10.10.2012 | 01:30
Kvartað undan fréttum af Lady Gaga
Ég byrjaði að blogga á þessum vettvangi fyrir nokkrum árum. Þá - eins og nú - voru bloggfærslur iðulega tengdar við fréttir á mbl.is. Einkum fréttir af frægu útlendu fólki; kvikmyndastjörnum, poppstjörnum og kóngafólki nágrannalanda okkar. Hátt hlutfall af bloggfærslum gekk út á upphrópanir, hneykslun og fordæmingu á því að bornar væru á borð fréttir af frægu útlendu fólki.
Algengar upphrópanir voru: "Hverjum er ekki sama?" og "Þvílík lágkúra!" og "Hvernig væri að koma með alvöru fréttir?" og annað í þá veru. Með þessu var viðkomandi að koma því til skila að slúðurfréttir af frægu fólki væri fyrir neðan virðingu sína; gáfumennið sem vildi bara hámenningu og fréttir sem "skiptu máli".
Nú hafa þeir sem úthrópa slúðurfréttir af fræga fólkinu flestir fært sig yfir á fésbók. Þar halda þeir áfram að formæla fréttum af fræga fólkinu.
Þegar betur er að gáð þá er það þetta sama fólk sem hefur fyrir því að leita uppi slúðurfréttirnar af fræga fólkinu, lesa þær og "kommenta" við þær. Fyrir bragðið er það þetta sama fólk sem þrýstir slúðurfréttunum upp í efstu sæti mest lesnu frétta á netmiðlunum.
Þetta ágæta hneykslunargjarna og kvartsára fólk fékk góða útrás fyrir vanþóknunarsvipinn um helgina. Það hafði ekki undan að kvarta sáran yfir því að fjölmiðlar væru að segja fréttir af Lady Gaga. Þótti það lágkúra á sama tíma og brýnni ástæða væri til að segja fréttir af merkilegra fólki.
Skoðum þetta. Hverjar eru mest lesnu fréttir á mbl.is í dag?
2. Lady Gaga klæddi sig eftir veðri
3. Lady Gaga umvafin aðdáendum
5. Lady Gaga þakkaði Jóni Gnarr
7. Friðarverðlaun afhent í Hörpu
Mest lesnu fréttirnar á visir.is:
1. Jón Gnarr mætti í Star Wars búningi
2. Lady Gaga loksins komin
3. Lady Gaga vill fleiri borgarstjóra eins og Jón
Mest lesnu fréttir á dv.is:
3. Lady Gaga hrærð á friðarverðlaunaafhendingu
6. Lady Gaga komin til Íslands
Vinsælast á ruv.is:
1. Lady Gaga faðmaði aðdáendur
3. Ræða Lady Gaga í Hörpu
4. Lady Gaga komin
6. Gaga hrifin af Gnarr
7. Lady Gaga: Barátta fyrir friði mikilvæg
Það er greinilega spurn eftir fréttum af Lady Gaga. Fjölmiðlar svara eftirspurninni - þrátt fyrir kvein þeirra sem drukku í sig fréttirnar af áfergju. Þeir þökkuðu guðunum fyrir að vera ekki eins og skríllinn sem les slúður um fræga fólkið. Nú var tilefni og ástæða til að berja sér á brjóst og hreykjast af því að vera laus við minnimáttarkennd íslensku smásálarinnar sem sýnir komu útlendrar stórstjörnu á klakann áhuga. Miklir menn erum við, Snati minn, og yfir aðra hafnir.
Lady Gaga klæddi sig eftir veðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 02:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
- Furðulegur hundur: Sigurður I B (#7), ég hlakka til. jensgud 7.1.2025
- Furðulegur hundur: Meira á morgun!!!!! sigurdurig 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 57
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 1432
- Frá upphafi: 4118959
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1103
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Islendingar eru alveg Gaga!!
Sigurður I B Guðmundsson, 10.10.2012 kl. 07:10
Ég veit nú varla hver Lady Gaga er, en mér finnst afar gáfulegt af henni að klæða sig eftir veðri og hvet alla hennar aðdáendur til að fylgja því góða fordæmi.
Dagný (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 08:49
Já fréttirnar eru búnar að vera ga, ga og fréttamat er ekki til. Búinn að gefast upp á þessu og er að hætta nettengingu. Get ekki keyppt aðgang af hvort stjarna er á gulum skóm, eða koma fram í eins kjólum.
Net blöðin hanga með ruslfréttir inni dögum saman og láta sig einguskifta hvað er að gerast, bara að fylla út síðurnar af rusli, því miður.
Jón Benediktsson (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 08:54
Að stuðla að friði í heiminum
Veit einhver hversvegna Pussy og Gaga fengu FRIÐAR-verðlaun
Grímur (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 09:40
Ég var hrærð yfir ræðunni hennar það er bara yndislegt að kona sem er á toppnum sé svona mikil persóna og hjartahlý og skynsöm, gott fyrir okkur að fá það beint í æð. Og ég vil þakka Yoko Ono innilega fyrir bæði að heiðra hana og aðra, og koma íslandi á kortið sem friðarland. Ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir hversu gott verk hún er að vinna þarna sem mun fleyta landi og þjóð í framtíðinnni langt yfir það sem við getum ímyndað okkur. Bestu þakkir Yoko Ono.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 11:54
Ég var svo ánægð með Lady Gaga og fannst hún frábær og í fyrsta sinn var ég ánægð með Jón Gnarr síðan hann tók við embætti, hann er að batna. Eitt er það sem dóttir mín benti mér á og sem er, að ég tel, alveg rétt. Við erum svo fámennt þjóðfélag að þeir fjölmiðlar sem sinna þeim sem þykjast yfir pöpulinn hafnir með fréttum af frægu fólki, verða líka að sinna forvitnis þörf þeirra sem vilja allt vita, við höfum ekki sér miðla fyrir slíkt. Held að málið sé að vera þolinmóður og umburðarlyndur, eiginleiki sem er enn nauðsynlegri hér í fámenninu heldur en í erlendum stórborgum. Verum bara góð, það kostar fjandann ekkert.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2012 kl. 14:26
Þetta er nú hálfgert Ga Ga blogg hjá þér Jens Guð.!
Númi (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 17:34
Fyrir þá sem ekki vita þá leggur Stephanie Germanotta aka Lady Gaga, áherslu á jákvæða líkamsímynd. Meðal annars er síða í hennar nafni þar sem áhangendur hennar takast á við neikvæða sjálfsímynd og leggja sig fram um að elska sig sjálf eins og þau eru. Slagorð sem er oft notað kemur af einni plötu hennar og útleggst á ensku "Born this way". Um leið styður hún líka réttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð en gagnkynhneigð sem og transfólk.
En það á örugglega enginn eftir að lesa þetta rant mitt... nema kannski Jens.
Hugrún (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 23:47
Jú ég Þessi stúlka virðist vera gull af manni. Gott mál að láta ekki frægðina stíga sér til höfuðs, það hefur reynst mörgum erfiður biti að kyngja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2012 kl. 00:36
Hugrún, takk fyrir þetta. Ég vissi ekkert um Lady Gaga áður en nú er ég upplýstur um að hún hefur haft margt fleira fram að færa en vera poppstjarna. Hún hefur barist fyrir samkennd, barist gegn einelti, stutt fórnarlömb jarðskjálfta á Haiti, stutt Wikileaks og friðarbaráttu. Sungið með Plastic Ono Band síðustu ár, sungið friðarsöngva Johns Lennons og svo framvegis.
Jens Guð, 15.10.2012 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.