Hjá góðu fólki - og vondu

travel-inn 

  Ég var að leita að gistingu í miðborg Parísar.  Úr vöndu var að velja.  Gestir gefa þeim mörgum svo góða einkunn og láta vel af starfsfólki.  Að lokum leist mér best á hótel sem heitir því hrífandi nafni Smart Place Paris.  Starfsfólk þess fær meðaleinkunnina 95,2%.  Ummæli eru á einn veg.  Svo ég taki aðeins þau 10 nýjustu:

 "Starfsfólk var virkilega indælt."

  "Einstaklega vinalegt og hjálplegt starfsfólk."

  "Starfsfólkið er vinsamlegt og aðstoðar þig þegar um er beðið."

  "Starfsfólkið var vingjarnlegt, þrátt fyrir að ábendingar þess um matsölustaði og fleira væru ómarkvissar." 

  "Mjög hjálplegt starfsfólk."

  "Starfsfólkið er vinsamlegt."

  "Afskaplega indælt fólk."

  "Starfsfólkið virtist kunna sitt fag."

  "Notalegt starfsfólk."

  "Frábærlega hjálplegt starfsfólk."

  Það þarf ekki að velja úr umsögnum til að fá þessar lýsingar.  Þær eru allar samhljóða.  Þetta er töluvert frábrugðið umsögnum gesta á Travel-Inn í Reykjavík.  Starfsfólkið þar fær meðaleinkunnina 4,8 á booking.com.  Mestu skiptir hvort gestir eiga samskipti við eigandann eða ekki.  Honum er lýst sem dónalegum og ósvífnum skapofsamanni.  Um hann má lesa með því að smella á þennan hlekk:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1253295/ 

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1253128/

  Á booking.com má lesa eftirfarandi lýsingar fyrrverandi gesta Travel-Inn:

Stefanía (heldra par frá Ítalíu):  "Rúmföt voru blóðug.  Enginn starfsmaður finnanlegur. Fann sjálf hrein rúmföt og skipti um.  Eigandinn varð mjög reiður við mig. Handklæðin voru óhrein.  Eigandinn sagði að það væri aðeins andlitsfarði á þeim.  Ég skipti um handklæði. Eigandinn fór að gráta og bölvaði."
.
Yves (barnafjölskylda frá Belgíu):  "Starfsfólk er ekki vingjarnlegt, ekki hjálplegt, ekki áhugasamt.  Rúmföt voru óhrein og blóðug.  Herbergið var óhreint."
.
Carolyn (frá Edinborg):  "Þegar ég sá herbergið vildi ég afbóka það.  Eigandinn sagðist taka samt fulla greiðslu af kortinu mínu. Herbergið var neðanjarðar, rakt og ljóslaust.  Vegglampi virkaði ekki, kannski til að leyna hryllilegum rúmfötunum.  Á 20 ára ferðaflakki var þetta í fyrsta skipti sem ég varð að hylja koddann með jakkanum mínum!  Morgunverður er auglýstur frá kl. 7.30.  Ég þurfti að taka rútu kl. 8.30.  Þegar á reyndi var kominn miði á eldhúsdyrnar með skilaboðum um að morgunverður væri kl 8.30.  Ógeðslegur staður!
.
Pia (fjölskylda frá Danmörku):  "Bókið aldrei hér!"
.
Shuchen (frá Þýskalandi):  "Nánast allt í herberginu var í ólagi."
.
Francisco (vinahópur frá Spáni):  "Eigandinn var afar dónalegur í tvígang.  Í fyrra skiptið þegar uppgötvaðist að við höfðum verið sett í rangt herbergi.  Hann baðst ekki afsökunar þó að mistökin væru hans.  Í hitt skiptið reyndi hann að rukka okkur fyrir bílastæði,  sem eru gjaldfrí úti á götu."
.
Aina (heldra par frá Spáni):  "Við völdum þetta gistiheimili vegna þess að það er staðsett við hliðina á Umferðarmiðstöðinni og við þurftum að taka rútu snemma morguninn eftir. Við innritun var okkur tjáð að gistiheimilið væri ofbókað og við vorum flutt á annað gistiheimili í 1,5 km fjarlægð frá Umferðarmiðstöðinni."
.
Portúgali:  "Eigandinn er afskaplega ókurteis gamall kall. Rúmið var brotið. Ég var þarna í 4 daga og fékk aldrei hreint handklæði og herbergið var aldrei þrifið."
.
Vinahópur frá Þýskalandi:  "Baðherbergið var viðbjóður. Við urðum að stela klósettpappír frá öðru herbergi því enginn pappír var hjá okkur."
.
Englendingur: "Starfsfólk var ekki sérlega vingjarnlegt né ég boðin velkomin. Ég bókaði 2ja manna herbergi þó að ég væri ein. Mér var komið fyrir í pínulitlu eins manns herbergi. Herbergið sem ég bókaði stóð autt á meðan."
.
Ungt par frá Ísrael: "Af 6 gistiheimilum sem við dvöldum á í fríi okkar á Íslandi var þjónustan verst hér. Starfsfólkið er óvinsamlegt, þar með talinn forstjórinn. Þegar misskilningur kom upp varðandi greiðslu öskraði hann á okkur án þess að biðjast afsökunar." 
.
Bresk fjölskylda:  "Illa lyktandi herbergi, óhrein rúmföt, ómerkilegur morgunverður."
.
Finni:  "Götótt rúmföt, brakandi rúm, hörð dýna. Baðherbergisofninn bilaður. Sjónvarpið bilað."
.
Rússenskt par:  "Hrokafullt og dónalegt starfsfólk."
.
Lis (danskur vinahópur):  "Í tvö af þremur skiptum sem við fórum í morgunverð var unga stelpan sem sá um hann í þvílíkt brjáluðu skapi að það hálfa væri nóg."
.
   Það verður varla sagt um Travel-Inn að það gistiheimili sé Íslendingum og íslenskri ferðaþjónustu til sóma.  Þegar skemmtistað er hleypt af stokkum þarf vottorð og úttekt frá yfir 20 embættum.  Þetta eru Heilbrigðiseftirlit, brunavarnaeftirlit og allskonar.  Ég kann ekki nöfnin á þessu batteríum.  Þetta er allt mjög þungt í vöfum. Það tekur marga mánuði að afla allra þeirra vottorða sem þarf til.  Hvernig er þetta með gistiheimili?  Vegna Travel-Inn vakna spurningar um hvernig staðan er í þeirri deild.  Ég veit að það eru til Samtök gistihúsaeigenda.  Ég veit ekki hvert hlutverk þeirra er.  Einhver fleiri samtök eru til sem heyra undir ferðaþjónustu.  Eru gistihús eftirlitslaus?  Svo virðist vera.    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinahópur frá Þýskalandi: "Baðherbergið var viðbjóður. Við urðum að stela klósettpappír frá öðru herbergi því enginn pappír var hjá okkur."

Skítugir þjófar að kvarta undan þjónustu

Grrr (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 23:06

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli hann sofi sjálfur hjá sjálfum sér!!! Þetta er einkennilega orðað!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 24.8.2012 kl. 23:12

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nkl.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.8.2012 kl. 03:47

4 Smámynd: Jens Guð

  Grrr, neyðin kennir naktri konu að spinna.

Jens Guð, 25.8.2012 kl. 11:53

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  þetta er skemmtilega orðað hjá þér.  Eigandinn sefur ekki á Travel-Inn.  Hann er lítið þar.  Gestir kvarta dálítið undan því að engan starfsmann sé að finna þarna heilu og hálfu dagana.

Jens Guð, 25.8.2012 kl. 11:55

6 Smámynd: Jens Guð

  Anna, takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 25.8.2012 kl. 11:56

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Skömm að svona gerist.Hef unnið í ferðabrasanum í fimm ár,og auðvita er alltaf hægt að sjá bara neikvæða hluti ,en þessu gistiheimili á að loka,ef klagarnirnar eru réttar.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 25.8.2012 kl. 14:26

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg, á ekki eitthver eða eitthvað embætti að hafa eftirlit með gististöðum?  Heilbrigðisfulltrúi eða meindýravarnir...?

Jens Guð, 25.8.2012 kl. 15:15

9 identicon

Það ætti að loka þessu gistiheimili! Hvar í ósköpunum er eftirlitið á Íslandi?

Anton Skúlasson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 19:43

10 Smámynd: Jens Guð

  Anton,  einmitt það sem ég ætlaði að segja.

Jens Guð, 25.8.2012 kl. 21:01

11 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Er fíflið ennþá við lýði???

Siggi Lee Lewis, 26.8.2012 kl. 01:16

12 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy, ég óttast það.

Jens Guð, 26.8.2012 kl. 02:06

13 identicon

Mér fyndist ótrúlegt að maðurinn skuli ennþá vera með leyfi. Slakaðu á Siggi Lee... það hljóta einhverjir jakkalakkar að gera athugasemd við þetta hótel eða gistiheimili ef ég þekki þá rétt.

Anton Skúlasson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 13:06

14 identicon

Nu tharf ad gripa gesina a medan hun gefst. Tafarlaust ber ad hefja solu a svadilferdapokkum til Islands med Travel Inn sem thydingarmikinn part af pakkanum. Vedbankar geta farid ad vedja a thad hvort fylupukinn a Travel Inn eigi eftir ad kyla einhvern af thessu turhestum i rot. Einnig verdur ad rukka aukalega fyrir ef rottur fynnist i herbergjunum.

gudmundur runar asmundsson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 21:12

15 identicon

Þessi blóðidrifni og ruddalegi staður hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu og hreint til háborinnar skammar fyrir íslenska ferðaþjónustu að láta þetta viðgangast.   Hvar liggur ábyrgðin eiginlega ? 

Stefán (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 08:17

16 Smámynd: Jens Guð

  Anton (#13),  það er eitthvað að fyrst að hann er ennþá með leyfið.

Jens Guð, 27.8.2012 kl. 14:46

17 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  snilldarhugmynd!

Jens Guð, 27.8.2012 kl. 14:47

18 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  spurningin er brýn:  Hvar liggur ábyrgðin?  Einhver hlýtur að gefa rekstrarleyfi og einhverjir hljóta að hafa eftirlitsskyldu.  Skemmtistaðir búa við stöðugar heimsóknir og eftirlit frá vínveitingaeftirliti, heilbrigðiseftirliti o.s.frv. 

Jens Guð, 27.8.2012 kl. 16:42

19 identicon

Væntanlega á þessi ruddalegi rekstraraðili vini á réttum stöðum ... það er það sem gildir í svona atvinnurekstri og opinberum ráðningum á Íslandi í dag. 

Stefán (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 08:17

20 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það er líklegt að eitthvað slíkt sé í gangi.  Ég rakst á frétt um einhvern sem hefur með úttekt á gistirýmum í Reykjavík að gera sem situr beggja vegna borðsins.  Það virðist vera spilling í þessum bransa. 

Jens Guð, 28.8.2012 kl. 22:59

21 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ertu fluttur inn á Travel-Inn og kemstu ekki út!! Hvenær er von á næsta bloggi frá þér??

Sigurður I B Guðmundsson, 1.9.2012 kl. 11:14

22 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Við gáfum foreldrum okkar gjafabréf á Hótel Búðum, sem þau voru mjög ánægð með, en þetta gæti orðið allt eins skemmtileg upplifun. Kannski ekki fyrir venjulegt fólk, en þegar maður er vanur að vakna upp í ísköldum skálum hálendisins hálfur út úr svefnpokanum, búinn að borga morðprís fyrir, þá spyr maður sig hversu gott/slæmt getur þetta verið miðað við verðlag.

Hjóla-Hrönn, 1.9.2012 kl. 12:45

23 Smámynd: Ómar Ingi

Ekkert með þessa færslu að gera meistari en hvað finnst þér um þessa endurhljóðblöndun á lagi Of Monsters and Men  Little Talks ? 

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1255679/

Ómar Ingi, 2.9.2012 kl. 23:46

24 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  nei,  ég er ekki fluttur inn á Travel-Inn.  Ekki ennþá.  Hinsvegar var ég í París og lét lítið fyrir mér fara í netheimum á meðan.

Jens Guð, 4.9.2012 kl. 22:09

25 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  það er fjölbreytni í gistiaðstöðu sem kryddar tilveruna.  Það er ekkert gaman til lengdar að sofa alltaf í sömu stellingu

Jens Guð, 4.9.2012 kl. 23:01

26 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  takk fyrir ábendinguna.  Þetta er snoturt remix.  Of Monsters and Men er ekki beinlínis mitt pönk.  En það er gaman að fylgjast með þeim og gaman að heyra þetta remix.  Þegar ég skrapp til Berlínar fyrr á árinu keypti ég mér lítið útvarpstæki.  Um leið og ég hafði sett batterí í tækið og sett það í gang þá hljómaði Little Talks í útvarpinu.  Það var notalegt. Kitlaði þjóðerniskenndina.  Nokkrum dögum síðar sá ég að lagið var komið ofarlega á þýska vinsældalistann.  Þulurinn í útvarpinu hafði margt að segja um hljómsveitina og lagið.  Ég kann ekki þýsku og vissi því ekki hvað hann sagði.  En þetta var gaman.

Jens Guð, 4.9.2012 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.