25.9.2012 | 22:28
Krúttlegar gamlar konur
Ég átti (brýnt) erindi í vínbúð á Eiðistorgi. Þar var fátt um manninn. Þó var þarna háöldruð kona með göngugrind. Hún þurfti margt að skoða. Miðaldra kona, hugsanlega dóttir hennar (hún kallaði hana mömmu. En það gæti hafa verið til að villa um fyrir nærstöddum), rak stöðugt á eftir þeirri gömlu. Fann áfengisflöskuna sem sú gamla vildi kaupa (ég heyrði þá gömlu tala um meðala-Sherrý) og kom sér strax að afgreiðsluborðinu. Sú gamla þurfti margt fleira að skoða og lét ekki reka mikið á eftir sér. Enda engin ástæða til að göslast í flýti í gegnum vínbúðina. Yngri konan var komin út að útidyrahurð og rak á eftir gömlu konunni. Gamla konan tók sér góðan tíma í að finna greiðslu fyrir áfengisflöskuna og skoðaði ýmislegt í leiðinni. Þegar sú gamla hafði gengið frá greiðslu ruglaðist hún á göngugrind sinni og hjólagrind fyrir innkaupakörfur vínbúðarinnar. Hún skildi göngugrindina sína eftir í búðinni en brölti út með hjólagrind fyrir innkaupakörfur. Það voru 2 eða 3 körfur í körfugrindinni. Sú gamla tók sig vel út með þetta. Það var reisn yfir þessu.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt 26.9.2012 kl. 21:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 1029
- Frá upphafi: 4111554
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 865
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2012 kl. 22:51
Ég hef séð þetta yfirbyggða fyribæri, þar sem ég er að vinna rétt hjá Eiðistorgi. Þessi yfirbyggða rafmagnsstólakerra er fyndin
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2012 kl. 02:08
Sú gamla var að blogga um þig áðan Jens, og lýsti þér sem glápandi, illa rökuðum manni með blóðsprengt andlit, sem var að hnýsast í hvers manns kopp. Hún gat ekki skrifað meira, því dóttir hennar var að reka á eftir henni.
Sú í vélkerrunni er með vélablogg og upplýsti í morgun, að trillitækið væri algjört man-magnet. Hún þarf ekki einu sinni make-over.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2012 kl. 08:27
Umferðar ,, ómenningin " á bílaplaninu við Eiðistorg er alveg sér kapituli út af fyrir sig. Mér skilst að hvergi á nokkuru bílaplani á höfuðborgarsvæðinu sé meira um árekstra og utaníkeyrslur. Frekjan og tillitsleysið hjá bílstjórum þarna er kennslubókardæmi um það hvernig á alls ekki að haga sér við akstur. Þarna er líka mikið um rándýra og extrastóra jeppa að ræða, enda erum við að tala um Seltjarnarnesið. Ég mæli með því að ökukennarar fari reglulega með nemendur sína upp á svalirnar við bókasafnið þarna og láti þá fylgjast með bílaplaninu í svona tíu-fimmtán mínútur. Á góðum álagstímum er þá hægt að ná svona tveimur árekstrum eða utaníkeyrslum. Það er því ekki skrítið að fólk sé orðið illa utan við sig þegar inn á Eiðistorgið er komið.
Stefán (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 08:58
Meðalasherry!? Gleður konunnar hjarta!
Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2012 kl. 12:08
hehehe Hress að vanda Jens
Hérna eitthvað af þessum kjánum fá þig án efa til að brosa
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1259615/
Ómar Ingi, 26.9.2012 kl. 19:45
Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 26.9.2012 kl. 20:56
Jóna Kolbrún, kella sagðist búa þarna rétt hjá. Það væri þægilegt að bruna á þessum miní rafbíl í útréttingar á Eiðistorgi. Hún ekur honum á gangstéttum. Hinsvegar er skrítið að sjá bíl rúnta um innanhúss á Eiðistorgi.
Jens Guð, 26.9.2012 kl. 21:00
Vilhjálmur Örn, ég sá það og staðfesti: Hún var ekki með make up. Hún þurfti þess ekki. Bíllinn sá til þess.
Jens Guð, 26.9.2012 kl. 21:02
Stefán, ég kannast við þetta. Þó að ég eigi sjaldan erindi á Eiðistorg þá hefur tvívegis verið bakkað á bílinn minn kyrrstæðan þar. Hvergi annarsstaðar. Það voru einmitt stórir jeppar á ferð í bæði skiptin.
Í annað skipti beið ég í bílaröð þar sem allir virtust vera að skima eftir lausum bílastæðum. Stæði losnaði til hliðar við jeppann fyrir framan mig. Bílstjórinn taldi sig þurfa betra rými til að komast inn í stæðið. Svo hann bakkað. Og bakkaði á minn bíl það hraustlega að viðgerð kostaði - að mig minnir - 60 þúsund kall (sem tryggingarfélag hans borgaði).
Í hitt skiptið bakkaði jeppi út úr stæði aftarlega á hliðina á bílnum mínum sem stóð rétt fyrir aftan hann. Það mynduðust 3 grunnar dældir á mínum bíl. Ég nennti ekki að gera viðgerðarmál úr því. Reyndar er eins og dældirnar hafi dýpkað frá því að þetta gerðist.
Það merkilega er að í báðum tilfellunum var gott veður og gott skyggni. En það er einhver streitustemmning og frekjugangur í jeppaliðinu sem á þarna erindi. Ég hef oftar en einu sinni séð muna mjög litlu á bílar rekist saman þarna.
Þetta er dálítið einkennilegt vegna þess að það er til nóg af bílastæðum. En jeppaliðið treðst sem næst inngöngudyrum og leggur iðulega að hálfu upp á gangstéttum utan bílastæða og einnig þar sem merkt er með gulri málningu að ekki megi leggja.
Jens Guð, 26.9.2012 kl. 21:18
Helga, meðala-Sherrý hlýtur að gera það. Að vísu veit ég ekkert hvaða fyrirbæri þetta meðala-Sherrý er.
Jens Guð, 26.9.2012 kl. 21:19
Ómar Ingi, bestu þakkir fyrir ábendinguna. Ég skemmti mér konunglega við að horfa á þessa samantekt.
Jens Guð, 26.9.2012 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.