8.11.2012 | 15:57
George W. Bush kaus Obama!
Sitthvað bar til tíðinda í kosningunum sem fóru fram í Bandaríkjum Norður-Ameríku á þriðjudaginn. Enda var kosið um margt. Á vesturströndinni grátbáðu kjósendur um að fá að borga hærri skatta. Fylgdu þeir þar í kjölfar bandarískra auðmanna sem hafa þrábeðið um auðmannaskatt. Í sumum ríkjum kváðu kjósendur upp úr með það að þeir vilji fá að reykja sitt hass í friði; án afskipta lögreglu og dómsvalds. Þá reyndist - nú sem stundum áður - frambjóðendum til framdráttar að hafa kvatt þennan heim og vera komnir 6 fet neðanjarðar. Tveir slíkir sigruðu með stæl.
Óvæntustu tíðindin eru þau að fyrrverandi forseti, reppinn George W. Brúskur, kaus ekki forsetaframbjóðanda síns flokks heldur demókratann Hussein Obama.
Brúskur virtist óvenju ringlaður þegar hann mætti á kjörstað í Texas. Fyrst ruglaðist hann á kjörklefa og salernisklefa. Þegar hann náði áttum og slapp inn í kjörklefann fór allt í rugl. Það þyrmdi yfir hann og hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Ástæðan var sú að það mátti einnig kjósa menn til þings og fleiri embætta. Brúskur varð ringlaður af öllum þeim nöfnum sem hann sá á tölvuskjánum. Í taugaveiklunarkasti fór hann að hamast á tölvunni til að gera eitthvað og til að reyna að átta sig á því hvernig hún virkaði. Áður en hann vissi af var hann búinn að kjósa Obama.
Við það ærðist Brúskur. Hann réðist með ofbeldi á græjuna í örvæntingarfullri tilraun til að afturkalla atkvæðið. Hann var næstum búinn að velta bæði græjunni og kjörklefanum um koll þegar tölvan stöðvaði frekari aðgerðir og Brúskur gat ekki lokið við að kjósa þingmenn eða aðra.
Brúskur hljóp kófsveittur, baðandi út öllum öngum, til starfsfólks kjördeildarinnar og krafðist þess að atkvæði sitt yrði gert óvirkt og hann fengi að kjósa aftur. Það var ekki hægt. Öryggisverðir buðust til að hringja eftir áfallahjálp fyrir hann. Hann afþakkaði en þáði bréfaþurrkur til að þerra svitann.
Brúskur hefur fordæmt kosningagræjuna og sagt hana vera svo flókna og ruglingslega að ómögulegt sé að finna út hvernig hún virki. Framleiðandi græjunnar mótmælir þessu. Hann segir að af öllum þeim milljónum sem kusu með græjunni sé Brúskur eina einasta tilfellið sem áttaði sig ekki á henni. Allir aðrir hafi kosið vandræðalaust og verið ánægðir með hvað græjan sé einföld og auðskilin. Græjunni verði ekki breytt. Vandamálið sé alfarið einskorðað við Brúsk.
Tveir náðu kjöri þrátt fyrir að vera látnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2012 kl. 15:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
Nýjustu athugasemdir
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Það má geta þess að George hélt því fram að hugmyndin að nafnin... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Sigurður I B, það geta ekki allir verið Paul! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 5
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1683
- Frá upphafi: 4120787
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1472
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Var hann ef til vill með tyggjó?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2012 kl. 17:08
Góður
Þessi er líka ágætur
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1267281/
En þessir ungu menn af Suðurnesjunum ekki alveg jafn ágætir
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1267096/
Ómar Ingi, 8.11.2012 kl. 17:19
Það er nú ekkert merkilegt að tveir látnir hafi náð kjöri, hér kjósa látnir í hverjum kosningum sem minnir á gamla og sanna sögu:
Jones: "I want to be buried in Chicago.
Smith: "Why?"
Jones: "So I can stay active in politics."
Myndin af Bush með sjónaukann er fræg, minna fræg hins vegar fyrir það að þetta er nætursjónauki með sérstakar linsuhlífar til notkunar í dagsbirtu.
Einnig er líka minna frægt þegar Obama forseti kvaðst í kosningabaráttunni hafa heimsótt öll 57 ríki Bandaríkjanna.
Erlendur (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 22:42
Hér er fyndin grein frá Fíladelfíu,
http://www.philly.com/philly/news/nation_world/20121108_Vote_was_astronomical_for_Obama_in_some_Philadelphia_wards.html
Sérstaklega "or more" tilvitnunim "In 13 Philadelphia wards, Obama received 99 percent of the vote or more". Þetta há hlutfall má væntanlega skíra með atkvæðum látinna.
Það er einungis á Kúbu og á Albaníu þar sem stjórnvöld fá slíkan stuðning. Það er engin furða að hann hafi unnið kosningarnar.
Erlendur (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 23:23
Ásthildur Cesil, hafi hann verið með tyggjó er næsta víst að hann hafi gleypt það í æsingnum.
Jens Guð, 8.11.2012 kl. 23:47
Ómar Ingi, þetta er snilld út í eitt. Bestu þakkir fyrir góða skemmtun.
Bloggfærsla mín er ekki grín. Þetta var svona.
Jens Guð, 8.11.2012 kl. 23:50
Erlendur, þetta eru grallarar.
Jens Guð, 8.11.2012 kl. 23:51
Erlendur (#4), takk fyrir þetta.
Jens Guð, 8.11.2012 kl. 23:52
Ég undrast verulega að íslenskir fjölmiðlar skýri ekki frá þessari merkilegu uppákomu: Að Brúskur hafi kosið Obama.
Jens Guð, 8.11.2012 kl. 23:57
Það flaug nefnilega fyrir að hann gæti ekki tuggið tyggjó og gengið á sama tíma
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 00:36
Það má vera en hann vissi alla vega hvað ríkin eru mörg í Bandaríkjunum. Þar sem þú ert mikið á ferðinni til Austurríkis Ásthildur þætti þér kannski gaman að vita að samkvæmt 0Bama tala þarlendir austurísku, en ekki þýsku eins og fram til þessa hefur verið talið.
Erlendur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 00:51
Já fróðlegt. Margir Bandaríkjamenn vita ekkert um umheimin svo það er svo sem ekki í frásögur færandi, sérstaklega þegar maður hugsar um Söru Phalin, svona talandi um vitsmuni þessar ágæta sambandsríkis. Ég er ekki að finna upp hjólið er bara að endurtaka eitthvað sem ég hef heyrt og er í anda þessa bloggs hér, myndirnar tala sínu máli Erlendur ef þetta kemur eitthvað við sálina í þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 00:58
Nei, kemur svosem lítið við sálina í mér nema hvað varðar hversu röng mynd er oft birt í fjölmiðlun um bandaríkin og bandaríkjamenn nema þá helst að þeir séu réttu megin í pólitíkinni.
Konan mín og börn (til hálfs allavega) eru bandaríkjamenn og ég verð aðeins að halda uppi vörnum fyrir þau :) en mikið er gott að mannfólkið er margvíslegt og við ekki öll sammála þrátt fyrir að meginhluti íslendinga hafi rangt fyrir sér :)
Erlendur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 01:09
Ég á ættingja í Bandaríkjunum, föðursystir mín giftist ofusta í hernum á Keflavíkurflugvelli, þau bjuggu í Keflavík og áttu tvö börn, hann dó þessi elska langt á undan henni, enda mikið eldri en hún, og hún varð að flytja til bandaríkjanna ef hún átti að fá lífeyrir sem henni bar. Svo hún flutti þangað með þeim kjarki sem er í blóði íslendingsins. Dóttir hennar á bandarískan mann, sem reyndar er gyðingur, og ég var heima hjá þeim þegar sonurinn tók vígslu man ekki hvað það heitir lengur, en svoleiðis er það. Málið er að það er fullt af fólki þarna sem er með fulle fem, en svo er líka fullt af fólki sem hvorki skilur né nennir að leggja sig fram um að líta upp frá sínu eigin brjósti.
Ég ásamt eiginmanni mínum fórum í rútum frá Mexico til Long Beach með viðkomu á ýmsum stöðum m.a. Atlanta þar sem ég átti vinkonu, svo ég hef komist svolítið inn í sálina á BNA.
Það sem ég vil segja minn ágæti Erlendur er þetta, ég er sammála því að fólk er margvíslegt, og svo þetta að flestir túristar hér á okkar litla landi eru einmitt bandaríkjamenn. Þeir eru glaðsinna og góðir túristar að því marki að þeir "eyða meira" en til dæmis Þjóðverjar sem hingað koma, þetta fólk er glaðlynd en jafnframt fjarlægt. Eins og sagt er, kveðjan "How do you do" er svona frasi, og ef viðkomandi vildi nú segja nákvæmlega hvernig honum liði, ef það væri til dæmis illa... þá væri það ekki í velsæmi. Bandaríkjamenn eru svona frekar yfirborðsfólk, og allt svo sem gott um það að segja, en afar ólíkt okkur, vegna þess að þegar við segjum, hvernig líður þér, viljum við fá að vita hvernig fólki líður.
En ég á þessi yndislegu ættingja í Ameríku sem mér þykir undir vænt um og hafa komið hér í heimsókn og eiga væntanlega eftir að koma miklu oftar, því móðir þeirra krafðist þess að fá að liggja í ísfirskri mold. Svoleiðis að ég þekki frekar ágætlega til þjóðarsálarinnar þarna, hvað varðar íslendinga, og eiginmaður frænku minnar er frá ísrael.
Mean ég man þarf að spyrja Pet frændu mína hvern þau kusu í þessum kosningum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 03:08
Don't worry Obummer will blame the president for the last 4 years for everything he does wrong for the next 4 years.
Oh sh.. Obummer was the president, well it is Bush's fault anyway.
Kveðja frá Las Vegas.
P.S. Að bjóða ókunnugum góðann daginn nú til dags í henni Reykjavík, þá er horft á mann eins og maður sé eitthvað skrýtinn.
Jóhann Kristinsson, 9.11.2012 kl. 08:25
P.S. Að bjóða ókunnugum góðann daginn nú til dags í henni Reykjavík, þá er horft á mann eins og maður sé eitthvað skrýtinn.
Þessu hef ég tekið eftir. Ég býð nefnilega oft góðan daginn hér heima, og verður stundum á að gera það sama í borginni og þá horfir fólk á mann eins og maður hafi gert eitthvað af sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 13:23
Ásthildur Cesil (#10), þetta eru vandræði sem hendir fleiri. Það þarf lagni til að jórtra tyggjó og rölta um á sama tíma.
Jens Guð, 9.11.2012 kl. 23:28
Erlendur (#11), mig rámar í að Hussein hafi sömuleiðis fyrir fjórum árum oftalið ríki Bandaríkjanna. Kannski taldi hann Kenya með?
Jens Guð, 9.11.2012 kl. 23:31
Jens
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2012 kl. 00:20
Hjálpi okkur allt sem gott er, til að Bush komist ekki áfram á heims-valdabrautinni. Heimurinn þarf á öllu öðru frekar að halda.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2012 kl. 02:18
Jens,
þetta var grínfrétt í grínblaðinu "Daily Currant" Ef maður smellir á about á vefsíðunni þeirra kemur eftirfarandi:
Q. Are your newstories real?
A. No. Our stories are purely fictional. However they are meant to address real-world issues through satire and often refer and link to real events happening in the world
Páll Á. Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.