12.9.2012 | 22:26
Skemmtileg húðflúr
Rauðhálsar (rednecks) eru þeir kallaðir. Uppruni nafnsins er óljós. Sumir rekja hann til sólbrenndra hálsa á fátækum, ómenntuðum hvítum bændum, bograndi á ökrum í suðurríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku. Aðrir telja nafnið tengjast rauðum hálsklútum sem innflytjendur frá Skotlandi báru.
Hver sem uppruni nafnsins er þá nær það ennþá yfir fátækt, ómenntað hvítt Suðurríkjafólk. Þetta fólk er stolt af því að vera rauðhálsar, ómenntað og finnst upphefð af fáfræði sinni. Það fylgist ekkert með fréttum og fréttatengdu efni. Það veit fátt um heiminn utan síns ranns, en fyrirlítur norðurríki Bandaríkjanna, Obama, útlönd, lögguna og er bullandi rasistar. Jafnframt afar kirkjurækið og kristið.
Norðurríkjamenn og fleiri gera grín að rauðhálsum. "Hafnarfjarðarbrandarar" um rauðhálsana fljúga þvers og kruss um netheima og út um allt. Enda af nógu að taka. Rauðhálsarnir sjálfir eru ólatir við að pósta á netið ljósmyndum af því hvað þeir eru útsjónarsamir við að "redda hlutunum". Þegar eitthvað bilar þá lagar rauðhálsinn það með því sem hendi er næst. Hann leggur ekkert upp úr því að fínpússa hlutina. Þvert á móti vill hann rígmontinn að allir sjái hvernig hann reddaði málunum.
Það er gaman að spjalla við rauðhálsa. Fáfræði þeirra og ranghugmyndir um heiminn gera mann af og til orðlausan. En þetta er ljúft fólk og almennilegt - svo framarlega sem viðmælandinn er hvítur.
Í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum sýndum hérlendis er nafnið redneck oftast þýtt sem sveitalubbi.
Það er gaman að húðflúrum rauðhálsa. Þau einkennast af því að vera klaufalega unnin. Hér er dæmi:
Ég verð að hafa myndina svona stóra til að listaverkið njóti sín. Rauðhálsinn teiknar sín húðflúr sjálfur.
Þessi teiknaði mynd af hundinum sínum. Efst setti hann upphafsstafi síns nafns. Þannig túlkar hann hvað þeir félagarnir eru góðir vinir.
Ég er ekki klár á því hvað Rebelicious þýðir. Mér dettur í hug að þetta sé afbrigði af orðinu rebellious (uppreisnarseggur). Rauðhálsar vilja gjarnan skilgreina sig sem uppreisnarmenn. Þeir telja sig vera í uppreisn gegn ríkisvaldinu, stjórnvöldum og ýmsu öðru. Þeir hampa víða slagorðinu "Suðurríkin munu rísa á ný" (The South Will Rise Again). Þeir álíta sig vera kúgaða af Norðurríkjunum (damn Yankees) og það situr í þeim að þrælahald var bannað.
Þetta er ekki versta stafagerðin á húðflúri rauðháls. Að vísu er ósamræmi í hæð stafanna og útliti. R,D og N eru þykkir hlunkar en E, C og K léttir, opnir og töluvert efnisminni.
Daman sem ber þetta húðflúr teiknaði það til minningar um látinn föður sinn. Hún kemur þarna fyrir fæðingardegi hans og dánardegi; uppáhalds hattinum hans, byssu og veiðistöng. Til að túlka veiðivatnið í nágrenninu sýnir hún grænan fisk stökkva upp úr því. Á fésbókarsíðu hennar rigndi inn hrósyrðum fyrir þessa snilli. Jafn glæsilegt húðflúr hafði enginn séð.
Texas-kántrý:
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.9.2012 kl. 00:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
- Svangur frændi
- 4 lög með Bítlunum sem þú hefur aldrei heyrt
- Stórhættulegar Færeyjar
- Aldeilis furðulegt nudd
- Frábær kvikmynd
- Kallinn sem reddar
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
Nýjustu athugasemdir
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jósef, vinsældalistar og listar yfir bestu plötur eru ágætir s... jensgud 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Það er töluverður munur á vinsælarlistum og listum yfir bestu p... jósef Ásmundsson 10.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ingólfur, bestu þakkir fyrir frábæra samantekt1 jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Bítlarnir eru og voru einstakir. Þeir sameinuðu að vera fyrsta ... ingolfursigurdsson 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Stefán, vel mælt! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Jóhann, ég tek undir hvert orð hjá þér! jensgud 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: Ég tek algjörlega undir það sem þú skrifar Jóhann. Almennt held... Stefán 9.4.2025
- Sérkennilegur vinsældalisti: það er nokkuð víst að önnur eins hljómsveit á ALDREI eftir að k... johanneliasson 9.4.2025
- Sparnaðarráð: Guðmundur (#9), takk fyrir það. jensgud 2.4.2025
- Sparnaðarráð: Til frekari fróðleiks má geta þess að grafít hefur ekkert nærin... bofs 2.4.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 12
- Sl. sólarhring: 263
- Sl. viku: 982
- Frá upphafi: 4134955
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 784
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Rebel þýðir uppreisnaseggur og delicious dásamlegur. Þarna er búið að samtvinna 2 örð í Rebelicious.
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:19
Ziggy Lee, takk fyrir upplýsingarnar.
Jens Guð, 13.9.2012 kl. 01:00
Innan um þetta ágæta fólk hafa sprottið upp margar af flottustu og skemmtilegustu hljómsveitum rokksins: Almann Brothers Band, Lynard Skynard, Little Feat, ZZ Top, Outlaws, Marshall Tucker Band, Charlie Daniels Band, Black Oak Arkansas, Blackfoot, Atlanta Rhytm Section, Molly Hatchet, 38 Special, Doc Holiday, Dixie Dregs, Black Crowes. Svo að nokkrar af mínum uppáhalds Southern Rock hljómsveitum séu nefndar.
Stefán (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 08:43
Á íslensku kallast þetta Sjálfstæðismenn/flokkur = Rednecks/hillbillies
DoctorE (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 12:19
Áts...,"sveitalubbar", þeir eru til hérlendis líka. Maður verður svo sem stundum að bjarga sér án aðstoðar sérfræðnga og ekki er maður alltaf að "kaupa" það sem þeir háu herrar þarna fyrir sunnan segja ;-). Þetta svertingjahatur er þó hvimleitt en sumt annað er nú bara dálítið sjarmerandi. Sjálfsbjargarviðleitnin,tónlistinn,antisnobbið jafnvel byssurnar...
Trúlega finnast þeir líka í Ástralíu í talsverðum mæli. Hér er a.m.k. einn þaðan http://www.youtube.com/watch?v=-TC2xTCb_GU sem segir í texta "Guð skapaði jafnvel mig og gaf mér þessa söngrödd, af hverju ætli hann hafi gefið mér gikkfingurinn?" (mig hálf minnir að ég hafi sent þér þessa krækju áður, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin)
ps. Eitthvað var farið að kalla Selfyssinga "hnakka" á tímabili, veit ekki hvort um skylt fyrirbæri sé að ræða!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 13:09
Búandi hér á vinstri ströndinni þar sem innfæddir eru upplýstari en annars staðar í landinu get ég vel tekið undir það að red necks séu hið besta fólk. Hér á heimaslóðum Microsoft, Apple, Boeing og annara smáfyrirtækja er fólk vel menntað og upplýst. Hins vegar brýst sú upplýsing fram í því að í tíma og ótíma hafa vit fyrir öðrum enda vita þeir eins og aðrir góðir vinstri menn að það er ekki hægt að treysta almenningi til að hafa vit fyrir sér. Red Necks eru svo lægst settir meðal almennings, svo illa gefnir að best er að geyma þá í suðurríkjunum. Ef þeir væru ekki hvítir væri þetta álit strandarbúa kallað rasismi og upphrópað á torgum en eins og allir vita eru red necks þeir einu sem eru rasistar og þeir upplýstari sem líta niður á pöpulinn í hverri mynd sem hann birtist, það ekki.
Ég hef búið erlendis í tæp 30 ár og verð að segja eins og er að ég kann allt eins vel við þá sem búa í því sem strandarbúar kalla "fly over country". Þar er átt við alla þá sem skaffa skattheimtuna sem hægri strandarmenn í D.C. ráðskast með.
Talandi um óupplýst fólk, hvað í ósköpunum á ég að halda um samlanda mína sem kusu núverandi stórnvöld?
Erlendur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 16:08
Mikið assgota er kjánalegt að halda því fram að fólk í suðurhluta bandaríkjanna sé heimskara en fólk sem býr í norðurhluta bandaríkjanna.
Heimskaðist ekki bara suðurhlutinn eftir að norðanmenn tóku þar yfir? ;)
Þegar ég flyt til Bandaríkjanna sest ég að beint í sveitasæluna í suðurríjkunum. Almennileg tónlist og gott whisky.
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 17:26
Stefán, fjölmenningarsamfélagið í Suðurríkjunum hefur alið af sér marga af helstu músíkstílum nútímans. Þar á meðal rokk & ról, búgí-vúgí, rokkabillý, kántrý, blús, djass, blúgrass, hillbillý, Americano, cajun... Svo og þetta blús- og kántrý-skotna rokk sem fellur undir samheitið Suðurríkjarokk.
Jens Guð, 13.9.2012 kl. 21:24
DoctorE, Árni Johnsen hefur verið dálítið í þessu Suðurríkjapoppi, samanber "Í kartöflubæjunum heima". En það er reyndar upphaflega blökkumannablús eftir Leadbelly.
Jens Guð, 13.9.2012 kl. 21:27
Bjarni, það er margt heillandi við rauðhálsana. "Hnakkar" er heiti yfir þann íslenska þjóðflokk sem hlustar á píkupopp, teknó og annað sem er spilað á FM957; fer í ljós 3svar í viku með mynd af bílnum sínum í vasanum; aflitar hárið, dópar og sterar sig upp...
Selfoss hefur verið kallaður hnakkabær vegna fjölda hnakkahljómsveita þaðan og nágrennis (Skítamórall, Land og synir, Á móti sól, Ingó & Veðurguðirnir...).
Jens Guð, 13.9.2012 kl. 21:33
Erlendur, varðandi síðustu spurningarinnar þá er þrælslundin Íslendingum í blóð borin. Það sagði Nóbelsskáldið á sínum tíma og á ennþá við. Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur.
Jens Guð, 13.9.2012 kl. 21:36
Ziggy Lee, þarna er suðupunktur margs þess besta í tónlist, samanber athugasemd #8.
Jens Guð, 13.9.2012 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.