Hættulegir jeppabílstjórar

 

  Það er eitthvað sem gerist í hausnum á sumum bílstjórum um leið og þeir setjast undir stýri á jeppa.   Ekki öllum.  Alls ekki.  Bara sumum.  Það er eins og einhverskonar frekjukast hellist yfir þá,  ásamt streitukasti á háu stigi.  Það er eins og þeir upplifi sig sem kónga er eigi að njóta sérstaks forgangs í umferðinni.  Aðrir í umferðinni séu aðeins að þvælast fyrir þeim.  Jeppakarlarnir eru snöggir að leggjast á flautuna,  steyta hnefa og senda öðrum ökumönnum fingurinn.  Það má einnig sjá að jeppagaurarnir eru að hrópa eitthvað.  Enginn veit hvað þeir hrópa en svipurinn lýsir ofsabræði.

  Það eru þessir sömu jeppabílstjórar sem leggja í merkt stæði fyrir fatlaða.  Ekki vegna þess að þeir hafi merki sem heimilar slíkt heldur vegna þess að það eru bestu stæðin.  Reyndar er það fötlun út af fyrir sig að vera jeppabílstjóri með þetta hegðunarmynstur.  En hún er ekki þess eðlis að jeppabílstjórar fái skírteini út á það.

  Þegar þröngt er á þingi vegna einhvers viðburðar;  fótboltaleiks,  hljómleika og þess háttar þá bregst ekki að jeppum er lagt upp á gangstéttir,  umferðareyjar og út um allt nema í almenn bílastæði.

  Þegar jeppakallar sleppa út fyrir höfuðborgina eru þeir friðlausir þangað til þeir hafa ekið utanvegar og spænt upp viðkvæman jarðveg.  

  


mbl.is „Mátti engu muna að það yrði stórslys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að nokkur maður taki mark á þér héðan í frá? Setja alla sem eiga jeppa í sama hópinn. Held að þú ættir að loka þessari blogg síðu þinni sem fyrst.

Hjalti Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 04:21

2 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti,  þú ættir ekki að skrifa "komment" við bloggfærslur fyrr en þú hefur náð lágmarks lesskilningi.  Öðrum nægir að lesa 2 - 3 fyrstu setningar færslunnar til að falla ekki í sömu bullgryfju og þú.

Jens Guð, 9.10.2012 kl. 04:27

3 identicon

Ég hef alveg fínan lesskilning Jens, það skortir ekkert þar. Þetta er misheppnuð tilraun til að gera minna úr lítið athugasemd og Það að þú hafir tekið fram að "ekki allir, Alls ekki allir bara sumir fríar þig ekkert frá því hversu kjánaleg þessi "blogg" grein þín er.

Ég hef séð Ford Focus ökumann taka frammúr öfugumegin , ég hef líka séð Ford Focus lagðan kolólöglegan niður á Laugarveg þannig að gangandi vegfarendur áttu erfitt með að ganga frammhjá. Ég hef meira segja séð Ford Focus lagðan í stæði ætlað fötluðum. Ekki dettur mér samt að láta annað eins bull útúr mér á opinberum stað eins og hér og setja stóran hluta landsmanna undir sama flokk afþví að þeir aka um á svipuðum ökutækjum.

Þetta verður ekki of oft sagt. Betra er að þegja og vera talin vitleysingur en að opna munnin (í þínu tilviki rita) og taka allan vafa af því.

Eigðu góðan nótt

Hjalti Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 04:43

4 identicon

Ég hef alveg fínan lesskilning Jens, það skortir ekkert þar. Þetta er misheppnuð tilraun til að gera lítið úr minni athugasemd og Það að þú hafir tekið fram að "ekki allir, Alls ekki allir bara sumir" fríar þig ekkert frá því hversu kjánaleg þessi "blogg" grein þín er.

Ég hef séð Ford Focus ökumann taka frammúr öfugumegin , ég hef líka séð Ford Focus lagðan kolólöglegan niður á Laugarveg þannig að gangandi vegfarendur áttu erfitt með að ganga frammhjá. Ég hef meira segja séð Ford Focus lagðan í stæði ætlað fötluðum. Ekki dettur mér samt að láta annað eins bull útúr mér á opinberum stað eins og hér og setja stóran hluta landsmanna undir sama flokk afþví að þeir aka um á svipuðum ökutækjum.

Þetta verður ekki of oft sagt. Betra er að þegja og vera talin vitleysingur en að opna munnin (í þínu tilviki rita) og taka allan vafa af því.

Eigðu góðan nótt

Hjalti Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 04:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunar, nei ég er viss, að óði bílstjórinn í efra myndbandinu sé enginn annar en Hjalti Sigurðsson.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2012 kl. 05:57

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og maðurinn í flottu fötunum er mjög líkur Jens!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.10.2012 kl. 09:13

7 identicon

Ekki myndi ég nú vilja ferðast með þessum Hjalta Sigurðssyni í umferðinni eða á fjöll.   Í huga mér kemur upp þessi staðalímynd jeppamannsins á sérútbúna jeppanum, sem er á svo stórum dekkjum, að staðalímyndaði jeppabílstjórinn, sem er afar smávaxinn þarf að klifra upp í jeppann eins og Tarzan í trjánum forðum daga.   Svo er brunað upp á jökla þar sem stóri sérútbúni jeppinn á stóru dekkjunum gerir smávaxinn bílstjórann að kóngi um stund.  Líka er spólað utanvega og landverndarreglur þverbrotnar um stund, sem gerir smávaxinn bílstjórann að hetju sem þarf ekki að virða nokkur lög.  Á kvöldin liggur hinn staðalímyndaði smávaxni bílstjóri undir stóra jeppanum og dittar að því sem aflaga fór á fjöllum.   Þegar hann loks fer dauðþreyttur í rúmið klukkan 04;45, þá ákveður hann að senda Jens Guð og þjóðinni allri vænan pistil ( í tvíriti ), sofnar svo vært og dreymir að hann sé stór og mikill eins og jeppinn á 38 tommu dekkjunum.           

Stefán (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 09:23

8 identicon

Hjalti er mjög grunsamlegur gutti, er á svona "Blog-rage" hér, gæti vel séð hann fyrir mér í "road-rage" ham :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 09:32

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ha ha, sennilega er ökufantsfíflið með kerruna fundið Axel, allavegana er Helgi broslega viðkvæmur fyrir þessari pillu Jens, verð eiginlega að taka undir með honum og manni virðast kallar á stórum bílum gjarnan frekari á götunum en aðrir þó auðvitað sé það ekki algilt frekar en annað, allavegana er það mín reynsla þótt fífl keyri allskonar bifreiðar.

0

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2012 kl. 10:59

10 Smámynd: Jens Guð

  Hjalti (#3 og #4),  það þarf ekki mig til að gera lítið úr þér og þínum lesskilningi.  Þú sérð alfarið um það sjálfur.  Aftur og aftur og aftur.  Það er eins og þér sé engin leið að hætta.

Jens Guð, 9.10.2012 kl. 11:44

11 identicon

Skilningur á þankagangi litlu jeppastubbanna með mikilmennskubrjálæði vex við hvert innlegg Hjalta.  Hvernig er kenningin um typpasmæð og jeppa?

Jói vörubílstjóri (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 13:52

12 identicon

Land cruiser eigendur,er sá hópur sem keyrir óvenju hratt á þjóðvegum landsins.Oft langt yfir leyfðum hámarkshraða.Það er eins og þeir upplifi sig sem ósnertanlega,í þessum járnkastölum.

dodds (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 15:46

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Land cruiser eigendur hef ég aldrei skilið. Fyrst þeir hafa efni á því, af hverju fá þeir sér ekki góðan bíl?

Polar andstæðan er Cherokee eigendur. Á lang-flugustu jeppunum, by far, og keyra um eins og þeir seú að spara bensín. ... sem er fullkomlega skiljanlegt kannski.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.10.2012 kl. 16:55

14 identicon

Ef maður googlar fréttir af bílum ólöglega lagt t.d. í laugardalnum má sjá að langflestir bílarnir á myndunum með fréttunum er fólksbílar, ekki jeppar svo þessi færsla er algert bull.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 17:43

15 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  ég er jafn sannfærður.  Þetta er týpan.

Jens Guð, 9.10.2012 kl. 19:34

16 identicon

Aumingja Jens þarna hittirðu beint á jeppakall sem smellpassaði við lýsinguna þína.  

Vigfús (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 20:14

17 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  svooo rétt.

Jens Guð, 9.10.2012 kl. 21:17

18 identicon

Ásgrímur þarna hittir þú naglan á höfuðið, þennan Land Cruiser brandara á ég eftir að vitna oft í. Ég á Patrol og reyndar Cherokee líka en eins og allir vita, þá fer Patrol hægt og virðulega af stað og heldur því varla! En við bændur erum vanir því.

Með kveðju

Þorkell (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 22:21

19 identicon

Ég á nú bara Austin Gipsy. Gerir varla neinum mein. Þori varla á honum til borgarinnar. Finnst ég vera fyrir á þjóðvegunum.

Þórhallur (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 23:06

20 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þetta er góð lýsing hjá þér.

Jens Guð, 9.10.2012 kl. 23:21

21 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það er klárlega samhengi þarna á milli.

Jens Guð, 9.10.2012 kl. 23:22

22 identicon

Þórhallur er öðlingsbíllinn og torfærutröllið Austin Gypsi til sölu.?

Númi (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 17:43

23 Smámynd: Jens Guð

  Georg,  þú hittir naglann á höfuðið!  Held ég.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:32

24 Smámynd: Jens Guð

  Jói,  ég þekki hana ekki.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:33

25 Smámynd: Jens Guð

  Dodds,  ég þekki þessar jeppategundir ekki í sundur.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:34

26 Smámynd: Jens Guð

  Ásgrímur,  ég er úti að aka þegar jeppategundir eru bornar saman.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:35

27 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður (#14),  langflestir bílar í Reykjavík eru fólksbílar.  Það er auðséð,  hvort sem ekið er um götur Vesturbæjar eða um bílastæði við stórmarkaði.  Ég sló að gamni mínu tölu í gær á bíla fyrir utan Nóatún í Nóatúni og 10-11 í Lágmúla.  Á báðum stöðum voru jeppar 1 á móti hverjum 5 fólksbílum. 

  Svo "gúggla" ég "lagt ólöglega" myndir.  Upp koma 45 myndir.  Á 27 þeirra (meirihluta) sjást jeppar sem lagt er ólöglega (eða frekjulega yfir á stæði annarra).  "Komment" þitt er augljóslega bull.  

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:43

28 Smámynd: Jens Guð

  Vigfús,  klárlega.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:44

29 Smámynd: Jens Guð

  Þorkell,  bændum er nauðsynlegt að eiga góða jeppa.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:45

30 Smámynd: Jens Guð

  Þórhallur,  góður!

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:45

31 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  mikið væri gaman ef viðskipti með bíla næðust í gegnum þessa bloggfærslu.

Jens Guð, 10.10.2012 kl. 18:46

32 identicon

Já Jens það gerist margt á síðu þinni,smá létt grín hjá mér ég lærði á Austin Gypsi er ég tók bílprófið.

Númi (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband