Furðulegt og óvænt veðurfar

  Rok hefur breyst mjög mikið á síðustu árum.  Ég veit ekki hvort það er vegna loftslagsbreytinga eða af öðrum ástæðum.  Þegar brunalið var í miðju kafi - akkurat búið með fyrri helminginn - að sprauta vatni á þetta hús í Frakklandi þá fauk það óvænt í burtu. Í gær fauk gömul kona í Kópavogi.  Það sem verra var er að hún fauk í vitlausa átt.
.
fjúkandi hús

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha.  Fauk konan þá á móti vindinum eða ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 00:36

2 identicon

Tuga eða hundraða milljarða skuldir Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálma fjúka út í veður og vinda og nánast daglega má lesa um slík fárviðri sem tengjast þeim.   Einhverjir passa svo vel upp á að þau haldi stærsta fjölmiðlaveldi landsins og heimskur almúginn borgar aðgang að ruslstöðvum 365 miðla.   Þar er ekki um smástorma í vatnsglösum að ræða heldur fárviðri sem feikti heilli þjóð um koll og ekki sér fyrir endann á.   Hverjir eru verndararnir ???    

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 09:03

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Það er alltaf jafn skemmtilegt að lesa pistlana þína og spá í myndlýsingarnar þínar :)

Myndin er táknmynd stjórnsýsluhússins á Íslandi, og brennuvargarnir sem kveiktu í því hafa nafn í mínum huga. Þeir brennuvargar heita: Vilhjálmur Egilsson, Vilmundur Jósefsson og Gylfi Arnbjörnsson.

"Vitringarnir" þrír!

Það bætir svo ekki ástandið, þegar veðurguðirnir og jörðin reyna að standa á haus í geimnum. Þannig leikfimisæfingar náttúrulögmálanna rugla allt heila mennta-kerfið takmarkaða. Það er mikilvægt að hlusta á innsæið og sálartetrið sitt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2012 kl. 13:18

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Anna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 13:32

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ha ha, þetta er miljón

Eyjólfur Jónsson, 12.9.2012 kl. 13:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  annað hvort það eða að hún hafi fokið í aðra átt en hún ætlaði að fara.

Jens Guð, 12.9.2012 kl. 19:43

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þær eru undarlegar allar þessar afskriftir.  Ég er alveg orðinn ringlaður í því fárviðri.

Jens Guð, 12.9.2012 kl. 19:45

8 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  þetta er frábær greining hjá þér

Jens Guð, 12.9.2012 kl. 19:46

9 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#4),  hún Anna Sigríður kann þetta!

Jens Guð, 12.9.2012 kl. 19:47

10 Smámynd: Jens Guð

  Eyjólfur,  þetta er einkennilegt.

Jens Guð, 12.9.2012 kl. 19:47

11 identicon

Ferlega væri ég til í taka kaldan öl með þér einhverntíma. :-) Á hvaða stað væri helst að hitta á þig? Eða kannski gerir slíkt aldrei.

Fúsi (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:44

12 Smámynd: Jens Guð

  Fúsi,  ég kíki helst á Ob-La-Di og Dillon.  Það er alltaf gaman að fá sér nokkra ískalda.  

Jens Guð, 12.9.2012 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband