björn Emilsson, 27.6.2012 kl. 17:42

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurjón,  þetta er enn ein staðfestingin á hollustu súkkulaðis.

Jens Guð, 27.6.2012 kl. 18:31

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  þetta virðist vera galdurinn.

Jens Guð, 27.6.2012 kl. 19:22

10 Smámynd: Jens Guð

  Heimir,  að minnsta kosti öðru hverju.

Jens Guð, 27.6.2012 kl. 21:44

11 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  mér skilst að það sé deilt um hollustu poppkorns.  Það inniheldur andoxunarefni og er trefjaríkt.  Læknar og næringarfræðingar eru eitthvað ósáttir við saltið sem fylgir poppkorninu.

Jens Guð, 27.6.2012 kl. 21:51

12 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  það er ekki algild regla.  En á við um margt.

Jens Guð, 27.6.2012 kl. 21:53

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo má ekki gleyma því að í ávextina vantar harða fitu til að húða æðakerfið að innan...

Ágúst H Bjarnason, 28.6.2012 kl. 07:19

14 Smámynd: Jens Guð

  Ágúst,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 28.6.2012 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.