16.7.2012 | 22:15
Mesti og grófasti svindlari tónlistarsögunnar
Kannast þú við nafnið Joyce Hatto? Það er einkennilegt. Í virtum tónlistartímaritum hefur henni verið hampað sem besta píanóleikara og túlkanda klassískra píanóverka sem sögur fara af á okkar dögum. Eða eitthvað svoleiðis. Og vissulega hljómar þetta dásamlega; lagið í myndbandinu hér að ofan til að mynda. Það var ekki að undra að gagnrýnendur lofuðu hæfileika konunnar í hástert. Þar fyrir utan var hún óvenju afkastamikil á gamals aldri. Og það fárveik af krabbameini. Dældi frá sér plötum hraðar en Sigríður Níelsdóttir.
Veikindin drógu Joyce Hatto til dauða fyrir sex árum. Hún náði þó 78 ára aldri.
Svo fór að upp komst um brögð í tafli. Hatto spilaði ekki sjálf á plötunum sínum. Það voru hinir og þessir sem spiluðu. Allir dánir og lítt þekktir. Það var eiginmaður Joyce Hatto sem stóð fyrir svindlinu. Hann stal einfaldlega píanóspili af plötum annarra og endurútgaf það undir nafni Joyce Hatto.
Svo virðist sem Joyce Hatto hafi sjálf ekki vitað af svindlinu. Hún var píanóleikari og vann lengst af við píanókennslu. Kallinn hennar var hins vegar stöðugt í einhverju braski. það átti ekki við hann að fara eftir lögum og leikreglum. Hann svindlaði smá hér og smá þar. Hann sat í fangelsi, allt upp í heilt ár, og stússaði undir það síðasta í plötuútgáfu. Ýmist fyrir aðra eða þá að hann rak eigið útgáfufyrirtæki. Allt gekk það illa.
Þegar Joyce fór að missa heilsu ákvað kallinn að hljóðrita sem mest hann mætti af hennar píanóleik. Henni til upphefðar. Að hans sögn voru hnökrar á píanóleik hennar þegar hér var komið sögu. Þá greip hann til þess ráðs að lagfæra hnökrana með píanóleik látinna manna. Það vatt upp á sig á þennan hátt.
Að sögn kallsins var þetta ekki illa meint. Hann var aðeins að gleðja konu sína með því að láta hana halda að heilsan og píanófærnin væri betri en raun var á.
Hægt og bítandi áttuðu menn sig á að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Einn gagnrýnandi hrökk við er hann heyrði á plötu með Joyce Hatto sömu villu, rangan hljóm sleginn, í verki eftir Chopin og hann kannaðist við af gamalli plötu látins píanóleikara. Aðrir fylltust grunsemdum er þeir spiluðu plötur með Joyce Hatto þar sem fleiri hljóðfæraleikarar spiluðu einnig án þess að nafn þeirra kæmi fram á plötuumbúðum. Svoleiðis upplýsingar vantar aldrei á alvöru plötur. Þó ekki væri nema vegna þess að liðsmenn hljómsveita sem spila inn á plötur sætta sig ekki við að þeirra sé ekki getið.
Í enn einu tilfellinu setti tónlistargagnrýnandi plötu með Joyce í spilara í bíl sínum. Á skjá spilarans birtist ekki nafn Joyce sem flytjanda eins verks á plötunni heldur annað nafn. Gagnrýnandinn fann lagið á plötu með viðkomandi og heyrði að á plötu Joyce var píanóleikur þess manns. Þar með lék ekki lengur vafi á hvað var í gangi.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Löggæsla, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt 17.7.2012 kl. 11:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 44
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 4111547
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 891
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Æ Æ alltaf kemur sannleikurinn í rassinn á manni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 22:19
Aldrei má maður aldrei neitt!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 16.7.2012 kl. 22:51
Vel meint svindl?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 17:18
Ásthildur Cesil, svindlið gekk svo vel framan af að kallinn gaf út um 100 plötur með samtals mörg hundruð stolnum upptökum. Ef hann hefði látið sér nægja að gefa út 10 eða 20 plötur er óvíst að upp um þjófnaðinn hefði komist. Það sem varð honum að falli voru mistökin sem ég nefni í færslunni. Þau voru á nýjustu plötunum og benda til þess að kauði hafi orðið kærulausari er á leið.
Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:56
Sigurður I.B., það er alltaf verið að skamma alla fyrir smá hrösun á vegi heiðarleikans.
Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:58
Anna Sigríður, hann vísar til þess að þetta átti ekki að koma niður á neinum. Aðeins gleðja konuna hans og ættingja.
Jens Guð, 17.7.2012 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.