5.11.2012 | 02:24
Hvorn styðja poppstjörnurnar?
Það er skemmtilegur samkvæmisleikur að velta vöngum yfir forsetakosningum í Bandaríkjunum. Sumar poppstjörnur eru áhugasamar um samfélagið og tala ætíð opinskátt um sín stjórnmálaviðhorf. Aðrar poppstjörnur eru lítið fyrir að opinbera stjórnmálaskoðanir sínar, svona að öllu jöfnu, en skjótast óvænt fram í sviðsljósið þegar stutt er til kosninga og styðja opinberlega sinn mann.
Í áranna rás hefur fjöldi skærustu poppstjarna verið viljugur til að styðja opinberlega demókrata og frambjóðendur þeirra. Það náði hámarki þegar Obama bauð sig fram til forseta fyrir fjórum árum.
Mun færri poppstjörnur hafa stigið fram til stuðnings republikunum og frambjóðendum þeirra. Það er að segja bitastæðum poppstjörnum, sem njóta virðingar og vinsælda. Það er ekki beinlínis hörgull á lítt þekktum kántrý-boltum í stuðningsliði republikana.
Meðal yfirlýstra stuðningsmanna Obama er þessa að finna:
Justin Timberlake
Yfirlýstir stuðningsmenn Romneys eru þessir helstir:
Úrslitin ráðast í Ohio | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.11.2012 kl. 13:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 1025
- Frá upphafi: 4111586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 860
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Aðeins heiladauðir geta stutt Romney, maðurinn er alger vitleysingur :)
DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 10:44
Hverjum er svo sem ekki sama!!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2012 kl. 10:46
Frekar gaman að þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2012 kl. 12:29
Það hefur gerinilega gengið betur Jens, að finna stuðningsfólk Obama í þessum geira.
Nei, nei DoctorE Romney er ekki vitleysingur þó hann skilji ekki af hverju ekki er hægt að opna glugga á flugvélum á flugi til að hleypa inn hreinu lofti. Hann lætur breyta þessu á Airforce one þegar hann verður orðin forseti og hann lætur jafnframt setja á vélina verönd svo hann geti notið kvöldsólarinnar með spúsu sinni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2012 kl. 15:52
Ég fann lista yfir stuðningsmenn Romney. Varð ákaflega feginn þegar ég sá þar hvergi mína uppáhaldshljómsveit, Rush. Enda eru þeir Kanadamenn, svo það er ólíklegt að þeir skipti sér af opinberlega.
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Mitt_Romney_presidential_campaign_endorsements,_2012#Musicians
Hérna... DoctorE - heitir þú ekki Viðar Pétursson? :)
Ingvar Valgeirsson, 5.11.2012 kl. 17:45
DoctorE, sumir sjá ekki annan mun á frambjóðendunum en húðlit. Aðrir telja sig vera að velja á milli mormona og múslima.
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 20:24
Sigurður I.B., bandarísku forsetakosningarnar eru það sem allt snýst um þessa dagana. Þannig að mörgum er ekki sama um neitt sem að þeim snýr. Í margar vikur hafa íslenskir fjölmiðlar útlistað sitthvað um kosningarnar. Annað kvöld verður kosningavaka í RÚV og sennilega fleiri íslenskum fjölmiðlum.
Þetta er eins og með aðrar kosningar í nágrannalöndum okkar. Íslenskir fjölmiðlar fylgjast vel með, hvort heldur sem er kosningum í Ameríku (Grænlandi eða Bandaríkjunum) eða í Færeyjum. Það vantar bara upplýsingar frá Grænlandi og Færeyjum. Þess vegna er ekki hægt að fylgjast eins vel með kosningum þar.
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 20:28
Ásthildur Cesil, það er gaman að sjá hvar poppstjörnurnar raða sér á fötuna.
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 20:29
Axel Jóhann, já, það er mun auðveldara að finna poppstjörnur sem styðja Obama opinberlega en Romney. Reyndar fann ég fleiri nöfn í báðum hópum. En það væri bara til að gera upptalninguna leiðinlega að hafa með nöfn sem eru óþekkt á Íslandi og lítið þekkt í Bandaríkjunum.
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 20:32
Ingvar, takk fyrir þetta. Mér urðu á mistök með því að hafa Rush á listanum. Ég tók mig til og fletti upp á þeim netsíðum sem ég hafði verið að skoða yfir helgina. Þar kemur víða fyrir að Rush styðji Romney. Þegar nánar er lesið kemur í ljós að um er að ræða einstakling að nafni Rush Limbaugh. Í fljótfærni gekk ég út frá því sem vísu að verið væri að fjalla um hljómsveitina (og einnig í ákafa við að reyna að grafa upp nöfn þekktra hljómsveita í stuðningsliðum).
Þannig að ég hef fjarlægt nafn hljómsveitarinnar Rush af listanum og Rush Limbaugh virðist ekki vera poppstjarna.
Hitt er annað mál að sumar poppstjörnur styðja frambjóðendur þó að þær séu ekki með kosningarétt. Til að mynda Justin Bieber (kanadískur) og Mick Jagger (breskur).
Í stuðningsliði er líka fólk eins og Axl Rose sem ætlar ekki að kjósa. Hann er í Kaliforníu og segir sigur síns manns, Obama, vera öruggan þar og hreinlega nennir þess vegna ekki að standa í biðröð á kosningastað (dálítið Axl Rose-legt, ekki satt?).
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 20:43
Svo eru það þessar æsispennandi útgönguspár en afhverju er ekki einhver með inngönguspá og er þannig á undan hinum!!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2012 kl. 20:48
Svo byrja þessar æsispennandi útgönguspár en afhverju er enginn með inngönguspá!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2012 kl. 21:38
Eða ef til vill útafgönguspá?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2012 kl. 21:41
Smá mistök. Átti ekki að vera í tvíriti!!
Sigurður I B Guðmundsson, 5.11.2012 kl. 21:42
Leikarar og tónlistarfólk hér ytra (er búsettur á vinstri ströndinni) styður yfirleitt demókrata vegna þess að það er uppfullt af sektarkennd yfir því hversu gott þau hafa það. Þau eru því í mörgum tilfellum að kaupa sér "syndaaflausn" með þessum stuðningi. Það er hinsvegar sláandi að kántrímenn og suðurríkjarokkarar (sem íslendingar kalla rauðhálsa og eru þar með óalandi og óferjandi og hvergi í húsum hæfir)eru þeir sem helst styðja Romney.
Þar sem ég er kristinn hægri öfgamaður styð ég hann líka.
Erlendur (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 22:14
Sigurður I.B., þetta er góð uppástunga!
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 22:39
Ásthildur Cesil, þín tillaga er skemmtileg!
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 22:41
Sigurður I.B., þínum skemmtilegu innleggjum er aldrei ofaukið! Þau mega þess vegna vera í þríriti!
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 22:42
Erlendur, suðurríkjarokkið er alvöru rokkið. Rokkið varð til í Suðurríkjunum. Þar eru rætur rokksins. Þess vegna er hluti suðurríkjarokksins kallaður rótartónlist og í víðtækari merkingu kallaður americana. Það er þessi heillandi ópoppaða blanda af blús, kántrý, rokki og róli og þjóðlagatónlist. Rauðhálsarnir kunna þetta öðrum betur.
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 22:55
Þar erum við sammála (um rokkið allavega) og þar sem ég ferðast þónokkuð mikið hér í landi hinna frjálsu hefur mér gefist kostur á að sjá alls konar músik live (New Orleans, Memphis, Boston, San Fransisko, Seattle)og hef ég að öllu jöfnu skemmt mér best í suðurríkjunum.
Erlendur (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 23:20
Jamm Erlendur ég hef kynnst franska hverfinu í New Orleans og þótti frábært tók meira að segja lagið með einni hljómsveitinni, hef einnig heimsótt San Fransisko og Boston. Á eftir Memphis og Seattle. Og svo var dásemdin ein að ruslast um Manhattan bæði á músikbörum og leikhúsum á Broadway.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2012 kl. 23:25
Mér hefur gegnum árin sýnst að margir landar mínir hafi sama álit á Bandaríkjunum og ég á Frakklandi sem er að Frakkland væri dásemdarland ef það væri ekki fullt af Frökkum.
Erlendur (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 23:31
Hahahahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2012 kl. 23:42
Erlendur, ég hef ekki búið í Bandaríkjunum en verið þar tvívegis í 6 vikur og nokkrum sinnum í styttri heimsóknum. En ekki farið víða: Texas, Nýja Mexico, Florida, Boston og New York. Ég er með músíkdellu á háu stigi og sæki mjög í þessa suðurríkjastíla: Suðurríkjarokkið, rótartónlist, americana og hreinu músíkstílana: Blús, rokk og ról, ópoppað kántrý, blágresi, djass o.s.frv. Þar er suðurríkjaliðið á heimavelli. Ég var einmitt að rifja upp um daginn á bloggsíðu Ásthildar Cesil þegar ég sótti hljómleika með Leon Russell í Texas 1976. Hún sótti hljómleika hjá Leon Russell nýlega.
Næst ætla ég að heimsækja Norður-Karólínu.
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 23:52
Ásthildur Cesil, þetta hefur verið gott ævintýri. Fyrir forvitnissakir: Hvaða lag söngstu í New Orleans?
Jens Guð, 5.11.2012 kl. 23:54
Erlendur, það er eiginlega ekki hægt að hafa eina skoðun á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum. Við erum svo gott sem að tala um heila heimsálfu þar sem munur á ríkjum er verulega mikill. Að öllu leyti: Viðhorfum fólks til allra hluta, tónlist og allskonar. Bandaríkin eru sennilega einn mesti suðupottur fjölmenningarsamfélags í heiminum. Ég þekki ekki aðra Bandaríkjamenn en hvíta af evrópskum uppruna og indíána. Samt veit ég af blökkumönnum (sem ég held að séu um 12%) og spænskumælandi frá Mexíkó sem eru nokkuð fjölmennir í Texas og víðar.
Jens Guð, 6.11.2012 kl. 00:05
Ég fór í fyrsta og eina skipti til Frakklands í sumar. Kunni bara vel við þá Frakka sem ég átti samskipti við. Það kom mér samt pínulítið á óvart hvað fáir Parísarbúar vilja tala ensku. Mér skilst að þeir læri ensku í grunnskóla en fara samt eins og í baklás þegar þeir eru ávarpaðir á ensku. Ekki allir. En margir. Engu að síður eru enskumælandi ferðamenn fjölmennir í París. Annað sem kom á óvart í París er hvað Parísarbúar gefa manni upp misvísandi og allt að því rangar upplýsingar. Kannski vegna tungumálaörðugleika.
Dæmi: Ég spurði í Upplýsingamiðstöð ferðamála (Information). Mér var sagt að pósthús væri hinumegin við götuna. Bara þarna rétt hjá. Ég fór yfir götuna og leitaði. Eftir smá eftirgrennslan kom í ljós að pósthúsið var í næsta húsi við Upplýsingamiðstöðina. Sömumegin á götunni en ekki hinumegin við götuna.
Þegar ég fékk beiðni um að gefa hótelinu sem ég dvaldi á einkunn sá ég að fyrri viðskipavinir kvörtuðu undan rangvísandi upplýsingum heimamanna um veitingahús og fleira. Skrítið.
Jens Guð, 6.11.2012 kl. 00:17
Man það ekki alveg en held að það hafi verið Proud Mary m.a.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2012 kl. 00:48
Var nýbúin að sigla á Missisisippy með fljótabát og það var svo nátengt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2012 kl. 00:49
Aha. Proud Mary er "pjúra" suðurríkjarokk. Creedence Clearwater Rivival (höfundar Proud Mary), var önnur tveggja fyrstu "americana" hljómsveita sem féllu undir þá skilgreiningu. Hin var The Band. Ég var með þetta lag á dagskrá hjá mínum rokkhljómsveitum á hippaárunu.
Jens Guð, 6.11.2012 kl. 01:00
árunum, átti það að vera.
Jens Guð, 6.11.2012 kl. 01:01
Sir Paul McCartney hvetur fólk til að kjósa Obama. John Fogerty og CCR hafa stundum verið flokkaðir sem suðurríkjarokkarar vegna þess að þeir sækja tónlistaráhrifin í folk/blues/country blönduna frábæru frá suður-ríkjunum, þrátt fyrir að vera frá Californíu á vesturströndinni.
Stefán (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 13:09
Það er gaman af þessum tónlistarpælingum, sérstakelag þar ég ég á plötu(r) með held ég öllum hljómsveitum sem hér hefur verið minnst á.
Jens, varðandi Banaríkin og einlitar skoðanir þar á er það alveg rétt að hér eru víðáttur miklar og mikill breytileiki í mannflórunni. Ég hef búið hérna í rúm 25 ár og alltaf á vinstri ströndinni og hef sannreynt hversu stórt og breytilegt þetta land er.
Erlendur (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 17:23
Vei að Bob Dylan er ekkert sérlega pólitískur. Eða það segir hann sjálfur. En er hann ekki stuðningsmaður Demókrata ? Vantar hann ekki á þennan lista ?
Brynjar Jóhannsson, 6.11.2012 kl. 22:20
Stefán, takk fyrir ábendinguna með Paul.
Jens Guð, 7.11.2012 kl. 00:13
Erlendur, það er alltaf góð skemmtun að koma til Bandaríkjanna.
Jens Guð, 7.11.2012 kl. 00:15
Brynjar, Dylan var virkur í stuðningsliði Obama í síðustu kosningum. Hann hefur ekki gefið sig upp sem stuðningsmann núna. Maður veit um ýmsa poppara sem styðja annan hvorn frambjóðandann en á mínum listum setti ég aðeins þá sem hafa gefið út yfirlýsingar um stuðning.
Jens Guð, 7.11.2012 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.