Versta dauðasena í kvikmynd

  Blessunarlega erum við flest laus við að hafa orðið vitni að raunverulegu morði; drápi á manneskju.  Öll höfum við þó margoft séð í leiknum kvikmyndum fólk drepið.  Eftir þútúpu-væðinguna höfum við jafnvel séð raunveruleg morð.  Þannig að við höfum þokkalega þekkingu á því hvernig manneskja bregst við þegar hún er skotin til dauða.  Við höfum séð það svo oft.  Í frumstæðri kvikmyndagerð í Tyrklandi á áttunda áratugnum voru menn ekki búnir að ná tökum á túlkun dauðastríðs.  Hér er kjánalegasta dauðasena kvikmyndasögunnar frá Tyrklandi (Blossi hvað?).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta kallarmaður að kveðja með stæl.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2012 kl. 07:03

2 identicon

Hér er svo önnur "vond" dauðasena.   http://www.youtube.com/watch?v=t_JWywDqgRs

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 07:55

3 identicon

Af þessari senu að dæma, þá virðist þessi mynd vera töluvert betri en Frost

Grrr (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

#2 - Dauðasena Peter Sellers í the Party er ekki léleg, heldur þvert á móti, því hann er að leika slappan leikara sem ofleikur sitt hlutverk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2012 kl. 11:02

5 identicon

    

@4 

Enda setti ég gæsalappir utan um "vond", auðvitað er þetta tær snilld hjá Pétri!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 12:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  þetta eru rosaleg tilþrif!

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 14:12

7 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni,  takk fyrir það.  Peter Sellers gerir þetta með stæl.

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 14:12

8 Smámynd: Jens Guð

   Grrr,  hehehe!   Það er dáldið til í því.

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 14:13

9 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  rétt hjá þér.

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 14:14

10 Smámynd: Högni Snær Hauksson

Þetta er allgjör snilld..... hvað varðar VONT sjónvarps efni..

HSH

Högni Snær Hauksson, 30.9.2012 kl. 18:49

11 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni (#5),  tek undir það. 

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 19:05

12 Smámynd: Jens Guð

  Högni Snær,  nákvæmlega.  Þetta fer allan hringinn.

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 19:05

13 Smámynd: Jens Guð

  Það er líka mjög skemmtilegt þegar konan slær manninn í hálsinn þá hoppar hann upp í rúm í stað þess að lippast niður við höggið.

Jens Guð, 30.9.2012 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.