Snúast um sjálfa sig á góðum launum

  Þessi flugvöllur minnir á sitthvað í íslenskri stjórnsýslu - þó að hann sé í útlöndum.  En þetta er eitthvað svo íslenskt.  Flugvöllurinn er dálítið einangraður.  Einu samskipti íbúanna á þessari flugvallareyju við umheiminn eru í gegnum flugsamgöngur.  Íbúarnir eru rétt um tuttugu.  Þeir vinna eingöngu við að þjónusta flugið til og frá eyjunni.  Eru á fínu kaupi við það.  Enda í góðri samningsstöðu þar sem ekki er til annarra að leita.  Svo fá þeir vistir og aðrar nauðsynjar með flugi.  Og njóta ýmissa hlunninda í sárabætur fyrir að vera svona afskekktir og þjónusta mikilvægar flugsamgöngur.

  Flugið er fyrir íbúana og íbúarnir eru fyrir flugið.

flugvöllur 


mbl.is Tímakaupið meira en tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gott að búa á svona litlum eyjum, innanlandsflugið verður þá svo stutt að flugvélarnar þurfa ekki að fara á loft - nóg að þær keyri bara milli flugbrautarenda.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.9.2012 kl. 22:39

2 identicon

Einu sinni hétu Bakkabræður, Ggísli, Eiríkur og Helgi.  Í nútímanum heita þeir Sveinn, Atli og Þórhallur Arasynir.   Þeir hafa hreiðrað vel um sig í feitum embættum hjá Ríkinu.  Hjá hinu opinbera þurfa menn ekki að hafa mikið fyrir stafni og þurfa ekki að muna mikið, þannig að ef þeir eru spurðir út í tölur og upplýsingar þá muna þeir allt vitlaust og vita lítið rétt eins og gömlu Bakkabræðurnir.   Þeir Bakkabræður bjuggu afskekkt í Svarfaðardalnum og voru í litlum tengslum við raunveruleikann, mjólkuðu sína belju og góndu tómum augum út í loftið.   Í nútímanum mjólka bræðurnir ríkisspenana, eru  einangraðir frá raunveruleikanum og eru allt í einu vaktir upp af værum svefni með leyniskýrslu.  Þeir bræður ættu bara að finna þessa sælueyju á myndinni og fljúga þangað hið fyrsta.

Stefán (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 10:23

3 Smámynd: Jens Guð

  Emil Hannes,  í raun væri það nóg nema að einhvern veginn þurfa vistir að berast til íbúanna sem þjónusta flugið.  En til skamms tíma getur það dugað að keyra flugvélinni fram og til baka.

Jens Guð, 27.9.2012 kl. 23:47

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  góð greining hjá þér.

Jens Guð, 27.9.2012 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband