Hellvar fór á kostum! Meiriháttar kostum!

 
   Hljómsveitin Hellvar spilađi á Dillon í gćr.  Svoleiđis er ómögulega hćgt ađ láta fram hjá sér fara.  Og engin eftirsjá af ţví.  Ţvert á móti. 
  Fyrir hljómleikana hitađi ég mig upp međ ţví ađ horfa á myndbandsupptöku af frćkinni frammistöđu Hellvars á Eistnaflugi (og I Adapt og fleirum).  Ţökk sé Viđari Júlí.
  Hellvar var upphaflega dúett Heiđu,  kenndri viđ Unun, og Elvars,  sem fyrst var kannski ţekktur međ DYS. 
  Í dag er Hellvar fimm manna hljómsveit.  Ţau Heiđa og Elvar syngja og spila á gítar.  Ţađ gerir Alexandra Ósk líka.  Á bassa er Haukur Viđar,  stundum kallađur Morđingi (međ stóru M).  Trommuleikarinn er Birkir Fjalar,  ţekktastur sem söngvari I Adapt.  En líka ţekktur sem trommari Stjörnukisa, Bisundar,  Dađlanna og Celestine.
  Tónlist Hellvars er pönkađ alternative rokk.  Ţetta er ţróttmikil og fjörleg hljómsveit.  Söngurinn er mjúkur.  Heiđa hefur sćta söngrödd.  Lagasmíđar eru snotrar.  Af ţessum snillingum ólöstuđum munar um trommuleik Birkis.  Hann er (einn) taktvísasti og kraftmesti trommuleikari landsins međ áherslur sem styđja glćsilega undir framvindu lagsins hverju sinni.
  Frábćr hljómsveit.  Frábćrir hljómleikar.  Hápunkturinn var er Hellvar flutti "Talandi höfuđ" sem var eitt af flottustu lögum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík.  Ţar í flutningi Spilafífla.  Magnađ dćmi. 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband