30.7.2012 | 21:19
Miðborgin dó í dag
Miðbærinn í Reykjavík dó í dag. Ástæðan er tvíþætt: Annarsvegar hækkuðu gjöld í stöðumæla. Hinsvegar tilkynntu forsvarsmenn Dressmann um þá ákvörðun útlendra eigenda verslunarkeðjunnar að búðinni á Laugaveginum verði skellt í lás. Og aldrei opnuð aftur. Vegna yfirvofandi gjaldskrárhækkunar í stöðumæla hefur búðin á Laugaveginum verið rekin með bullandi tapi til margra ára.
Það er þyngra en tárum taki að þurfa að borga 12 og hálfri krónu meira en áður í gjaldmæli fyrir að skjótast í búð á Laugaveginum. Nógu erfitt er að nurla saman 12 milljónum fyrir báðum litlu nýju heimilisbílunum á 3ja ára fresti þó að þessi ósköp bætist ekki við.
Aðeins einn bíll og ein manneskja sáust á Laugaveginum í dag. Manneskjan var útlensk og kom á bílnum í miðborgina til að kaupa sér ullarvettlinga og húfu. Manneskjunni var ekki kunnugt um gjaldskrárhækkunina. Hún ætlaði að slóra í 10 mínútur við kaupin og setti 3750 krónur í stöðumælinn í staðinn fyrir 37.50 kr. Hún áttaði sig ekki í tæka tíð á því hvað bílastæðisgjöldin hér eru mikið lægri en í útlöndum. Fyrir vikið sat hún uppi með næstum 17 klukkutíma bílastæði. Til að sóa því ekki í vitleysu hélt útlendingurinn til í miðborginni í allan dag. Kíkti inn í hverja einustu búð, öll veitingahús og bara hvar sem dyr voru ólæstar.
Þó að útlendingurinn hafi eytt hundrað þúsundköllum á bæjarröltinu dugði það ekki til að bjarga miðborginni frá dauða. Hún dó, eins og sést á þessari mynd sem var tekin á háannatíma í dag. Það á aldrei aftur eftir að sjást manneskja eða bíll í miðbænum. Aldrei.
Loka Dressmann á Laugavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2012 kl. 20:29 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 44
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 4111547
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 891
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
En borgarfulltrúi "besta" sagði því hærra gjald því meira flæði og því meiri viðskipti! Sjálfur ferðast hann um á hjóli!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2012 kl. 21:34
Ég man að fyrir einhverjum árum þá var það mikið sport að fara einn rúnt á laugarveginum af og til, fá sér ís og kannski pylsu, en eftir að það var byrjað að loka laugarveginum, fækka stæðum, hækka stöðumæla og allann þann pakka (þ.e.a.s. unnið gagngert í því að fæla þá sem ferðast um á mótordrifnum ökutækjum frá 101) þá hefur þeim ferðum stórfækkað hjá mér og þeim sem ég þekki, ef ekki að mestu dáið út, ég man ekki hvenær ég fór í verslun á þessu svæði seinast, hvert einasta skipti sem einhver minnist á það við mig að fara þarna niðureftir í þeim tilgangi að gera eitthvað sem krefst þess að leggja bílnum þá hryllir um mig!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.7.2012 kl. 22:14
Skil ekki þessa miðbæjarrómantík - enda fer ég næstum aldrei þangað... á þangað engin erindi.
Haraldur Rafn Ingvason, 30.7.2012 kl. 22:55
Verð að segja eins og er að ég er á báðum áttum í málinu. Er feginn ef við getum losnað við loft- og hljóðmengandi málmdollurnar úr miðbænum að mestu leyti. Vandamálið er að meirihluti neytenda eru þrælar bílsins og versla þar sem þeir fá stæði, helst inni í versluninni. Iðandi mannlíf í miðbænum er það sem við óskum okkur væntanlega flest, en verslun og þjónusta er ein af aðalforsendum þess. Ef hún leggst af hvaða erindi getur fólk þá átt í miðbæinn?
Theódór Norðkvist, 30.7.2012 kl. 23:41
Sigurður I.B., er það virkilega rétt að einhver ferðist um á hjóli í dag? Það er ekkert flott.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 00:48
@Haraldur: Og ég á kött og skil ekkert afhverju menn vilja eiga eða umgangast hunda.
Kalli (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 00:51
Halldór, var einhvern tíma hægt að kaupa ís og pylsu á Laugaveginum? Ég man eftir ísbúð sem var í Aðalstræti og hét útlendu nafni. Man ekki hvort það var Dairy Queen eða eitthvað álíka. Aftur á móti ætlaði Gerður í Flónni að selja nýbakaðar pönnukökur á Hljómalindarreitnum. þetta var fyrir þrjátíu árum eða meir. Það var stöðvað með látum af embættismönnum. Það vantaði 2 og hálfan cm upp á að lofthæð - þar sem degið var hrært - væri næg samkvæmt reglugerð.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 00:56
Haraldur Rafn, ég er ekki viss um að ég rati lengur niður í miðbæ. Það er miklu rómantískara að slæpast í Kringlunni. Einkum þegar assgotans sólin er að glenna sig. Kringlan er kæld með viftum en ekki Laugavegurinn.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 01:00
Theódór, ef þú skoðar laun þeirra sem stýra olíufélögunum þá sérðu að við verðum að styðja bensínsölurnar. Afskriftirnar, eins og hjá Neinum, hrökkva hvergi til. Launakostnaðurinn við toppana er svo ríflegur.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 01:09
Kalli, enda er það óskiljanlegt hvers vegna einhver vill eiga hund. Það er að segja einhver sem þarf ekki að smala kindum úr fjallasölum.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 01:13
Jú, þær eiga erfitt silkihúfurnar í Armani jakkafötunum, ég var að hugsa um að styrkja SOS barnaþorpin eða Mæðrastyrksnefnd, en auðvitað er styrkur til olíufélaganna mikið göfugra málefni. Voru afskriftir Bjarna BeN1 og félaga ekki aðallega vegna fasteignabrasks, ætluðu þeir ekki að kaupa einhverja skýjaborg í Dubai? Sem þeir fengu styrk til frá öryrkjum tryggðum hjá Sjóvá.
Hver segir að öryrkjar hafi það slæmt á Íslandi, eru (voru) á fullu í að kaupa skýjakljúfa í arabalöndum, hvað eru þeir að kvarta? Að vísu án þess að vita af því, en það skiptir engu máli.
Theódór Norðkvist, 31.7.2012 kl. 01:31
Stöðumælarnir voru pirrandi fyrir.. en eru nú að verða ofurpirrandi.. Ég mun ekki fara nema alger nauðsyn...
Þessi ruglukollur hjá besta flokknum þarf að finna sér eitthvað annað að gera.. eitthvað sem færir hann nær almenning í launum.. þá mun hann sjá að hækkanir skila sér ekki í aðsókn .. aumingja litli strákurinn í besta flokknum.
Disclaimer
Nei ég er ekki að segja að besti flokkurinn hafi fleiri eða meiri heimskingja innan sinna raða... þetta er á pari með íslenska stjórnmálaflokka.. í þá sækja bara scumbags og heimskingjar
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 08:42
Jájá, það er hægt að kaupa þetta allt þarna, allavegana var það hægt.
Bæjarins bestu niðri við höfn (er að vísu ekki á laugaveginum sjálfum), það var mjög sterkur leikur hjá þeim að opna í smáralindinni því þá get ég fengið mér pylsu þar í staðin fyrir að fara niður í 101, Snælandsvideo er ofarlega á laugaveginum, einnig kolaportið, þar er nú hægt að kaupa ýmislegt 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.7.2012 kl. 10:11
Ég þakka hlý orð í minn garð, DoctorE.
Nú er ég ekki alveg klár á hver meðallaun eru í landinu (eða borginni ef því er að skipta) og þar af leiðandi hver laun "almennings" eru. Hins vegar er það ágæt athugasemd hjá þér og skoðunarverð að ég ætti að finna mér eitthvað með skárri launum. Fyrir rúmum tveimur árum síðan var ég t.d. óbreyttur tölvunarfræðingur og á talsvert hærri launum en ég er í dag sem borgarfulltrúi. Kannski maður ætti ekkert að vera að standa í þessu. Takk fyrir ábendinguna.
K
Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:23
Já Kalli.
ég styð það að þú hættir þessu og vinnir á þeim vettvangi sem þú ert bestur í.
Annað er sóun.
kv
Stebbi.
stebbi (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:30
Já Kalli, hætta þessu stjórnmálarugli.. láttu önnur og betri fífl um það :)
Það er nóg að gera í tölvubransanum!!... Svo ætti Dagur að spá í að fara í lækninn aftur.. Og Gísli Marteinn, það væri best fyrir alla ef hann flytti af landi brott
Tada
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 14:19
Ég hef á öðrum stað gert að tillögu minni að Dagur og Gísli Marteinn verði í fullri vinnu sem stjórnarmenn í nefndum og stjórnum sem halda fundi á Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum og fundað verði a.m.k. einu sinni í hverri viku. Gæti svo sem alveg sætt mig við að Dagur yrði læknir á þessum sömu stöðum, kannski "farandlæknir" og væri á faraldsfæti til borgarinnar í hverri viku.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 31.7.2012 kl. 15:22
Ég vinn á skólavörðustígnum og þó ég sé ekki sammála þessari hækkun þá skal rétt vera rétt. Nóg er að gera og fullt, fullt af fólki er á götunum. Þannig ekki veit ég hvenær þessi mynd var tekinn en hún gefur ekki upp rétta mynd af skólavörðustígnum.
JÓ (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 15:51
Ég tek undir með identicon. Ég labba Laugaveginn nánast á hverjum degi og það verður ekki þverfótað fyrir fólki á öllum tímum.
Já meira að segja étandi ís og allt.
Helgi Briem (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 15:58
Hnignun Laugavegar hófst fyrir alvöru þegar bílastæðum þar var fækkað fyrir allnokkrum árum. Nú er verið að drepa miðbæjarkjarnann með því að loka öllum bílastæðum í Austurstræti og Pósthússtræti. Ef fólk getur ekki lagt bílnum sínum, kemur það ekki. Svo einfalt er það. En þetta er of flókið, til að hálfvitarnir sem nú eru við völd skilji það.
Vilhjálmur Eyþórsson, 31.7.2012 kl. 16:16
Hnignun Laugavegar hófst fyrir alvöru þegar bílastæðum þar var fækkað fyrir allnokkrum árum. Nú er verið að drepa miðbæjarkjarnann með því að loka öllum bílastæðum í Austurstræti og Pósthússtræti. Ef fólk getur ekki lagt bílnum sínum, kemur það ekki. Svo einfalt er það. En þetta er of flókið, til að hálfvitarnir sem nú eru við völd skilji það.
Jón Bergsteinsson, 31.7.2012 kl. 18:20
Það er nú kannski ekki að marka umferðina í miðbænum núna, um hásumar þegar borgin fyllist af ferðamönnum. Ekki víst að þetta verði svona í haust.
Theódór Norðkvist, 31.7.2012 kl. 18:59
Theódór, það voru einhver vafningsklúður með turnabyggingar í Dubai. Gott ef bótasjóður Sjóvá flaug ekki út um glugga þar og enn og aftur þurfti að afskrifa vegna pappírsklúðurs eða undirskriftafalsana eða eitthvað.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 21:37
DoctorE (#12), borgin hefur ekki efni á að færa laun borgarfulltrúa til samræmis við laun almennings. Ég var að renna í gegnum Tekjublað DV. Í fljótu bragði á litið er staðan þannig. Meðallaun hreppsómaganna úti í (Hádegis) móum um 1755.000 kall á mánuði. Annar ritstjórinn er með á 3ju milljón og hinn með 1500.000. Bara svo nærtækt dæmi sé tekið. Ég tími ekki að setja borgarfulltrúana á þessi hreppsómagalaun.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 21:43
Halldór Björgvin, ég hef keyrt framhjá Bæjarins bestu við höfnina. Grenjandi rigning og biðröð út að Kolaporti. Það furðulega var að enginn var með regnhlíf. Það bendir til þess að Englandingar hafi ekki verið í röðinni.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 21:45
Snælandsvídeó er eiginlega í úthvarfi, svona ofarlega á Laugarveginum. Ég heyrði í Útvarpi Sögu um daginn að ísinn í Snælandsvídíó sé ódýr. Eða hvort að hann var góður. Man það ekki alveg. Eða hvort það voru hamborgarar.
Jens Guð, 31.7.2012 kl. 21:47
Eftir 4 ár eða árið 2016 verða engir bílar sem aka eftir Laugavegi og engar flugvélar í Vatnsmýrinni, allir gangandi eða á hjóli. Þannig finnst mér tónninn vera hjá núverandi borgarfulltrúum sem fara með samgöngumál. Vona að vegalend þeirra verði ekki lengri en niður á tjörn eftir árið 2016, því annars gætu þeir lent í vandræðum eins og við hin sem ekki vinna og búa í 101.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 31.7.2012 kl. 23:54
Karl (#14), þetta er ekki spurning um laun. Þetta er spurning um vinnufélaga. Það er alveg bunki af leiðinlegum vinnufélögum. Svo er líka bunki af skemmtilegu fólki. Þegar Ólafur F. Magnússon var borgarstjóri þá átti ég sæti í mörgum nefndum á vegum borgarinnar. Það er leitun að jafn leiðinlegum fundum. En það er líka til hellingur af skemmtilegu fólki. Ég gerði mér stundum leik að því að gera leiðinlega fundi skemmtilega fyrir mig með því að snúa öllu á haus. Fólki hættir til að vera leiðinlega alvörugefið. Það er leiðinlegt. Það er meira gaman að sprella smá.
Jens Guð, 1.8.2012 kl. 00:08
Stebbi, það er alveg hægt að gera gott úr öllu.
Jens Guð, 1.8.2012 kl. 00:09
DoctorE, ég mótmæli því harðlega að Gísli Marteinn eigi að gera eitthvað annað. Hann er flottur í sínu hlutverki í borginni. Ég hef jafnvel grun um að hann hlusti á þungarokk í laumi þegar hann hjólar með iPod.
Jens Guð, 1.8.2012 kl. 00:11
Sigríður Hrönn, það má áreiðanlega blanda þessu saman þannig að útkoman verði góð.
Jens Guð, 1.8.2012 kl. 00:13
JÓ, útlendingar eru ekki taldir með. Þeir eru svo miklir útlendingar. Jafnvel frá Asíu.
Jens Guð, 1.8.2012 kl. 00:14
Helgi Briem, hvar komast útlendingar í ís?
Jens Guð, 1.8.2012 kl. 00:15
Já Jens. Það tekur tíma að venjast breytingum fyrir þá vanaföstu, gömlu og einráðu til margra áratuga. Göngugötur í miðbæjum eru engin nýjung, nema í hugum vanafastra Hummer-bíleigenda á Íslandi, sem hafa þörf fyrir að sýna sig á ránsfengnum.
Það kostar enn ekki neitt að keyra inn í miðbæinn eins og þekkist erlendis, til að halda bílamergðinni í skefjum.
Ég skil ekki þennan bölmóð sumra yfir smá hækkun í stöðumælana. Eru ekki enn bílastæðahús í miðbænum alveg við Laugaveginn? Þetta er bara enn eitt lúxus-frekju"vandamál" ofdekraðra, ofur-ríkra og gamalla valdhafa.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.8.2012 kl. 07:27
Þegar ég las þennan pistil í fyrradag þóttist ég skynja hæðnistóninn myndskreyttan með þessari eldgömlu mynd af Skólavörðustígnum.
Hvað sem öllu líður þá finnst mér einhvern veginn að núverandi borgaryfirvöld séu í þessu sem öðru að reyna að skjóta mýflugu með fallbyssu.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 20:20
Sæll svona er þetta !!
Björn Jón Bragason b.j.bragason@gmail.com (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 17:40
Vilhjálmur, er ekki allt vaðandi í bílastæðishúsum sem standa hálf tóm? Ég veit það ekki. Mér dettur það svona í hug.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:44
Jón, það gengur ekki að geta ekki lagt bílaflotanum hvar sem er hvenær sem er. Það endar með ósköpum.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:45
Theódór, það breytist marg með haustinu. Til að mynda veðrið.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:46
Sigríður Hrönn, við megum ekki missa flugið úr Vatnsmýrinni. Vondu fréttirnar eru þær að stöðugt er verið að bæta gjöldum ofan á flugseðla. Starfsfólk flugfélaganna er orðið ringlað vegna allra þessara gjalda. Ég veit um konu sem vann hjá flugfélagi og hún lagðist undir sæng. Hún var orðin svo ringluð.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:50
Anna Sigríður, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:51
Sigrún, það er búið að skjóta niður margar mýflugur með fallbyssu. Ég hef frétt að þeir geri það líka við Mývatn með ágætum árangri.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:52
Björn Jón, það er næsta víst.
Jens Guð, 6.8.2012 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.