Einfalt ráð til að komast hjá fótameini

háhælaskórAháhælaskórBháhælaskór

  Ég þekki konu sem hefur tvívegis þurft að fara í aðgerð á spítala vegna þrálátrar fíknar í að ganga á skóm á háum hælum.  Hún lætur sér ekki segjast.  Hún kann ekki við sig utan heimilis öðru vísi en í skóm á háum hælum.  Getur ekki hugsað sér tilveruna öðru vísi hvað það varðar.

  Þessi kona er ekki ein um þetta vandamál.  Fjöldi kvenna gengur daglega á háhæla skóm.  Konur halda að körlum þyki það flott.  Málið er að karlar taka ekkert eftir skófatnaði neinna.  Hvorki kvenna né annarra.  Einn kunningi minni þurfti að skreppa til Asíu.  Strax í upphafi ferðar fann hann fyrir svo mikilli og sársaukafullri fótaóeirð að hann varð að vera á sokkunum það sem eftir var flugferðar.  Á meðan á nokkurra daga vinnuferð í Asíu stóð varð hann að nota hvert tækifæri til að fara úr skónum.  Fætur voru bólgnir og aumir.

  Kominn aftur heim til Íslands var hann nánast ógöngufær.  Fæturnir voru svo aumir að hann varð að styðja sig við alla nálæga hluti og skrönglast áfram með miklum erfiðismunum eins og farlama gamalmenni.

  Er hann loks náði að svo gott sem skríða inn um dyrnar á heimili sínu var konan hans fljót að benda honum á vandamálið.  Þau höfðu verið með næturgest utan af landi er maðurinn hélt af landi brott.  Maðurinn fór í ógáti í skó gestsins.  Þeir skór voru 2 númerum of litlir fyrir manninn.  Að auki voru skórnir brúnir.  Maðurinn átti enga brúna skó.  Hann hafði aftur á móti aldrei velt fyrir sér lit á skónum sínum fremur en á skóm annarra.  Þetta var fyrir daga farsímans svo konan gat ekki komið skilaboðum til mannsins um þetta á meðan hann var í Asíu.

  Næstum allir karlar lenda í því fyrr eða síðar að ruglast á sínum skóm og skóm annarra.

  Bítlarnir innleiddu háhæla skótísku fyrir karla á sjöunda áratugnum.  Háhæla karlaskór náðu hæstum hæðum á glamrokk tímabili áttunda áratugarins.  Þetta myndband með Slade varðveitir minninguna:

  Munurinn á háhælaskóm karla og kvenna var sá að fyrra tilfellið var nær stultum í hönnum.  Sólinn var jafn hár hælum.  Vandamálið með háhæla kvenskó er að konan stendur á tám.  Allur líkamsþunginn hvílir á tánum.  Það veldur skemmdum á fótunum.  Við þessu er til einföld lausn.  Hún er sú að konur kaupi sér sléttbotna en uppháa hvíta strigaskó og máli snyrtilega á þá teikningu af háhæla skó.  Ef vel er að verki staðið tekur enginn eftir öðru en að konan sé á flottum háhæla skóm.

sléttbotna skór sem virðast háhæla 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þvílík snilld

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2012 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Vá, ekki meir,ekki meir eða þannig sko!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.7.2012 kl. 23:13

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég gæti auðveldlega gengið í skóm, eins og eru neðst í færslunni þinni.  Ég hef aldrei getað vanið mig á háa hæla, hefði samt getað verið hoj og slank í svoleiðis skóm   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2012 kl. 02:00

4 identicon

Konur átta sig ekki á því að háir hæla breyta jafnvæginu þanig að kona á háum hælum þarf að hafa mjaðmaliði aðeins bogna og virðist þá afturendinn stærri. Stórir rassar voru hátt metnir til fegurðar meðal innfæddra í Afríku hér áður fyrr og fengu þær heimasætur sem stærstan höfðu bakhlutann ríkustu biðlana. Meðal vestrænna manna í dag er þetta öfugt því nú  fá þær konur, sem virðast nythæstar, hæstu fegurðareinkunia.

geirmagnusson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 09:28

5 Smámynd: Elle_

Nei, getur það verið að menn séu svona hrikalega fattlausir?  Ha, ha.  Sumir menn  láta eins og hælaskór séu flottir.  Neita að ganga í skýjakljúfum bara af því e-m mönnum gæti fundist það flott.  Maður fer ekki í hælaskóm á hjól eða að labba niðri við sjó.

Elle_, 16.7.2012 kl. 15:22

6 Smámynd: Elle_

Annars getur maður ekki alhæft um konur eða menn.  Geir??

Elle_, 16.7.2012 kl. 15:30

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:44

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  það verður ekki fleiri fróðleiksmolar og ráð varðandi skóbúnað á næstunni.  Lofa því.

Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:45

9 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  vertu fegin að hafa aldrei sótt í háhæla skó.  Þeir eru slysagildra fyrir utan þann skaða sem þeir valda á fótum.

Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:48

10 Smámynd: Jens Guð

  Geir,  takk fyrir fróðleikinn.

Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:49

11 Smámynd: Jens Guð

  Elle,  karlar taka ekkert eftir skóbúnaði kvenna.  Konur á háum hælum eru að sýna sig fyrir öðrum konum.  Alveg eins og með andlitsfarðann.  Karlar taka ekkert eftir því hvort að kona sé með varalit,  augnskugga eða aðra málningu.

Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband