Yfirgengileg drykkjuvandamál gamla fólksins

  Ég hef lengi reynt að benda á og vara við yfirgengilegu og brjálæðislegu ofdrykkjuvandamáli aldraðra Íslendinga.  En talað fyrir daufum eyrum.  Og jafnvel augum.  Staðreyndin er sú að það má ekki af þessu fólki líta né sleppa af því hendi; þá er það á augabragði búið að drekka frá sér ráð og rænu.  Með tilheyrandi látum.  Þeim mun eldra sem fólkið er því skæðara er það í drykkjulátunum.  Og reyndar allskonar óhollustu og uppátækjum.  

  Verstir eru gamlingjarnir þegar þeir komast út fyrir landsteinana.  Þá losnar um allar hömlur.  Þeir haga sér eins og beljur sem er hleypt út að vori:  Sletta ærlega úr klaufunum.

  Mér er minnistæður einn sem fór til Kanarí.  Hann drakk sig blindfullan hvern dag.  Það fyrsta sem hann gerði er hann vaknaði á morgnana var að spyrja ferðafélagana hvort hann hafi skemmt sér vel daginn áður.  Hann hafði ekki hugmynd um það sjálfur en varð þeim mun glaðari sem sögurnar af drykkjulátunum voru meira krassandi.  Hann hvatti ferðafélagana til að ljósmynda uppátækin.  Hann langaði til að sjá myndir af sér ælandi eða hálf rænulausum.  Þetta var fyrir daga digitalmyndavéla.  Kappinn var reyndar ekki kominn á aldur.  En byrjaður að æfa sig fyrir elliárin. 

  Algengt er að gamla fólkið komi tannlaust heim úr drykkjutúrum í útlöndum.  Gómarnir renna út úr því í ölvunarsvefni út um allt tún.  Eftir hverja hópdrykkjuferð aldraðra Íslendinga til útlanda er nágrenni hótelsins útbíað í tanngómum í reiðuleysi. 

fullur gamlingi-að missa neðri góminn 

  Margir stela reiðhjóli.  En komast sjaldnast á því lengra en út í næstu laut.  Þar sofna þeir ölvunarsvefni.

fullur gamlingi-a

  Það þarf ekki hjólreiðatúr til.  Sumir fá sér kríu hvar sem er á milli þess sem þeir rangla blindfullir og stefnulaust um nágrenni hótelsins.

fullur gamlingi-b 

  Þegar gamlingjarnir eru í glasi verða þeir ruddalegir og ógnandi í framkomu.  Þá forðar yngra fólk sér á hlaupum undan þeim.

fullir gamlingjar-senda fingurfullur gamlingi - ullar

  Djöfladaður einkennir fulla gamlingja.  Þeir reyna stöðugt að koma djöflahornum á ferðafélagana,  Satani til dýrðar.

fullar gamlar konur setja upp djöflahorn

  Gamla fólkið skerpir á vímunni með aðstoð sjónauka.  Þá verður það glaseygt og þykir það gaman.

full gömul kona glaseyg eftir langt gláp í sjónauka

   Um og upp úr 100 ára aldri má fulla fólkið ekki sjá logandi ljós öðru vísi en kveikja sér umsvifalaust í hassvindli eða hvaða vindli sem er.

full gömul konagömul full kona m-vindil

   Á drykkjuferðalögum í útlöndum rambar margur gamlinginn inn á húðflúrstofur.  Kann sér ekki hóf á neinu sviði.   Verður sér og sínum til skammar þegar heim er komið.  Það er tilhlökkun að vera að detta í þennan aldurshóp.  Alltaf fjör.  Og nú er byrjað að selja áfengi á elliheimilunum hérlendis.  Síðan gengur mikið á þar á bæ.

gamall fullur húðflúraður


mbl.is „Drukku frá sér ráð og rænu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held ég hætti að brugga rauðvín, líst ekkert á að verða svona!!

Sigurður I B Guðmundsson, 22.11.2012 kl. 22:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha Góður eins og ævinlega Jens.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2012 kl. 23:23

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegt, ég hlakka til að verða gömul

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2012 kl. 01:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einn þekki ég sem var fluttur í sjúkrakörfu frá Spáni í einni ferð sinni. Jóna Kolbrún þá verð ég enn að skál.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2012 kl. 02:45

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú ert að verða gamall Jens!!!!!!!

Hreinn Sigurðsson, 23.11.2012 kl. 08:06

6 identicon

,, Gamlir góðir Villar hér og þar og allstaðar "  ( til vandræða )

Stefán (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 08:55

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú kemur mér alltaf til að brosa :)

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2012 kl. 11:53

8 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Það er nú sagt að sjálfhverfu kynslóðirnar séu tvær, það eru smábörnin og svo þeir öldruðu, er ekki svolítið til í því ?

Stefán Þ Ingólfsson, 23.11.2012 kl. 13:43

9 Smámynd: Björn Emilsson

Drykkjuskapur í sólarlandaferðum á ekki bara við íslendinga. Eg fór eitt sinn með danskri ferðaskrifstofu á Jótlandi til Alecante í Portugal. Danirnir fylltu sekki sína af brennivíni í fríhöfninni, og voru orðnir dauðadrukknir í flugvélinni. Þetta hélt svo áfram á hotelinu, alla vikuna. Þeir voru hreinlega dauðadrukknir allan tímann, vaðandi um með háreysti og ólátum, m.a. syngjandi danskar visur á skemmtikvöldi. Það gekk svo langt að stöðva varð samkomuna.

Björn Emilsson, 23.11.2012 kl. 14:23

10 identicon

Gamlir drykkjurútar eru alltaf til vandræða erledis.

Kristinn (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 15:33

11 identicon

Það er víst bara unga fólkið sem má hafa hátt og skemmta sér

það er ekki við hæfi að aðrir hegði sér þannig

persónulega er mér alveg sama hver það er

bara að hann raski ekki minni svefnró

Grímur (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 19:57

12 identicon

Án gamans þvi miður ...þá er hryggileg vandamál drykkju og vimuefna neytanada her á landi ..og eg er svo alvarleg að mer finnst ekkert fyndið við það .!!....En það er bara litaið framhja þvi sem mörgu öðru :(...En börnin okkar mörg búa við mikinn vanda og vanliðan ....en það er ekki haft jafn hátt um það eins og blessuð börnin i Israel ...við höfum lengi snobbuð verið !!:(  

Ragnhildur (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:38

13 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  það er lítil hætta með rauðvínið.  Gamlingjarnir líta ekki við öðru en vodka, viský og öðrum sterkum vínum.  Drekka allt af stút.  Óblandað.  Þetta er svo ódannað.

Jens Guð, 23.11.2012 kl. 22:11

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Er sjálfhverfi Sighvatur ekki í þessari samfélags-veröld?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 22:12

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  maður verður að gera að gamni sínu stundum.  Fullyrðingar frambjóðandans buðu upp á það. 

Jens Guð, 23.11.2012 kl. 22:13

16 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  ég líka.  Ég er alveg að detta í þann hóp.  Og byrjaður að æfa mig í drykkjunni og drykkjulátunum alveg á fullu.

Jens Guð, 23.11.2012 kl. 22:14

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2012 kl. 22:18

18 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Kæri Guð. Þú ert yfirleitt bara flottur, en stundum ferðu yfir strikið. Er ekki bara málið að að finna vímuefnið sem hentar? Það er ekki þar með sagt að einmitt áfegni, sem vímugjafi og hvíld frá raunverueikanum, henti öllu gömlu fólki. Kanske væri betra að það tæki bara eina góða E-töflu, eða bara góað línu í stað brennivínsins. Brennivínið er hugsanlega bara það versta sem það gæti sett í sig á þessum aldri. Hann er svo helvíti eitraður vínandinn.

Theódór Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 03:03

19 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Talandi um að fara yfir strikið! Þetta átti að vera fyndið hjá mér, en ég sé núna, þegar bjórinn er runninn af mér að það er það ekki. Vona að þú fyrirgefir mér.

Theódór Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 11:56

20 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 24.11.2012 kl. 13:35

21 identicon

Björn Emilsson, botninum er náð þegar danskir eldriborgarar bresta í söng.

Ragnar (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 14:54

22 Smámynd: Hjóla-Hrönn

hahaha, skemmtileg lesning ;) Ég fór einu sinni til Krítar með vinkonu minni. Við vorum nokkuð skrautlegar eftir 6 tíma flug og fararstjórinn ekki mjög kátur með hópinn, en þar var einn karlmaður ívið fyllri en við. Hann stóð í rútunni á milli sætaraðanna og var að spjalla við okkur, þegar hann missti jafnvægið í einni beygjunni og stakkst á hausinn niður tröppurnar, ríflega 2 metra fall. Við görguðum upp, rútan stoppaði, við áttum von á að kallinn væri brotinn og blóðugur, en hann kraflaði sig upp, algerlega ómeiddur, hristi sig aðeins eins og ekkert hefði í skorist. Fararstjórinn sagði að við yrðum sett út ef við yrðum ekki til friðs. Sem við vorum eftir það.

Hjóla-Hrönn, 24.11.2012 kl. 16:00

23 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  flestir þekkja marga gamlingja sem hafa verið fluttir heim frá sólarströnd rænulausir af ölvun á sjúkrabörum.

Jens Guð, 24.11.2012 kl. 22:04

24 Smámynd: Jens Guð

  Hreinn,  ég er eiginlega orðinn gamall.  Enda er ég alveg búinn að stimpla mig inn í þessi drykkjulæti og vesen.

Jens Guð, 24.11.2012 kl. 22:05

25 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  hann dúkkar upp allsstaðar.  Hann er í einhverri SÁÁ stjórn eða álika fyrirbæri.

Jens Guð, 24.11.2012 kl. 22:07

26 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  takk fyrir það og takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 24.11.2012 kl. 22:07

27 Smámynd: Jens Guð

  Stefán Þ.,  það er heilmikið til í því.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 18:55

28 Smámynd: Jens Guð

  Björn,  Bauninn hefur löngum verið svag fyrir áfengum drykkjum.  Mér skilst að gestum á dönskum heimilum eða vinnustöðum sé ekki boðið upp á kaffi heldur Tuborg og Carlsberg.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 18:57

29 Smámynd: Jens Guð

  Kristinn,  sérstaklega erlendis.  En reyndar víðar.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 18:58

30 Smámynd: Jens Guð

  Grímur,  eldra fólk er fyrirmynd yngra fólks.  Ungur nemur, gamall temur. 

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 18:59

31 Smámynd: Jens Guð

  Ragnhildur,  þess mun meiri þörf er á umræðunni.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 19:00

32 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  nei, hann er í öðrum heimi.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 19:01

33 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  þetta er nú bara fínasta innlegg í umræðuna.  Það er nauðsynlegt að velta fyrir sér öllum möguleikum.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 19:03

34 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 19:03

35 Smámynd: Jens Guð

  Ragnar,  það er martröð þegar Danir hefja upp raust.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 19:05

36 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  takk fyrir skemmtilega sögu.

Jens Guð, 25.11.2012 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.