21.9.2012 | 21:56
Veitingahússumsögn
- Réttur: Sænskt hlaðborð
- Veitingastaður: Fljótt & Gott, BSÍ
- Verð: 1995 kr.
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
Þegar tal berst að sænskum mat koma sænskar kjötbollur upp í hugann. Þær eru ekki veislumatur en ágætar hvunndags. Það á við um fleira á sænska hlaðborðinu á Fljótt & Gott á BSÍ. Þar má finna steiktar smápylsur (korv), niðurskornar pylsur í brúnsósu, beikon, hakkbuff með lauki og þess háttar. Sumt er meira framandi, svo sem innbakaður lax. Hann er ekki það besta á hlaðborðinu.
Þetta og ýmislegt fleira eru aðalréttir. Forréttirnir eru meira veisluborð. Þar má upp telja síldarrétti, lifrakæfu, roastbeef, skinku og svo framvegis. Þeir eru á veislulegum bökkum ásamt grænmeti, ávöxtum og einhverju svoleiðis. Meðlæti með forréttum og aðalréttum er fjölbreytt. Til að mynda bragðgott kartöflugratín og steiktir kartöfluplattar sem kallast raggmunk. Þeir eru steiktir upp úr eggjahræru og snæddir með títuberjasósu. Algjört nammi sem smellpassar með beikoni.
Í eftirrétt er einhverskonar kókoskaka. Ég smakkaði hana ekki en borðfélagar mínir gáfu henni hæstu einkunn.
Þeir, eins og ég, voru ánægðir með sænska hlaðborðið. Það er gaman að smakka sitt lítið af hverju í fyrstu umferð og fá sér síðan meira af því sem best bragðast. Verðið er fínt. Það er vel að þessu staðið. Réttirnir eru merktir bæði með sænskum heitum og íslenskum. Það er til fyrirmyndar. Ég var á báðum áttum með það hvort sanngjarnt væri að gefa hlaðborðinu 4 stjörnur eða 3 og hálfa. Nákvæmasta einkunn er 7,5 (af 10).
Ég mæli með sænska hlaðborðinu á BSÍ. Allir finna sitthvað fyrir sína bragðlauka.
Sænska hlaðborðið er í boði til og með 2. október. Ég á eftir að heimsækja það oftar. Mun oftar. Ég hef þegar sótt það tvívegis. Það segir sína sögu. Ég fagna þessu uppátæki hjá Fljótt & Gott: Að bjóða okkur upp á spennandi sænskt hlaðborð á góðu verði og standa glæsilega að því.
Það myndi skerpa á stemmningunni að spila músík sungna á sænsku. Íslendingar þekkja og kunna vel við svoleiðis músík, allt frá söngvunum um Emil í Kattholti og Línu Langsokk til Sven Ingvars og Black Ingvar. Ég er mest fyrir Entombed - þó að þeir laumist stundum til að syngja á ensku.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 22.9.2012 kl. 20:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Herkænska
- Sér heiminn í gegnum tönn
- Dularfulla kexið
- Ókeypis utanlandsferð
- Hlálegt
- Undarlegar nágrannaerjur
- Rökfastur krakki
- Ástarsvik eða?
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
Nýjustu athugasemdir
- Herkænska: Guðjón, ég veit ekki uppruna laxins. Vonandi er þetta ekki sj... jensgud 22.8.2025
- Herkænska: Lax, Ikea. Úr hvaða á? Hvar er Íkea? gudjonelias 22.8.2025
- Herkænska: Jóhann, góður punktur! jensgud 22.8.2025
- Herkænska: Auðvitað getur "strákurinn" sagt framkvæmdastjóranum upp (rekið... johanneliasson 22.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Sigurður I B, nú hló ég hátt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Við skulum vona að hún fái ekki tannpínu!! sigurdurig 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Jóhann, það er frábært að þetta sé hægt! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: "Horfðu á björtu hliðarnar" söng Sverrir Stormsker hérna um ári... johanneliasson 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: Stefán, heimurinn er orðinn ansi snúinn! jensgud 15.8.2025
- Sér heiminn í gegnum tönn: ,, Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn ,,... Stefán 15.8.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 30
- Sl. sólarhring: 557
- Sl. viku: 736
- Frá upphafi: 4154974
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 614
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
axeltor
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
komediuleikhusid
-
elfarlogi
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Athugasemdir
Jens Guð. Sænskt eða íslenskt, er ekki aðalmálið að mínu mati.
Bragðgóður matur er vel seljanleg vara.
En ert þú ekki með einhverskonar velmegunar-sjúkdóm út af velmegunar-óhollustu-mataræði? Það getur verið að mig misminni, um hvað ég hef lesið á síðunni þinni, og þá verður þú að leiðrétta mína vitleysu.
Getur verið að góði maturinn á umferðarmiðstöðinni og víðar, og ágætir kokkar á þeim bæjum, hafi ekki hugmynd um hvernig óhollt mataræði getur haft alvarlegar afleiðingar á heilsu einstaklinga?
Afsakaðu Jens, að nú er ég kominn út á umdeildan og hálan ís, (en ekki Kjörís né Erpstaða-ís).
Mér gengur illa að fara kurteisilegar og troðnar slóðir
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2012 kl. 20:01
Sæll Jens.
Takk innilega fyrir flotta veitingahúsaumsögn. En það mætti gjarnan vera flipi hér við hliðina
þar sem hægt er að fara beint inn í allar þær umsagnir sem þú hefur gert. Einnig væri frábært að sama
gilti um plötuumsagnir þínar sem eru frábærar.
En, en og aftur takk fyrir
þ.i. (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 21:03
Anna Sigríður, ég er með þvagsýrugigt. Hún er rakin til mataræðis. Það eru allir með þvagsýru í blóðinu. En tiltekinn matur raskar einhverju á þann hátt að sýran safnast saman í fæti, aðallega í stórutá og fer að búa til örsmáar kristalnálar. Þá bólgnar fóturinn upp og verður mjög aumur vegna þessara nála. Innmatur er verstur hvað þetta varðar, lifrarpylsa og eitthvað svoleiðis. Það er eitthvað efni í innmat sem ég man ekki hvað heitir. En hátt hlutfall af því efni í fæðu veldur gigtinni. Þetta er ekki beinlínis óhollur matur. Samt er gigtin kölluð velmegunarsjúkdómur, að ég held vegna þess að í gamla daga fengu bara ríkir kallar þessa gigt.
Á árum áður dróg gigtin fólk til dauða. Í dag er staðan þannig að ég þarf aðeins að taka daglega inn pillu og þá nær gigtin ekki að hrekkja mig.
Ég borða aðallega gamaldags heimilismat á BSÍ, Múlakaffi, Sjávarbarnum, Sægreifanum o.s.frv. Ég hef aldrei komist upp á lag með að borða pizzur, hamborgara, djúpsteiktan kjúkling og þess háttar. Hinsvegar fæ ég mér iðulega bjór með mat og eftir máltíðir. Ég veit að það væri heppilegra að drekka rauðvín eða hvítvín. En ég er meira fyrir bjórinn.
Það er ekkert ókurteislegt af þér að velta þessu upp. Nema síður sé. Ég kann alltaf vel að meta "kommentin" þín.
Jens Guð, 22.9.2012 kl. 21:28
Þ.i., bestu þakkir fyrir þetta innlegg. Uppástunga þín er góð. Ég þarf að finna út hvernig ég get sett svona flipa á síðuna.
Jens Guð, 22.9.2012 kl. 21:31
Ég hef stundum farið niður á BSÍ að fá mér að borða íslenskan mat aðallega svið og slíkt, en maturinn þar er yfirleitt góður eins og heima matur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:52
En ykkur hefur ekki verið boðið upp á Raggmunkar, kartöflupönnukökur með sultu, sem er herramanns matur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 21:53
Ásthildur Cesil, það er boðið upp á raggmunk á sænska hlaðborðinu á BSÍ. Ég hef ekki smakkað það áður en það er virkilega gott meðlæti með beikoni. Einmitt með sultu. Ég tel mig merkja að þessum kartöflupönnukökum sé velt upp úr eggjahræru. Virkilega bragðgott dæmi.
Jens Guð, 22.9.2012 kl. 22:44
Já ég á uppskrift af þessu í uppskriftabókinni minn góðu frá því að ég var í lýðháskóla í Vimmerby í Svíþjóð, hef eldað þetta fyrir mörgum árum. Ætti að rifja það upp núna þegar ég er að taka upp splunkunýjar kartöflur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.