Eivör á góðu flugi - með eina bestu plötu ársins!

  Íslendingar - eins og fleiri - hafa tekið nýju plötu færeysku álfadrottningarinnar,  Eivarar, Room,  afskaplega vel.  Platan náði 1. sæti íslenska vinsældalistans (söluhæst) og er nú í 2. sæti.  Lagið  Rain  hefur verið ofarlega á vinsældalista rásar 2 og Bylgjunnar.  Trausti Júlíusson á Fréttablaðinu gaf plötunni 4 stjörnur (****).  Það sama gerði Dr. Gunni á Fréttatímanum (****).  Einnig Helgi Snær Sigurðsson á Morgunblaðinu (****).  Ég gaf plötunni 4 og hálfa stjörnu (****1/2):  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1256404/

  Andrea Jónsdóttir á rás 2 gaf  Room  einkunnina 9,9 af 10.  Það er ljóst að  Room  er ein af bestu plötum ársins 2012.

  Bókin um Eivöru kemur út í lok október (ef allt gengur samkvæmt áætlun). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Dásamleg list, sem við getum ekki lifað án

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.9.2012 kl. 00:19

2 identicon

Jens, Þessir dómar sem þú nefnir þar sem Eivör er að fá x margar stjörnur... Af hvað mörgum stjörnum er það? s.s. 4 af 5, 4 af 6, eða 4 af 4?

Þorsteinn Kolbeinsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 23:46

3 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  þetta er flott plata.

Jens Guð, 15.9.2012 kl. 23:59

4 Smámynd: Jens Guð

  Þorsteinn,  það er í öllum tilfellum af 5 stjörnum.  Þannig er hefðin hérlendis.  Danskir og færeyskir fjölmiðlar eru dálítið fyrir 6 stjörnu einkunnir.  En ekki íslenskir fjölmiðlar.

Jens Guð, 16.9.2012 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband