Merkilegar upplýsingar um mótorhjólafólk

motorcycle_racing_picture 

  Þetta eru niðurstöður úr samantekt bresks tryggingarfélags.  Ég veit ekki hvað má heimafæra margar af þessu upplýsingum yfir á íslenska mótorhjólagarpa.  Reyndar snúa margir af þessum punktum ekki að breskum mótorhjólamönnum.  Þetta er forvitnileg samantekt frá ýmsum heimshornum.

- Flestir sem gera kröfu á hendur breskra tryggingarfélaga vegna mótorhjólaóhappa bera nafnið Davíð.  Næstir koma Páll (Paul) og Andrés (Andrew).

- Að meðaltali verða 78 mótorhjólaóhöpp í Bretlandi dag hvern.

- Á Deili á Indlandi eru konur á mótorhjóli undanþegnar því að bera hjálm.

- Sá sem tekinn hefur verið fyrir glannalegasta hraðakstur á mótorhjóli í Bretlandi var á 175 km hraða.  Mig minnir að ég hafi heyrt um meiri hraða hérlendis.

- Sá sem fer út í umferðina á mótorhjóli er 50 sinnum líklegri til að lenda í lífshættulegu umferðaróhappi en sá sem er í bíl.

- 2009 mótmæltu mótorhjólamenn í Nigeríu nýjum lögum sem skylduðu þá til að vera með hjálm.  Mótmælendur báru hjálma sem voru búnir til úr graskerum.  Dálítið kjánalegt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þú skrifar: "Dauðaslys mótorhjólamanns í umferð er 50% hærra en þess sem er í bíl."

 Ég spyr: Hvað þýðir þessi klausa?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 24.8.2012 kl. 10:22

2 Smámynd: Jens Guð

  Þórhallur,  þetta er óljóst orðað hjá mér og rangt.  Ég þarf að umorða þessa setningu. 

  Hið rétta er að sá sem fer út í umferðina á mótorhjóli er í 50 sinnum meiri hættu á að lenda í dauðaslysi en sá sem fer út í umferðina í bíl.

Jens Guð, 24.8.2012 kl. 11:01

3 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Gæti verið svipað hér.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 24.8.2012 kl. 13:40

4 identicon

http://www.funnyjunksite.com/pictures/funnypics/sport/motorcycle_racing/funny_motorcycle_racing_picture_6.jpg

Grrr (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 15:35

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú hefur nú komið með "merkilegri" upplýsingar en þetta!!!! Alveg nýtt: Blogg krítik: Þetta fær 2 af 5 mögulegum!! Jón Valur kemst ekki á blað!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.8.2012 kl. 16:33

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Úpps, það var engin mynd þegar ég bloggaði áðan. Nú gef ég þessu bloggi 3 og hálfan eða þannig sko!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.8.2012 kl. 17:06

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það væri hægt að finna út margs konar tölur í sambandi við umferðina. Fróðlegt væri að vita hvort eftirtalin fullyrðing stenst: Gangandi fólk, sem er á leið út á götur eða yfir götur er 50 sinnum líklegra til að meiðast alvarlega en gangandi fólk, sem gengur á gangstéttunum.  

Ómar Ragnarsson, 24.8.2012 kl. 20:39

8 Smámynd: Jens Guð

  Þórhallur,  mér þykir það líklegt.

Jens Guð, 24.8.2012 kl. 20:52

9 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  bestu þakkir.  Ég var snöggur að bæta myndinni við.

Jens Guð, 24.8.2012 kl. 20:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B., ef ég bætti annarri mynd við værum við að tala um 4 stjörnur.

  Annars þóttu mér upplýsingarnar einkar áhugaverðar þegar ég rakst á þær í ensku dagblaði.  Þær vöktu mig til umhugsunar um ýmislegt sem tengist mótorhjólum og umferð.  Þess vegna langaði mig til að deila upplýsingunum áfram.

Jens Guð, 24.8.2012 kl. 20:58

11 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  ég hef grun um að talan sé hærri en 50 sinnum í dæminu.  Ég hef tvívegis séð ekið á manneskju gangandi á götu.  Í annað skiptið að vísu í  bíómynd (heimildarmynd um Lalla Johns).  En ég hef aldrei séð ekið á manneskju á gangstétt.

Jens Guð, 24.8.2012 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband