Gróft einelti í auglýsingu

  Mér er hlýtt til ritfangaverslunarinnar Griffils.  Þegar ég vann í Síðumúla verslaði ég oft í Griffli sem var þá einnig í Síðumúla.  Það var alltaf gaman að koma í Griffil.  Eigandinn skemmtilegur (við spjölluðum oft um Bítlana) og starfsfólkið þægilegt.  Vöruúrval fínt og ágæt verð.  Svo urðu eigendaskipti og verslunin flutt niður í Skeifu.  Ég held - en er ekki viss - að eigendaskipti hafi orðið fleiri. 

  Núna auglýsir Griffill að ég kaupi skólavörur í Griffli.  Auglýsingarnar hefjast á orðunum "Þú kaupir skólavörurnar í Griffli."  Þetta er ekki rétt.  Ég kaupi engar skólavörur.  Hvorki í Griffli né annars staðar.  Mér er svo sem alveg sama um þessa röngu fullyrðingu.  Verra þykir mér að í næstu setningu er fullyrt að sonur Egils versli ekki í Griffli heldur borgi meira fyrir skólavörur annars staðar.  Svo er spurt:  "Hvað er að syni Egils?"

  Sonur Egils kaupir skólavörur í ritfangaverslunum í sínu hverfi.  Bensín er dýrt og væri fljótt að éta upp sparnað af því að fara langt yfir skammt til að kaupa ódýrari skólavörur.  Þar fyrir utan er því ranglega haldið fram í auglýsingum að Griffill sé alltaf ódýrastur.

  Samkvæmt nýjustu verðlagskönnun ASÍ eru tvær ritfangaverslanir ódýrari en Griffill.  Sonur Egils hefur sjálfur sagt mér að 12 trélitir í pakka sem hann keypti í Europrice kosti 499 kr. en 699 kr. í Griffli.  Á sama stað keypti hann stílabækur á 180 kr. sem eru ódýrastar á 285 kr. í Griffli.

  Það er ekkert að syni Egils.  Þetta er skýr drengur og klár.  Hann má þola það að daglega dynja á honum og skólasystkinum hans auglýsingar frá Griffli um að það sé eitthvað að honum.  Þetta er einelti.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að stöðva þetta áður en Egilssynir og önnur efnileg ungmenni hljóta varanlegan skaða af. Einnig auglýsingarnar sem gefa bæði beint og óbeint í skyn að enginn sé klár í skólann nema hann hafi verslað í IKEA. Það er líka gróf aðför að skólafólki, byggð á órökstuddum dylgjum, sennilega sænskum.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 03:35

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

goður punktur, enda kenni ég syni mínum að "auglýsingar" ljúga alltaf!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:08

3 identicon

Anna lýgur greinilega að barni sínu.

Guðjón (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 08:03

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Ég tók einmitt eftir því (ef mér hefur ekki misheyrst), að einungis nokkrar bókabúðir voru taldar upp hjá þessari "verðkönnun" ASÍ. Það þótti mér frekar einhæf og villandi könnun.

Einelti og stéttarskiptingu læra börnin af fjölmiðlum, blekkingar-auglýsingum og stjórnmála-elítunni, sem ber ábyrgð á öllu bullinu.

Anna B. segir greinilega sínu barni satt. Það ættu allir foreldrar að gera.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2012 kl. 09:01

5 Smámynd: Jens Guð

   Bergur, mæl þú manna heilastur

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 11:07

6 Smámynd: Jens Guð

  Anna Benkovic,  ég hélt þetta líka þangað til fyrir örfáum dögum.  Þá glumdu við auglýsingar um vegaframkvæmdir og þrengingar á Hringbraut og varað við umferðartöfum.  Ég hugsaði:  "Auglýsingar ljúga alltaf".  En auglýsingin reyndist vera sönn og rétt.  Ég endaði fastur í umferðarteppu því að það var búið að loka akgreinum.

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 11:12

7 Smámynd: Jens Guð

  Guðjón,  það er innan skekkjumarka.

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 11:13

8 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  eru ritfangaverslanir nokkuð fleiri en þetta?  Þær eru meira og minna á sömu hendi.  Ég kann ekki að greina það.  En sem dæmi þá er - eða var að minnsta kosti - Eymundsson, Penninn, Mál & Menning, Bókval (og kannski Griffill) eitt og sama fyrirtækið.  Gott ef Oddi var ekki eigandinn um tíma.

  A4 og Office 1 eru sama fyrirtækið.  

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 11:19

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Þetta er rétt athugasemd hjá þér. Þetta er ein og sama klíkan. Það finnast enn gamalgrónar bóka/ritfangaverslanir, sem ekki hafa stundað kennitöluflakk og samkeppni-svik, eins og þessar "verslanir" sem ASÍ hefur tekið þátt í að auglýsa.

Svo gleymist, eins og þú bendir á, að telja upp allar aðrar verslanir sem selja slatta af vörum fyrir skólabörn á haustin á lægra verði. Alla vega ef kennitölu-flakkið er tekið með í reikninginn. Almennir skattborgarar og heiðarlega rekin fyrirtæki borga skuldirnar sem kennitölu-flakkararnir skilja eftir sig.

Fjarðarkaup hefur t.d. staðið sig vel í að þjónusta skólabörn á haustin, og ekki haft það sem takmark að svindla á neinum, og verið heiðarlega rekið á sömu kennitölu frá upphafi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2012 kl. 12:02

10 identicon

Þið komið nú nokkuð inn á það sem ég var að hugsa varðandi þessa skoðanakönnun á bókaverði.  Vil ég þó aðeins hnykkja á með að réttast væri að birta með verðinu hve mikinn skuldaafslátt viðkomandi fyrirtæki hefur fengið hjá bönkunum og hver þeirra hafa risið upp úr öskustó kennitöluflakks og birgjasnuðs eins og t.d. téð A4!        Gaman væri að heyra í Bjarna Harðar um málið.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 12:44

11 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður, takk fyrir að benda á Fjarðarkaup. Það er góð verslun.

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 15:46

12 Smámynd: Jens Guð

Bjarni, það er rétt að sumar hafa ritfangaverslanirnar fengið ansi drjúgar afskriftir. Gott ef ekki allt upp á hundruð milljóna. Þær sem ekki þurfa að borga skuldir sínar hafa meira svigrúm til lægra verðs en hinar sem standa skil á öllu sínu.

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 15:49

13 identicon

Umræðan bentir til þess að við ættum að kenna börnum okkar gagnrýna hugsun. Um leið minnkar áhættan á að barnið verði fyrir skemmdum af rugli foreldranna.

Guðjón (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 16:52

14 Smámynd: Jens Guð

  Guðjón,  það er brýnt að kenna börnum gagnrýna hugsun.  Ekki síst gagnvart auglýsingum.  En líka gagnvart foreldrum, kennurum, fjölmiðlum og hverju sem er. 

Jens Guð, 23.8.2012 kl. 22:36

15 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

er hundleið að fá alskonar auglysingar faldar inn í fréttablaðið,hef eina fullorðna dóttur og hef eingan áhuga svo allt fer í ruslið,sem er sind því það er eitt þúsundum ef ekki miljónum sem fara bara beint í ruslið. Sorglegt er það ekki??

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 25.8.2012 kl. 14:33

16 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg, er ekki hægt að endurvinna allan þennan pappír einhvern veginn?

Jens Guð, 25.8.2012 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband