Varúð! Ódýr eftirlíking í umferð

  Sumar tölvur eru dýrari en aðrar.  Sennilega er það ástæðan fyrir því að óheiðarlegir svindlarar - ólíkt heiðarlegum svindlurum - hafa leiðst út á glæpabraut.  Þeir hafa gert sér lítið fyrir og selt háu verði ódýrar eftirlíkingar af dýrum tölvum.  Drengurinn á myndinni hér fyrir neðan er meðal margra fórnarlamba.  Honum var seld þessi tölva sem Apple tölva í Kolaportinu með 5% afslætti frá búðarverði.  En þetta er ekki Apple tölva.  Ef vel er að gáð má greina að það vantar laufblað á Apple merkið.

fölsuð tölva


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha einmitt og eplið er eitthvað byrjað að rotna líka þar á ofan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 23:14

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Úbs! Þau finnast víst víða, þessi fölsku og skemmdu epli 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.9.2012 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband