28.6.2012 | 21:29
Einkennilegt samtal við afgreiðslukassa
Mig langaði í Malt og skrapp í Nóatún. Á undan mér við afgreiðslukassann voru þrjár aldraðar konur. Ég held að þær hafi þekkst. Þó er ég ekki viss. Þær voru að versla hver fyrir sig. Sú fremsta í röðinni gerði töluverð innkaup, staðgreiddi með seðlum og klinki, vatt sér fram fyrir færibandið og fór að hlaða í innkaupapoka. Hún fékk ekkert til baka því að hún var með rétta upphæð handa afgreiðsludömunni. Afgreiðsludaman lét aftur á móti kassastrimilinn á litla borðið á færibandinu þar sem penni liggur og form er fyrir peninga til baka og eitthvað svoleiðis.
Kona númer tvö tók strimilinn, snéri sér með hann til konu númer þrjú og spurði: "Hvað geri ég við þetta?"
Sú svaraði: "Þú átt að kvitta á þetta."
Hún lét sér ekki segja það tvisvar heldur tók pennann og skrifaði nafn sitt snyrtilega neðst á kassastrimilinn og rétti hann afgreiðsludömunni. Daman var byrjuð að renna í gegnum skannann vörum konu númer tvö og fylgdist ekkert með samtölum þeirra gömlu en spurði: "Á ég að henda miðanum?"
Sú gamla neitaði því: "Nei, ég var að kvitta á hann fyrir þig."
Afgreiðsludaman: "Þetta er ykkar strimill."
Sú gamla spurði hálf ringluð: "Nú? Á ég þennan miða?"
Afgreiðsludaman játti því. Sú gamla braut strimilinn vandlega saman og stakk ofan í veskið sitt. Eftir þetta gekk afgreiðslan eðlilega fyrir sig.
Tækninýjungar eru svo örar og síbreytilegar að eldra fólk er í vandræðum. Sumt. Þar á meðal ég. Það er samt alveg til eldra fólk sem er eldsnöggt að tileinka sér nýjungar.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjármál, Spaugilegt, Vísindi og fræði | Breytt 30.6.2012 kl. 01:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
Nýjustu athugasemdir
- Smásaga um týnda sæng: Það er svo misjafnt sem fólk trúír á, eða ekki. John Lennon sön... Stefán 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Stefán (# 15), ég trúi og tilbið allan hópinn og ótalinn fjöld... jensgud 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: En hvað af eftirfarandi trúir þú helst á Jens sem Ásatrúarmaður... Stefán 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Sigurður I B, takk! Ég trúi ekki á tilviljanir. jensgud 10.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Seinni heimsstyrjöldinni lauk 8 Maí 1945. Það var svo 11 árum s... Stefán 8.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Nýji Páfinn er 69 ára og var valinn á þessum mekisdegi. Tilvilj... sigurdurig 8.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Til hamingju með daginn þinn. sigurdurig 8.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Já, maður fékk að kynnast þeim mörgum nokkuð skrautlegum á þess... johanneliasson 7.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Góður Jóhann - Á ungligsárum var ég talsvert á sjó og kannast þ... Stefán 7.5.2025
- Smásaga um týnda sæng: Jóhann (#6), bestu þakkir fyrir skemmtilega sögu! jensgud 7.5.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 4
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 478
- Frá upphafi: 4139625
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 352
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Hahahahaha ... þessi var góður. Ég sé þetta algjörlega fyrir mér, verð að deila þessu á Fésinu.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 22:17
he he he góður, segi eins og Bergur, sé þetta fyrir mér :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2012 kl. 22:32
Bergur, mér þótti þetta rosalega fyndið en var á báðum áttum með að setja þetta hér inn. Vissi ekki hvort að spaugileg uppákoman skilaði sér til þeirra sem ekki urðu vitni að. Svona hefur alltaf dálítið að gera með stemmninguna þegar maður er á staðnum. En þú hefur náð að sjá þetta fyrir þér.
Jens Guð, 28.6.2012 kl. 22:57
Ásdís, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 28.6.2012 kl. 22:58
Minnir mig á þegar ég var staddur í Byko á Akureyri með föður mínum og þar átti maður að kvitta á svona skjá með rafpenna áföstum við þar til gerðan skjá. Ég var annars hugar og var ekkert að pæla í hvað sá gamli var að vesenast við kassann þegar hann var að borga. Tók svo allt í einu eftir því að hann reyndi sem mest hann mátti að kvitta með kúlupenna á skjáinn. Ég benti honum glottandi á rafpennann.
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 23:20
Jóhann, ég hef séð svoleiðis. Sá meira að segja einn gamlan sleikja svona rafpenna í Landsbankanum í Háksólabíói af því að honum þótti penninn vera eitthvað staður.
Jens Guð, 29.6.2012 kl. 00:25
Það fer sennilega illa með rafpenna að sleikja þá. Mæli þá frekar með þeirri göfugu stjórnsýsluíþrótt, blýantsnagi.
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 01:11
Þú sem fylgist svo vel með;kanski hefurðu heyrt þennan; Gömul kona kom að kassa með tvo mismunandi pakka af hafrakexi,spurði kassadömuna hvorn hún teldi betri. Kassadaman svaraði að hún vissi það ekki. Jæja sagði sú gamla,ég ætla þá bara að fá hvortveggja. Kassadaman snýr sér að þeirri á næsta kassa og spyr; hún ætlar að fá hvorutveggja,hvað meinar hún? Sú á næsta,svarar,hún ætlar að fá báða,, ég hef lent í þessu.,, Íslenskan á undanhaldi??
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2012 kl. 01:40
Skemmtileg saga, og frábær mynd
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2012 kl. 01:45
Já, já, þetta stendur alveg ljóslifandi fyrir mínum hugskotsjónum. Maður er búinn að standa svo oft við kassann að það var auðvelt auk þess sem þú kemur þessu auðvitað vel til skila. Maður hugsar í myndum og þetta er sprenghlægilegur "sketch".
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 06:20
Jóhann, ég óttaðist að kallinn fengi rafstuð.
Jens Guð, 29.6.2012 kl. 11:40
Helga, takk fyrir þessa skemmtilegu sögu. Ég hafði ekki heyrt hana áður.
Jens Guð, 29.6.2012 kl. 11:41
Jóna Kolbrún, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 29.6.2012 kl. 11:41
Bergur, ég hló lengi á eftir.
Jens Guð, 29.6.2012 kl. 11:42
ææ yndislegar allar
sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 13:18
Sæunn, þetta eru krútt.
Jens Guð, 1.7.2012 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.