Íslendingar sýna framfarir

lagt á milli stæða fyrir fatlaða 

  Íslendingar eru allir að koma til,  hægt og bítandi,  á mörgum sviðum.  Við erum farnir að taka tillit til annarra í vaxandi mæli - með grófum undantekningum, eins og gengur. 

  Fyrir 20 - 30 árum kunnum við ekki að aka á götum þar sem tvær eða fleiri akreinar liggja í sömu átt.  Það tók okkur, almennt,  mörg mörg ár að átta okkur á því að þeir sem kjósa að keyra hægt eigi að halda sig á akrein lengst til hægri.  Hinir,  sem kjósa meiri hraða en aðrir,  halda sig á á akrein lengst til vinstri.  

  Ennþá er algengt að sjá einstaka ökumann dóla sér löturhægt á vinstri akrein.  En þeim fækkar.

  Íslendingum gengur hinsvegar illa að heimfæra þessa reglu yfir á rúllustiga og aðra stiga.  Við tökum eftir því erlendis að þeir sem eru ekkert að flýta sér standa lengst til hægri í stiganum.  Hinir,  þessir sem eru að flýta sér,  hraða sér eftir vinstri hluta stigans.  

  Þegar ekið er um borgina kemur fyrir að gangandi vegfarendur standa við gangbraut og bíða eftir að komast yfir.  Því fer fjarri að allir ökumenn stöðvi og hleypi viðkomandi yfir götuna.  Ég hef vanið mig á að sýna lipurð hvað þetta varðar.  Það einkennilega er að börn sýna þakklæti með því að veifa.  Fullorðnir gera það aftur á móti fæstir.  

  Í fyrravor varð starfsfólk í stórmörkuðum vart við að Íslendingar fóru að apa eftir útlendingum:  Að setja á færibandið statíf sem aðgreinir innkaup viðskiptavinanna.  Áður þurfti afgreiðslufólkið að greina innkaupahrúgur viðskipta vina að með þessu statífi.  En nú hafa íslenskir viðskiptavinir lært að gera þetta sjálfir.  Það er eiginlega að verða algilt.  Fyrir bragðið er hægt að raða þéttar á færibandið (kúnninn losnar þá við að halda á innkaupadóti sínu þangað til færibandið er orðið autt).  

   Næst þurfa Íslendingar að læra á stefnuljós og hætta að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða.  Það verður erfitt.

illa_lagt_i_stae_i_vi_holagar.jpg


mbl.is „Virðingarleysið er algjört“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens minn. Mestu framfarirnar sem Íslendingar geta sýnt, eru þær að hætta að borga "löglegum" bankaræningjum allar sínar láglauna-þræla-tekjur.

Þá sleppa þeir Íslendingar líka við að brjótast inn hjá einhverjum og ræna, til að geta lifað út mánuðinn.

Það er nú sem betur fer verið að byggja fangelsi á Hólmsheiði fyrir þá sem bankaræningjarnir hafa rænt lífeyrinum og íbúðunum frá, og hafa hent út á götuna, og í innbrota-framfærsluna.

Skuldafangelsi er svo sannarlega það sem vantar á Íslandi!

Það er gott að rændum öryrkjum og eldri borgurum framtíðarinnar hefur verið tryggt mannsæmandi húsnæði í framtíðinni á Hólmsheiðinni. Þeir rændu og sviknu hafa ekki aðra möguleika eftir í "velferðarríkinu" Íslandi en að ræna sér mat, eftir að lífeyrissjóðirnir og bankarnir hafa rænt þá aleigunni og ævisparnaðinum.

Eru Íslendingar ekki "lánsamir" að einhverjir "velviljaðir verktakar" vilji byggja fangelsi fyrir þá rændu og sviknu?

Það liggur við að maður hlakki til að komast í lúxusfangelsi eldriborgara á Hólmsheiði

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2012 kl. 01:55

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo er bara eftir að koma þeim sem rændu bankana inna frá bak við lás og slá og þá  geta öll dýrin í skóginum verið vinir!!

Sigurður I B Guðmundsson, 10.11.2012 kl. 10:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með stefnuljósin, ætli þurfi ekki að fara að kenna þetta í grunnskólanum, svo börnin geti sagt foreldrunum til?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2012 kl. 16:43

4 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  takk fyrir þessar áhugaverðu vangaveltur.

Jens Guð, 10.11.2012 kl. 22:43

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  er ekki ólíklegt að það gerist?

Jens Guð, 10.11.2012 kl. 22:44

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þetta er góð uppástunga með að virkja börnin í baráttu fyrir notkun stefnuljósa.  Þau - eins og aðrir - eru í hættu þegar bíll hægir skyndilega á sér til að beygja án þess að nota stefnuljós.  Lögreglan gerir margt þarflausara en skipta sér af vannotuðum stefnuljósum.

Jens Guð, 10.11.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband