Bítladrengirnir blíđu og stórkostlegu

  Ég skrapp á skemmtistađinn Ob-La-Di.  Ţar skemmta Bítladrengirnir blíđu á fimmtudögum.  Ţetta er stórkostleg hljómsveit.  Hún spilar Bítlalög međ sínum hćtti.  Stćlir ekki nákvćmlega útsetningar Bítlanna á ţeirra lögum heldur snýr ţeim í allar áttir.  Ţetta er allt ađ ţví djamm og spuni á köflum.  Samt svífur andi Bítlanna yfir vötnum.  Lögin eru Bítlanna en framvindan tekur á sig ýmsar myndir.

  Ţannig getur lag á borđ viđ Eleanor Rigby ţróast yfir í hávćrt rokk áđur en yfir lýkur.  Bara svo ađ dćmi sé nefnt.

  Kjarninn í Bítladrengjunum blíđu eru Tómas M. Tómasson á bassa,  Eđvarđ Lárusson á sólógítar,  Magnús R. Einarsson syngur og spilar á gítar.  Ásgeir Óskarsson trommar.  Iđulega mćta gestir til leiks.  Í kvöld voru ţađ óperusöngvarinn Ţór Breiđfjörđ og ásláttarleikarinn Karl (ég er ekki međ fullt nafn hans á hreinu).

  Magnús hefur ţćgilega söngrödd og er fínn gítarleikari.  Eđvarđ er dúndur góđur sólógítarleikari.  Viđar Júlí vinur minn telur sig merkja áhrif frá Pat Metheny í sólógítarleik hans.  Gítarleikur Eđvarđs er frjáls, lipur og oft ófyrirsjáanlegur og ćsilegur á köflum.  Tómas er traustur bassaleikari.  Einn sá besti.  Ásgeir er sjaldan eins kröftugur á trommusettinu og í Bítlalögunum ţegar leikar "tjúnast upp".  Frábćr trommari.     

  Frekar lítiđ bar á Karli ásláttarleikara.  Ţeim mun sterkari var innkoma Ţórs Breiđfjörđ.  Ţađ var ekki ađ heyra ađ ţetta vćri ţjálfađur óperusöngvari.  Hann var í alvöru rokkgír.  Söngröddin sterk og jafnan stutt í öskursöngstílinn. 

  Ţađ er virkilega gaman fyrir Bítlaunnendur og hverja sem er ađ heyra Bítladrengina ljúfu á Ob-La-Di.  Spilagleđin rćđur ríkjum, ásamt ţví hvađ hljómsveitin er góđ.  Liđsmenn hennar ţekkja hvern annan út í eitt.  Ţeir geta leyft sér ađ fara á flug vitandi hvađ hinir í hljómsveitinni muni gera.

  Hverjir tveir hljómleikar međ Bítladrengjunum blíđu eru ólíkir.  Enginn veit hvert framvindan leiđir ţá.  Ekki heldur ţeir sjálfir.  Ţetta er góđ skemmtun.  Virkilega góđ skemmtun. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.