20.11.2012 | 21:46
Ævintýralegur ástar-átthyrningur. Ris og fall háttsettra.
Ég er að reyna að átta mig á ástarmálum æðstu toppa í leyniþjónustu Bandaríkja Norður-Ameríku, CIA; alríkislögreglu Norður-Ameríku, FBI; stríðshetja og leiðtoga bandaríska hersins í Írak og Afganistan; fyrrverandi tilvonandi æðstráðanda yfir herjum NATO og ég veit ekki hvað og hvað.
Hvað höfðingjarnir hafast að er forvitnilegt. Siðferði og heilindi á einu sviði segja eitthvað. Bara eitthvað. En það er atburðarrásin sem er safaríkasta sagan. Það er hægur vandi að týnast í henni. Allt fer í rugl. Til að einfalda söguna fyrir mig og ykkur nota ég bara eftirnöfn þessa ágæta fólks og einkenni þau með sitthverjum litnum:
Vel gift og hugguleg kona, Broadwell, tekur upp á því að senda annarri vel giftri og huggulegri konu, Kelley í Flórida, tölvupóst. Eða öllu heldur dældi á hana tölvupóstum. Broadwell sakar Kelley um að eiga í ástarsambandi við tvo helstu ástmenn sína (les= ástmenn Broadwell), heiðviðra fjölskyldufeður sem megi ekki vamm sitt vita. Séu í góðu og trúföstu hjónabandi. Það séu gróf og ófyrirgefanleg svik við hjúskaparheiður þeirra að Kelley stundi framhjáhald með þeim. Annar heitir Petraeus. Hinn heitir Allen.
Til að leggja áherslu á ásakir sínar hótar Broadwell henni Kelley öllu illu. Jafnframt hótar hún Kelley því að upplýsa eiginmann hennar um þessi ómerkilegu óheilindi og kallar hana druslu fyrir að vanhelga hjónaband þeirra með framhjáhaldi. Broadwell hótaði Kelley ýmsu öðru. Kelley varð hrædd vegna ofbeldisfullra hótananna. Enda með músarhjarta. Svo hrædd varð hún að hún snéri sér til hryðjuverkadeildar FBI.
FBI hóf rannsókn á málinu. Komst inn í tölvu Broadwell og fann þar ótal ástarbréf sem höfðu gengið á milli Broadwell og Petraeus. Hann er á sjötugsaldri. Hún er fertug. Það er aukaatriði. Ástin spyr ekki um aldur.
Sá sem Kelley snéri sér til hjá hryðjuverkadeild FBI hafði áhyggjur af þessu. Ég verð að segja það. Hann taldi öryggi Bandaríkjanna stafa hættu af stöðunni. Petraeus var yfirmaður CIA.
FBI-maðurinn kom áhyggjum sínum á framfæri við leiðtoga republikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Einhverra hluta vegna var reynt að þagga málið niður. Það var þæft. Kannski vegna forsetakosninganna. Allt komst þó upp um síðir.
Víkur þá sögunni að hinum grandvara fjölskylduföðurnum, Allen. Þeim sem Broadwell sakaði Kelley um að eiga í ástarsambandi við. Hann var háttsettur hershöfðingi. Samskipti hans og Broadwell hófust á því að Broadwell varaði hann við því að eiga í ástarsambandi við drusluna Kelley. Hún væri ómerkilegur hjónadjöfull og samkvæmisljón.
Leikar fóru þannig að ástir tókust með þeim Allen og Broadwell. Allen átti að verða næsti yfirmaður herafla NATO. Í millitíðinni sendi hann Broadwell 30 þúsund ástarbréf. Það var nánast full vinna. Með bréfunum sendi hann Broadwell ljósmyndir af sér mismikið klæddum. Eða réttara sagt mismikið nöktum.
Þrátt fyrir að allir þessir tölvupóstar á milli Broadwell og annars vegar Allens og hinsvegar Petraeusar hafi verið faldir - gerðir ósýnilegir í þeirra tölvum og "órekjanlegir" - þá tókst tölvusérfræðingum FBI að grafa þá upp. Það eru góð meðmæli með tölvudeild FBI. En ekki eins góð meðmæli með siðferði, heilindum og hjúskapargildum Allens, Petraeusar, Broadwell og Kelley. Engu að síður er allur hópurinn kirkjurækinn, íhaldssamur og sammála um að hjónabandið sé heilög stofnun, hvort heldur sem er í augum guða eða manna.
Hér er hin vel gifta, trygglynda og fertuga eiginkona, Broadwell, ásamt eiginmanninum:
Svo er það hinn trúfasti borðalagði og margheiðraðri eiginmaður til fjögurra áratuga, Petraeus á sjötugsaldri, ásamt eiginkonunni. Kappsemi Petraeusar við að drepa Íraka og Afganista orsakaði tvímælis hjá undirmönnum hans. Það er önnur saga og léttvægari:
Því næst hin vel gifta Kelley ásamt eiginmanninum:
Loks er það sá ljúfi Allen ásamt sinni ástkæru eiginkonu. Ef hún fengi flatlús gæti sú óværa endað hjá eiginmanni Broadwell eftir að hafa ferðast á milli Allens, Kelley, hennar eiginmanns og Petraesusar og þaðan til Broadwell. Að lokum sæti eiginmaður Broadwell uppi með flatlús frá eiginkonu Allens. Þá væri flatlúsin hissa eftir allt þetta ferðalag.
![]() |
Ástkonan er miður sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Spaugilegt, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt 21.11.2012 kl. 20:11 | Facebook
Athugasemdir
Ég var að reyna að átta mig á ferð mögulegrar flatlúsar. Maður verður jú að setja sig vel inn í stríðspólitíkina vestra ekki síður en ástandið á Gaza!
Er ekki hægt að taka eiginmann Kelley út úr ferðalýsingu flatlúsarinnar? Eða var annars eitthvað á milli hans og Petraeusar? (annað en Kelley náttúrulega, eða þannig)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 23:03
Sæll. Já það er margt skrýtið í kýrhausnum. Er ekki bókin þín um Eivör að koma út fyrir jól. Býð spenntur eftir að lesa um þessa frábæru söngkonu.
Kveðja.
Bjarni Hjartarson. (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 23:06
Já, er það bara nóg að sega sorrý, ég ætlaði ekki að gera þetta, þegar allt er komið í hönk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2012 kl. 23:10
Hvernig myndi Manús L. Sveinsson axla sína ábyrgð, væri hann hlekkur í svona flatlúsa keðju?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2012 kl. 23:51
Bjarni, maður spyr sig.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 00:27
Bjarni Hjartarson, af óviðráðanlegum orsökum hefur útgáfu bókarinnar verið frestað til septembers á næsta ári. það er önnur flókin saga. Bókin er alveg tilbúin til prentunar en það er betra að hún komi út tímanlega næsta haust en í tímahraki á þessum tímapunkti. Það er ekki við mig að sakast. Ég skilaði handritinu inn í maí. Það eru aðrir utan að komandi þættir sem töfðu útgáfu bókarinnar. Ég upplýsi það kannski síðar.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 00:31
Ásthildur Cesil, þetta var allt eitthvað svona óviljandi sem kom upp á. Góðu fréttirnar eru þær að allir hlutaðeigandi eru sammála um gildi hjónabandsins, trygglyndi gagnvart maka og fjölskyldu. Þetta átti ekki að fara svona en gerðist óvart í hita leiksins.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 00:33
Axel Jóhann, hann myndi segja af sér. Ekki sjálfviljugur. En vegna þrýstings frá Sigurði helga presti og Vilhjálmi vammlausa.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 00:35
Til viðbótar má bæta því við að allir sem hlut eiga að máli í þessum ástar-átthyrningi eru miður sín. Það skiptir miklu máli.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 00:36
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1269123/
Ómar Ingi, 21.11.2012 kl. 08:48
Svo var talað um að Bílastæðaverðirnir væru óskiljanleg sápa!!
Valmundur Valmundsson, 21.11.2012 kl. 09:27
Leiðinlegt að útgáfa bókarinnar um Eivör sé frestað enn og aftur. Hinsvegar var ég að lesa að útkomu jóladisks Bubba poppara hafi verið frestað, eitthvað út af útgáfu hans á Lennon laginu frábæra Across the Universe. Ég vona bara að Bubbi poppari sjái sóma sinn í því að taka lagið út af disknum, því að flutningur hans á þessu fallega lagi er að mínu mati hreint út sagt hræðilegur, nánast nauðgun.
Stefán (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 10:27
Ómar Ingi, takk fyrir þessa skemmtilegu klippu.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 12:24
Valmundur, nú er komin samkeppni.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 12:25
Stefán, ég hef ekki heyrt flutning Bubba. Hefur þetta ekki eitthvað að gera með að lagið hafi verið tekið ófrjálsri hendi og saminn við það nýr texti? Textar skipa svo stóran sess í mörgum söngvum Lennons og McCartneys að rétthafarnir (Paul og Yoko) fara vandlega yfir nýjan texta áður en þau samþykkja eða hafna.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 12:31
Ég hef því og miður heyrt þetta lag tvisvar, þrisvar sinnum þegar ég hef dottið inn á Bylgjuna, en þar er hvort sem er ca þriðjahvert lag með Bubba poppara heyrist mér, enda er hann innanbúðarmaður þar hjá Jóni Ásgeiri vini sínum. Vona bara að Paul og Yoko þurfi aldrei að heyra þessi ósköp.
Stefán (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 12:52
Þakka þér fyrir þennan góða pistil eins og svo marga fyrrum.
Diddi
Sigurður Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 20:34
Stefán, það er líklegast að Paul og Yoko séu með fólk í vinnu við að fara yfir svona fyrirspurnir. Það hlýtur eiginlega að vera. Bítlalögin eru sungin á öllum tungumálum heims í slíkum mæli og ekkert lát á. Svo kannski bara ef eitthvað orkar tvímælis þá er það borið undir Pál og Yoko.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 21:06
Diddi, takk fyrir það og takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 21:07
Maður þarf ekki sápuóperur bara fylgjast með þessu liði snilldarpistill að vanda ;)
sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 22:48
Sæunn, þetta er eiginlega sápuópera af bestu gerð út af fyrir sig.
Jens Guð, 21.11.2012 kl. 23:43
Þetta verður heitasta bandaríska dramakvikmyndin næsta ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 00:16
Ásthildur Cesil, þetta hlýtur að verða útfært í kvikmynd.
Jens Guð, 22.11.2012 kl. 01:04
Engin spurning um það Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 01:07
Braut þetta fólk lög?
Baldur (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 14:34
Baldur, ég veit það ekki. Kannski CIA-toppurinn af því að hann hafði sent öðru viðhaldinu trúnaðarskjöl. Kannski var þetta allt á gráu svæði og afsögn úr embætti, lækkuð tign og útilokun frá frekari frama dugi.
Jens Guð, 22.11.2012 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.