Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Djúpið

 - Leikstjóri:  Kormákur Baltasar

 - Helstu leikendur:  Ólafur Darri Ólafsson,  Jóhann G. Jóhannsson,  Þrúður Vilhjálmsdóttir...

 - Einkunn:  **** (af 5)

  Handritið er byggt á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar.  Leikverkið og myndin segja frá raunverulegum atburði:  Þegar bátur frá Vestmannaeyjum sökk í hafið og öll áhöfn fórst að unandskildum Guðlaugi Friðþórssyni.  Hann synti á sex klukkutímum röska 5 kílómetra í köldum sjó og gekk síðan berfættur yfir oddhvassa hraunbreiðu í einhverja klukkutíma til viðbótar.

  Afrekið er einstakt á heimsvísu.  Ekki aðeins var líkamlega þolið ótrúlegt heldur einnig andlega þolið.  Hann gerði allt rétt og yfirvegað.

  Myndin nær að koma þessu öllu frábærlega vel til skila.  Þó er myndin ekki gallalaus.  Hljóð er ekki upp á það besta í upphafi.  Tal er óskýrt og sömuleiðis ýmis skot af sjálfu slysinu og eftirmálum á hafi úti.  Sá hluti myndarinnar er dimmur, drungalegur og óskýr á köflum.  Það er samt ekki beinlínis ókostur.  Nær eiginlega frekar að laða fram tilfinninguna fyrir upplifun Guðlaugs.  Þetta er allt mjög trúverðugt og ekta.  Verulegur hluti af öllu dæminu er myndað í raunverulegum sjó.  Þar hefur myndin sannfæringarkraft umfram sjóslysamyndir framleiddar í Hollywood (þar sem senur eru vandræðalega sundlaugalegar,  samanber Títanic-viðbjóðinn).  Myndin er raunsæ og skandínavísk hvað það og fleira varðar.  Til að mynda er hún hæg (en ekki langdregin, vel að merkja).  Hver sena fær sinn tíma til að fanga andrúmsloftið.

  Fyrri hluti myndarinnar er um sjóslysið og þrekraun Guðlaugs.  Seinni hlutinn segir frá eftirleiknum.  Fjölmiðlaumfjöllun og tilraunum til að útskýra hvernig Guðlaugi var kleift að afreka þetta.

  Það er styrkur myndarinnar að gera því góð skil.  Ólafur Darri vinnur leiksigur í hlutverki Guðlaugs.  Hann er afar trúverðugur og hefur klárlega þurft að leggja mikið á sig í þessu hlutverki. 

  Myndin skilur mikið eftir sig.  Maður er dolfallinn og hugsandi yfir afreki Guðlaugs.  Þetta er áhrifamikil mynd.      

djúpið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Ég efast samt um að ég treysti mér til að horfa á þessa mynd.  Ég er þannig að svona raunir vil ég helst ekki takast á við.  En skil samt að hér hefur aldeilis verið frábær sigur fyrir höfund, leikstjóra og leikara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 22:32

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  það tekur á að horfa á myndina.  Maður þekkir söguna þannig að myndin er ekki eiginlega spennandi.  En þessi saga er snyrtilega afgreidd og þrátt fyrir að atburðarrás sé í fersku minni þá er þetta "stuðandi".

Jens Guð, 22.9.2012 kl. 22:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég geri mér grein fyrir því.  Ég held að sálartetrið mitt yrði marga daga að jafna sig, svo ég ætla að sleppa myndinni.  Sennilega heigulsskapur en svona er þetta bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2012 kl. 22:55

4 Smámynd: Ómar Ingi

Sammála þér Jens mjög góð kvikmynd og Ólafur Darri sannar endanlega að hann er okkar besti leikari af mörgum góðum.

Ómar Ingi, 22.9.2012 kl. 23:41

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Menn einblína of mikið á afrek Guðlaugs. Hérna var heil áhöfn sem fórst. Það er lítið talað um afkomendur manna sem fórust í þessu slysi. Það er nú aðal atriðið. Allir félagar Guðlaugs, hefðu farið sömu leið og hann ef þeir hefðu haft tækifæri. Sjálfsagt er þetta vel gerð mynd, en það er gert of mikið úr þrekraunum Guðlaugs.

Siggi Lee Lewis, 23.9.2012 kl. 00:41

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég held að fáir nenni að horfa á svona atburði.Hún gæti þessvegna verið meistaraverk en svona myndir myndu hvergi ná neinum vinsældum. Ég mæli heldur ekki með Frost en það er eins og einhver skólakrakki hafi verið með web myndavél hlaupandi og öskrandi út um allan vatnajökul eða hvar sem er í snjó. A lgjör hneisa. jakk

Valdimar Samúelsson, 23.9.2012 kl. 13:09

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#3),  það er ekki heigulsskapur að vera viðkvæm fyrir þjáningum fólks og eiga erfitt með að horfa upp á þær. 

Jens Guð, 23.9.2012 kl. 16:02

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir það.

Jens Guð, 23.9.2012 kl. 16:03

9 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy,  þú er greinilega ekki búinn að sjá myndina.  Áhorfendur fá að kynnast áhöfninni og örlögum hennar.  Áhorfendur fá einnig að kynnast aðstandendum, bæði fyrir og eftir slysið. 

Jens Guð, 23.9.2012 kl. 16:09

10 Smámynd: Jens Guð

  Valdimar,  Djúpið er jafn góð mynd og Frost er léleg.  Ég þori engu að spá um aðsókn.  Reikna þó frekar með að Djúpið fái góða aðsókn.  Hún hlýtur að spyrjast vel út.

Jens Guð, 23.9.2012 kl. 16:13

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens ég þurfti einmitt á þessu að halda

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 17:01

12 identicon

Hef ekki séð Djúpið ennþá, en mun klárlega gera það sem fyrst.  Baltasar Kormákur er orðinn okkar langbesti kvikmyndagerðarmaður, enda elskaður og dáður af þjóðinni ( alveg þveröfugt við svila sinn ).   Siggi Lee, að mínu mati er ekki hægt að gera ,, of mikið " úr einstökum þrekraunum  Guðlaugs.  

Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 08:27

13 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  gott mál.

Jens Guð, 24.9.2012 kl. 19:53

14 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  Baltasar hefur upplýst að næstu myndir hans verði Sjálfstætt fólk og Gerpla.  Það er ástæða til að hlakka til.

Jens Guð, 24.9.2012 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.