Íslenskir þingmenn sluppu fyrir horn

  Samkvæmt frétt á mbl.is lentu fjórir íslenskir þingmenn í hrakningum er þeir ætluðu að taka þátt í fundi Vestnorræna ráðsins í Þórshöfn í Færeyjum.  Lending flugvélarinnar sem þeir voru í gat ekki lent í Þórshöfn vegna veðurs, samkvæmt fréttinni.  Flugvélin neyddist til að lenda í Haugasundi í Noregi í staðinn.

  Út af fyrir sig var það gæfa að flugvélin reyndi ekki lendingu í Þórshöfn.  Þar eru engin skilyrði fyrir flugvél að lenda.  Hvorki vegna veðurs né annarra lendingaraðstæðna.  Færeyingar hafa til fjölda ára varið yfir 1000 milljónum í leit að flugvelli utan Voga.  Án árangurs.  Eini flugvöllurinn í Færeyjum er í Vogum.  Þaðan þurfa farþegar að koma sér frá og til flugvallar í rútu,  leigubíl eða í bílaleigubíl (orðið bílaleigubíll er dálítið skrítið) ef þeir eiga erindi til Þórshafnar á annarri eyju,  Straumey.  Það hefði endað með ósköpum ef reynt hefði verið að lenda flugvél í Þórshöfn.   

Þórshöfn


mbl.is Ætluðu til Færeyja en enduðu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvers eiga Norðmenn að gjalda!!!Og þó, gott á þá!!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.9.2012 kl. 07:12

2 identicon

Nú ætla Norðmenn og hugsanlega líka Skotar að nýðast á okkur og Færeyingum með frekju og yfirgangi í makríldeilunni.

Stefán (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 11:22

3 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn virðast nú kunna að lenda með stæl á furðulegustu stöðum

http://www.dv.is/media/news/story/imagestrip/egg3_jpg_800x800_sharpen_q95.jpg

Grrr (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 18:59

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  einmitt:  Gott á þá!

Jens Guð, 5.9.2012 kl. 22:47

5 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þess vegna var gott á þá að fá íslenska þingmenn í hausinn.

Jens Guð, 5.9.2012 kl. 22:48

6 Smámynd: Jens Guð

   Grrr,  þeir kunna að henda sér í jörðina eins og þjálfaðar fótboltabullur.

Jens Guð, 5.9.2012 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband