Ţađ er ennţá hćgt ađ ná hljómleikum međ gítarleikara Pauls McCartneys!

rusty og paul 

  Ţađ er ekki alltof seint ađ skemmta sér konunglega á hljómleikum međ gítarleikara bítilsins Pauls McCartneys.  Rusty Anderson og félagar syngja og leika viđ hvern sinn fingur á Grćna hattinum á Akureyri á laugardaginn (20. október) og síđan bćta ţeir um betur á Rósenberg á mánudaginn.

  Ég náđi hljómleikunum í Austurbć í kvöld.  Á fyrsta hluta hljómleikanna voru fyrst og fremst frumsamin lög Rustys sjálfs.  Sum ţeirra nokkuđ Bítlaleg.  Rusty sagđi frá tilurđ laganna og lék á alls oddi.  Fjölhćfur og flinkur gítarleikari.  Hann er ekki eins gítars mađur.  Hann skipti oft um gítar.  Hljómsveitin var fjölmenn.  Allt Íslendingar nema bassaleikarinn.  Trommarinn er búsettur í Bandaríkjunum og fastur liđsmađur í hljómsveit Rustys.

  Rusty bindur sig ekki viđ einn músíkstíl, fremur en Bítlarnir.  Hann stekkur úr hörđu rokki yfir í kassagítarballöđur eđa reggí.  Reggílag kvöldsins var úr smiđju Bobs Marleys.  Rusty sagđi ástćđuna fyrir ţví vera ţá ađ trommarinn úr Police hafi veriđ ađ spila inn á plötu međ sér.  Rusty fannst ómögulegt annađ en láta ţennan reggí-jálk njóta sín í eins og einu reggílagi.

  Um miđbik hljómleikanna spratt Gunnar Ţórđarson fram á sviđ.  Fyrst flutti hann einn síns liđs Bítlalagiđ  Blackbird.  Bítladrengirnir blíđu bökkuđu hann síđan upp í Bítlalaginu  Don´t Let Me Down.  Ţví nćst söng Andrea Gylfa Bítlalagiđ  Elianor Rugby.   Magnús R. Einarsson söng  Strawberry Fields.  Bítlalögin héldu áfram ađ tikka inn.  Rusty skaut ţó inn á milli einhverjum frumsömdum lögum.  En líka einu Wings-lagi.  Svo voru ţađ Bítlalög eins og Birthday  (sem er fast á hljómleikadagskrá Pauls og Rustys) og  And Your Bird Can Sing.  George Harrison lá ekki óbćttur hjá garđi.  Bassaleikarinn söng blússlagarann hans,  Old Brown Shoe

  Ţarna var samankomiđ einvalaliđ snillinga.  Allt í allt á annan tug.  Ţetta var góđ skemmtun.  Tveir góđglađir áheyrendur skerptu á stemmningunni.  Ţegar Gunni ţórđar hafđi veriđ fjarri góđu gamni í nokkrum lögum hrópađi annar:  "Hvar er Gunni Ţórđar?"  Sessunautur hans svarađi:  "Ég er hrifnastur af stelpunni!".  Hann hlýtur ađ hafa átt viđ Andreu. 

  Missiđ ekki af hljómleikunum á Grćna hattinum og Rósenberg.

Rusty Anderson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til í kvöld ađ skella mér á Hattinn

Björn Jónson (IP-tala skráđ) 20.10.2012 kl. 10:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.