Spennandi hljómleikar Rustys, gítarleikara Pauls McCartneys, í Austurbæ

Rusty Anderson

  Hljómleikar gítarleikara bítilsins Pauls McCartneys verða á morgun (fimmtudag) í Austurbæ.  Rusty Anderson heitir kappinn og hefur verið einskonar hægri hönd Pauls (Paul er örvhentur) til fjölda ára og gítarleikur hans sett sterkan svip á plötur Pauls.  Ásamt spilamennskunni með Paul hefur Rusty haldið úti eigin hljómsveit og sent frá sér sólóplötur, sem innihalda m.a. bassaleik og söng Pauls.  Músík Rustys þykir svipa mjög til tónlistar Pauls.  Það er eðlilegt. 

   Á hljómleikum með Paul er Rusty iðulega bæði í hlutverki Johns Lennons og Georges Harrisonar í Bítlalögum.  

  Rusty kemur með hljóðfæraleikara með sér.  Fjöldi íslenskra tónlistarmanna syngur og spilar einnig með þeim.  Með því að smella á "posterinn" hér fyrir ofan má sjá nöfn þeirra.

  Miðasala er á midi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu, elska svona músik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 21:42

2 Smámynd: Jens Guð

  Þetta reyndist vera hin besta skemmtun.  Bítl er svo skemmtilegt.

Jens Guð, 19.10.2012 kl. 03:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já verulega skemmtilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband