2.12.2012 | 21:02
Langveikt barn skammað fyrir tölvunotkun
Langveik stúlka flutti ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar fyrir tveimur árum. Hún verður 12 ára eftir mánuð. Hún fór í Brekkuskóla. Þar hefur hún sætt einelti. Það var mjög erfitt fyrir hana að koma úr fámennum sveitaskóla - þar sem kennarar og nemendur eru eins og ein stór fjölskylda - og fara í fjölmennan skóla, þekkja enga þar og mæta verulega neikvæðu viðmóti. Ofan á veikindin.
Þrátt fyrir veikindin er stúlkan einstaklega jákvæð, glaðlynd og margt til lista lagt. Í síðustu viku var hún enn og aftur veik heima. Gat ekki mætt í skólann. Skólasystkini hennar var á fésbók, sá að stelpan var þar líka og klagaði í kennarann. Þegar hún mætti í skólann skammaði kennarinn hana fyrir að hafa verið á fésbók. Sagði að veikt barn eigi að hafa hljótt um sig og ekki vera á fésbók.
Stelpan var miður sín yfir þessu. Og líka fyrir að vera skömmuð fyrir framan óvinveitt skólasystkini sem leita að öllum veikum blettum á langveiku barninu. Þetta hafði þegar í stað neikvæðar félagslegar afleiðingar. Kennarinn var þannig þátttakandi í einelti.
Skólastjórinn segist ekki vilja tjá sig um einstök mál. Atvikið verði rannsakað. Hugsanlega snúist málið um aldursmörk notenda fésbókar. Vonir standa til að niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir ekki síðar en í apríl. Það er rosalega flókið að rannsaka svona mál. Aðallega vegna þess að það þarf að spyrja kennarann um atvikið.
Þetta vekur upp margar spurningar. Veik börn mega tala í síma. Þau mega fá heimsóknir. Þau mega teikna. Þau mega spila á hljóðfæri. En þau mega ekki vera á fésbók.
Skólasystkinið sem klagaði, jafnaldri, mátti vera á fésbók - að því er virðist átölulaust. Enda ekki langveikt barn.
Er það hlutverk skólasystkina og kennara að ráða því hvernig veikt barn styttir sér stundir heima? Ef skólasystkini og kennari finna sig knúin til að ráðskast með það er þá ekki eðlilegra að tala við foreldrana fremur en ráðast að barni - sem á erfitt uppdráttar í skólanum - með niðurlægjandi hætti?
Meira má lesa hér um málið: http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2012/12/01/skommud-fyrir-tolvunotkun/
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það á að reka þennan fjandans kennara eru mín fyrstu viðbrögð. Og hana nú. Þetta er alveg með ólíkindum og fólk á að láta vita af sjónarmiðum sínum og ekkert draga undan. Svei þér kennari algjörlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 21:09
Og Svei skólayfirvöldum sem láta þetta óátalið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 21:10
Hvað skyldu kennarar eiginlega vera að læra öll þau ár sem það tekur í háskóla til að fá fá kennara réttindi ??
Sólrún (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 22:21
Ásthildur Cesil, ég horfði um daginn á kvikmyndina Bully, heimildarmynd um einelti í bandarískum skólum. Skilningsleysi aðstoðarskólastjóra sem þar kom við sögu var svo hrópandi að ég varð eiginlega reiður. Með þessari bloggfærslu minni er ég að vonast til að kveikja umræðu um þetta vandamál.
Jens Guð, 2.12.2012 kl. 22:35
Ásthildur Cesil (#2), viðbrögð skólastjórans valda vonbrigðum. En eru kannski dæmigerð fyrir svona atvik.
Jens Guð, 2.12.2012 kl. 22:37
Og ansi langt seilst innáheimilin ætli sömu reglur gili fyrir kennara?? tölvubann i veikinum,
Og erfiðast er valdamunurinn þegar kennari á i hlut,hverjum trúir skólastjórinn,nú reynir á hvort hann hefur kjark til aðstanda með barninu eða þagga málið niður,
sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 22:44
Sólrún, ég veit ekki hvort að kennaranemum er kennt eitthvað um einelti í Kennaraskólanum. Sjálfur vinn ég við kennslu í skrautskrift. Það eru stutt námskeið. Eitt sinn kenndi ég hópi af krökkum á grunnskólaaldri. Einn drengur var áberandi "bully". Hann greip hvert tækifæri sem gafst til að koma með niðrandi ummæli um aðra krakka og var með hrekki. Til að mynda stakk hann annan krakka með blýanti. Ég tók þennan dreng á eintal eftir eitt námskeiðskvöldið. Þetta var klár náungi, náði góðum tökum á skrautskriftinni og var fróður um rokkmúsík.
Ég byrjaði á því að hrósa honum fyrir hæfileikana og ræddi við hann um músík. Hann spilaði á gítar og það var gaman að spjalla við hann. Undir lok spjallsins bað ég hann um að hjálpa mér við að kenna yngri dreng skrautskriftina. Sá var óöruggur og eldri drengurinn lagði hann greinilega í einelti. Ég spurði þennan eldri að því hvort að ég mætti láta þá sitja saman og hann yrði mér til hjálpar við að aðstoða strákinn við að ná tökum á skrautskriftinni. Við yrðum að beita sálfræði. Byggja upp sjálfstraust hjá honum með hrósi þegar vel tækist til og láta honum líða vel.
"Bully" drengurinn tók hlutverkið hátíðlega og fór með það langt umfram mínar vonir. "Peppaði" þann yngri upp og fékk greinilega sömu útrás fyrir að hjálpa þeim yngri eins og hann áður fékk fyrir að niðurlægja strákinn. Kraftaverkið gerðist: Sá yngri blómstraði og þeir báðir nutu sín hið besta. Í ljós kom að sá yngri var einnig áhugasamur um músík. Skemmtilegast þótti mér þegar kom að síðasta kvöldi námskeiðsins að sá eldri var búinn að skrifa disk með Prodigy sem hann gaf yngri stráknum.
Jens Guð, 2.12.2012 kl. 22:59
Sæunn, góður punktur.
Jens Guð, 2.12.2012 kl. 23:00
Það er til skammar að kennari skuli taka þátt í þessu andlega ofbeldi
vonandi taka skólastjórn þetta föstum tökum
Magnús Ágústsson, 3.12.2012 kl. 02:53
Í landi þar sem menntastofnanir byggju yfir metnaði og fagmennsku væri þessum fúskara kennara hennar vikið úr starfi á stundinni. En landslægri eineltismenningu hinna fullorðnu er um að kenna, og ekki við börnin að sakast. Í okkar fjölmiðlum líðst óumburðarlyndi af verstu sort, að kalla þá sem eru á öndverðum megi í stjórnmálum öllum hugsanlegum ónöfnum, fordómar á þeim sem minna mega sín, og jafnvel viðurstyggilegir draugar sem allir siðmenntaðir menn hafa jarðað fyrir löngu eins og gyðingahatur. Og meðan þjóðin er á þetta lágu plani munu börn þessa fólks að sjálfsögðu stunda það áfram að leggja hvert annað í einelti. Þau læra það sem fyrir þeim er haft, að leita að blórablögglum og sparka í næsta liggjandi mann.
Ástríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 04:26
Skólastjórinn í Brekkuskóla rak á þessu ári trúaröfgasinnaðan kennara og ætti því að láta þennan fjúka í kjölfarið, sé sanngirni látin ráða ríkjum þarna. Það ætti kanski líka að skoða ráðningaferli kennara þarna í Brekkuskóla.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 08:33
Frábært framtak hjá þér, sem þú lýstir í frásögninni af skrautskriftarnámskeiðinu!! Þú gerðir það hárrétta í málinu!! Frábært hvernig þú höndlaðir það!!.....
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 09:00
Þessi kennari er alveg gaga. Það væri fróðlegt að skoða mögulega veikindadaga kennarans og bera saman við tölvunotkun hans. ha
DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 11:45
Það mun ekki ganga til lengdar í okkar "insular" litla samfélagi þar sem gengið er út frá því allir séu svipað þenkjandi eins og smæð okkar og fábreytni býður upp á að reka menn eins og Snorra í Betel. Hann var ekki að tjá sig í skólanum sínum, hann var að tjá sig á bloggi. Hefði þetta gerst í ESB, værum við komin þar inn, hefði viðkomandi kærendum Snorra mögulega verið stungið í steininn. Og slíkt hefur oft gerst. Er þá yfirleitt múslimi með svipaðar skoðanir og Snorri þar á ferð (en yfir 99,9% múslima hafa sömu skoðanir og hann á samkynhneigð) og hafa margir farið í fangelsi fyrir að "mismuna mönnum eftir trú" fyrir að reka slíka múslima, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta hefði líka verið talið "brot á friðhelgi einkalífs" og "lýðræðislegum rétti" hans, því hann tjáði sig á bloggi, en ekki persónulega við nemanda sinn. Við Íslendingar erum náttúrulega nýkomin úr moldarkofunum og þó við höfum kastað okkar eigin hómófóbíu fyrir meira trendy og cool hugsunarhátt hinnar nýju rétthugsunar frá Hollywood í staðinn (og ég segi þetta með fullri virðingu fyrir mannbótastarfi Hollywood, enda mikill stuðningsmaður samkynhneigðra), þá er það bara annað merki um sveitamennsku okkar hvað við vorum fljót að gera þetta öll sem eitt. En koma tímar koma ráð, og veröldin mun neyða okkur til að sýna meira raunverulegt umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru ósammála okkur, ekki bara þeim sem Hollywood kennir okkur séu cool og trendy, heldur líka þeim sem okkur finnst hallærisleg og "skrýtnir", og sýna virðingu fyrir fjölbreyttum hugsunarhætti og fjölmenningu. Í millitíðinni verða Hvítasunnumenn eins og Snorri eins konar svertingjar Íslands, en það breytist allt þegar múslimarnir koma sem mun gerast mjög fljótt eftir við göngum í ESB og þeir fara að skipta sér meira af innflytjendamálum hér, sem þeir hafa enn ekki rétt á að gera.
Aron (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 12:24
Það sem Snorri sagði var einfaldlega það að honum þætti lífsmáti samkynhneigðra vera syndsamlegur. Synd er trúarlegt hugtak, sem hefur enga skynsamlega skírskotun. Ef ég geng yfir á rauðu ljósi þá er það umferðarlagabrot. Það gæti líka verið siðlaust. En sem trúlaus maður geti ég ekki sagt að það sé synd, nema játa að slíkt sé til. Í Hindúisma er synd að borða nautakjöt. Í Islam er synd að borða synd. Samkvæmt báðum þessum trúarbrögðum erum við sem leggjum stund á nauta og svínakjötsát syndarar. Það er bara allt í lagi. Álit Snorra á samkynhneigðum ætti ekkert að hreyfa meira við fólk. Hann á rétt á sinni trú eins og allir menn á sínum skoðunum. Hann má trúa þetta alveg eins og Heimdellingur á "hinn frjálsa markað", sem er líka bara menningarlegur hugarburður og hugarsmíð manna og ekkert hægt að sanna um sem allsherjar sannleika með neinum raunverulegum vísindum frekar en trú hvítasunnumanna. Mannleg menning er 99% ímyndun, 1% byggð á skynsamlegum grundvelli.
Aron (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 12:30
Svo er ágætt að bæta við að enginn sleppur við syndara stimpil hvítasunnukirkjunnar, sem tekur þetta bókstaflega upp úr Biblíunni sem gerir þær syndir 100% jafngildar að ástunda samkynhneigð, að slúðra og að stunda ofát, eins og margar tilvitnanir, sérstaklega í Nýja testamentinu geta sýnt fram á. Ein af forsendum þess að mega taka trú hvítasunnumanna er að játa þú sérst syndari, annars máttu ekki vera með, en þeir trúa við séum það öll sem eitt. Við getum ekki breytt þessu, en sumir syndarar sleppa við helvítiseld með hjálp eina syndlausa manns sem þeir telja hafa fæðst. Þannig að hommar og lessur geta ekki mógðast meira við homma en ég eða þú. Og þó svo væri, þá er ólöglegt í flestum siðmenntuðum löndum (og telst okkar vart þar með) að reka mann fyrir trúarlegar skoðanir hans. Slíkt tíðkast aftur á móti helst í löndum eins og Pakistan, Afganistan, Íran og Saudi Arabíu, þar sem fullkomlega löglegt er að víkja mönnum úr starfi, múslimum, kristnum eða trúlausum, ef þeir móðga Islam eða Muhammad. Sem er ekkert verra í sjálfu sér heldur en að reka mann fyrir að aðhyllast ekki mainstream hugsunarhátt "venjulegra" Íslendinga, eða íslenskan rétttrúnað. Hvorugtveggja er það sama í raun: að reka mann fyrir að segja ekki "Heil!" og "Amen!" við öllu því sem meirihlutinn ætlast til hann sé sammála, og bæði heitir þetta bara fasismi og lýsir sveitamennsku, þröngsýni og skort á lýðræðisást.
Aron (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 12:37
Ég get verið sammála þér Aron varðandi það að Snorri má auðvitað hafa sínar skoðanir og svo er bara spurning hvernig hann sem kennari setti þær fram í þessu tilfelli? Við búum jú í ríki sem telst vera frjálst og fólki á að leyfast að tjá sig, en já, hugsanlega væri Snorri enn í sínu kennarastarfi væri hann múslimi ?
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 13:34
Þqað er enginn vafi í mínum huga eftir þetta Jens Guð að þú ert kennari af Guðs náð. Eg hef hvergi heyrt annað eins meistaraverk í kennslutækni. Hvar í ósöpunum lærðir þú þetta eiginlega eða ? Eða fattaðirðu kannski bara upp á þessu ??
Win /win /win :) það gerist eki betra
Sólrún (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 17:51
Sólrún er ábyggilega kennara auminginn sem var rekinn. Það er greinilegt. Og sem heimsk og illagreind páfagaukalærdómslærð kelling sem menntun var sóað á, þá fer hún að mæra kennslutækni Jens Guðs, í fáránlegri tilraun til kaldhæðni. Til að vera góður kennari þarf fyrst og fremst common sense, góða eðlisgreind og gott hjartalag. Hún hefur hvorugt og þriðja flokks námið hennar bætir það ekki upp. Kellingaróhræsið ætti að skammast sín.
Axel (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 18:04
Afsakið. Gleymdi við lifum í siðlausu frændsemislandi þar sem vanhæfum er ekki vikið úr starfi þrátt fyrir að stuðla að sálarmorði barnungra skjólstæðinga sinna.
Axel (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 18:05
Sammála Sólrúnu, sannarlega frábær meðhöndlun sem drengirnir fengu. Flott hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2012 kl. 18:10
Fátt er annars jafn ótvírætt merki um greindarskort og þegar fólk reynir að slá um sig með orðum eins og "kennslutækni". Kennslutækni er ekkert dularfullt hávísindafyrirbæri. Þessi hæfileiki, að kenna, er mörgum meðfæddur. Þeir hinir sömu gætu lært til kennara, til að þróa eigin hugmyndir og hæfileika. Svo eru greindarskertir aumingjar í þessu námi, sem læra utanbókar og sneyddir lágmarkssamskiptahæfni og innsæi því sem þarf til að egna ekki börnum til eineltis eða styrkja þá hegðun af tómum fávitagangi og heimsku gera stórfelldan skaða í þessu námi, sem börnin bíða oft aldrei bætur fyrir, og stuðla að verra samfélagi með veru sinni í þessu starfi sem þeir hefðu átt að láta eiga sig, því það er mikið ábyrgðarstarf. Það mætti halda að kellingaróhræsið, nú eða vinur hennar, eða hver sem Sólrún nú er, haldi að hún sé einhver kjarnvísindamaður. Með fullri og mikilli virðingu fyrir starfi kennara sem sinna því vel, þá eru kennslufræðin sem slík ekkert djúpviturt hávísindafag, eða einu sinni sönn hugvísindi, illskiljanleg öllum almenningi. Þau eru þvert á móti auðskilin og einföld eins og þau eiga að vera og því geta kennarar ekki skýlt sér bak við "fræði" sín eða meintan skort á skilningi annarra á því hvað í þeim felst. Fúskari er fúskari og dæmist sem slíkur. Lærður eður ei. "Af ávöxtunum skalltu þekkja þá" eins og Jesús sagði.
Axel (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 18:10
Misskildi ég eitthvað? Hafði ekki hugmynd um Jens væri kennari og las enga grein. Hélt þetta misheppnaða kaldhæðni hjá þessari "Sólrúnu" og að þetta komment væri til að hæðast að gagnrýni hans á kennarann sem um ræðir.
Axel (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 18:12
Misskildi eitthvað. Hélt Sólrún þessi væri með kaldhæðni að verja kennarann sem greinin fjallar um. Gerði mér ekki grein fyrir síðuhöfundur væri kennari.
Axel (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 18:22
kennarar valda einelti- oft og tíðum ! því miður !
Erla Magna Alexandersdóttir, 3.12.2012 kl. 19:00
Það er kostulegt að lesa það sem hér er skrifað. Hér bullið þið um hvað kennarinn sé vondur án þess að vita nokkuð hvað gerðist og hafa bara heyrt eina hlið á málinu. Þið ættuð að skammast ykkar. Þið eru með þessum skrifum að stunda sama eineltið og þið gagnrýnið svo heitt. Ég veit hvað ég er að tala um. Ég þekki nefnilega kennara sem grætur heima hjá sér fyrir að vera borinn röngum sökum og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér vegna þess að hann er ... kennarinn.
finnbogi marinosson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 20:12
Jens. Þú er svo sannarlega talsmaður mannréttinda, og raunverulegur verndari barna.
Sumir skólastjórar og kennarar eru í nánu sambandi við barnaverndarnefndir, og ekki í nokkru sambandi við raunveruleg mannréttindi barna og foreldra þeirra.
Barnaverndarefndir dæma fólk án þess að réttarhöld og dómstólar komi að málum. "Gróa á Leiti", sú "ábyggilega" heimildar-rödd, dugar fyrir barnaverndar-yfirvöld, og þær ósönnuðu kjaftasögur hafa meira vægi og vald en lögregluyfirvöl/dómarayfirvöld.
Hvað finnst réttlátum heimsbúum um svona mafíustjórnsýslu vestræns "velferðarkerfis"?
Það er kominn tími til að svikalið kerfisins standi fyrir sínum gjörðum af fullri ábyrgð!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 20:31
Ég þarf að leggja áherslu á þetta: Einungis sumir skólastjórar og kennarar eru óvandaðir. Eina leiðin fyrir góða skólastjóra og kennara er að segja satt og rétt frá, og afneita þeim sem svíkja sína nemendur og þeirra foreldra.
Það er til svo mikið af góðum, vönduðum og heiðarlegum kennurum, sem eru því miður hræddir við að láta í sér heyra.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 20:49
Axel og allir hinir sem kynnu að hafa misskilið mín skrif.
Þau ber að lesa alveg nákvæmlega eftir orðanna hljóðan eons og þau standa og hreint alls ekki neitt öðruvísi.
Eg hefði viljað vera barn í skóla hjá honum Jens og eg hefði líka viljað eiga barn í skóla hjá slíkum kennara það er alveg klárt.
Eg hefði reyndae ekki átt að láta mér koma það á óvart að Jens skyldi einnig vera klár á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum
Eg tek það samt fram að eg þekki ekki manninn annarsstaðar frá en af blogginu og hef aldrei séð hann eða talað við
Mér finnst bara bloggið hans bera því vitni að maðurinn er ótrúlega snjall skemmtilegur og fjölgreindur.Og að það hljóti allir að geta séð að sé ekki nein kaldhæðni.
Málið er það að eg er bara svo óskaplega einföld manneskja og barnaleg að eg segi oftasst bara alveg beint það sem mér finnst.Og það eru sumir sem geta bara alls ekii skilið það....
Kennslutækni er orð sem er til í íslensku og er að eh held notað jafnt sem kennsluaðferð.
Þessi kennsluaðferð sem Jens lýsir hér finnst mér vera svo falleg einföld og fágætlega árangursrík að því leyti að þarna standa allir aðilar uppi hver með sinn vinning.Kennarinn að skila frábærlega góðu verki og að minstakosti tveir nemendur ef ekki fleiri sem vitni urðu að þessu að fá drjúgt vegarnesti fram á veginn hefði eg haldið.
Eg hef gaman af að heiðra það sem vekl er gert og ekki síst í svo mikilvægu máli sem að leggja hornstein að framtíð ungmenna.
Og finnst það miður ef það hefur snúist upp í andstæðu sín fyrir klúður hjá mér.
Axel það var ágætt hjá þér að taka upp hanskann fyrir Jens gagnvart kellingaróhræsinu.Hann ætti það nefnilega alveg skilið
En eg hef nú alveg fulla trú á því að hann hefði getað séð um það skálfur kallinn ef það hefði dottið í hann að gera það...
Sólrún (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 22:00
Takk elsku Ásthildur mín þú skildir mig alveg rett og mér þykir vænt um það...:)
Sólrún (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 22:12
Magnús, þarna var ekki rétt staðið að málum.
Jens Guð, 4.12.2012 kl. 00:32
Ástríður, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 4.12.2012 kl. 00:33
Stefán, ég er á báðum áttum vegna brottrekstur bókstafstrúarmannsins. Viðhorf hans eru ógeðfelld og stangast á við lög um hatursáróður gegn fólki á forsendum kynhneigðar, trúarafstöðu, kynþáttar og það allt.
Á móti vegur að hann vitnar orðrétt í bók sem ríkiskirkjan leggur blessun yfir og samþykkir boðskap hennar. Gagnrýni á skrif bókstafstrúarmannsins ættu þess vegna frekar að beinast að þessum mörg þúsund ára gömlu þjóðsögum frá Arabíu.
Jens Guð, 4.12.2012 kl. 00:45
Jón, takk fyrir það.
Jens Guð, 4.12.2012 kl. 01:14
Það getur aldrei orðið glæpur að kalla eitthvað "synd" og það er ekki hatursáróður. Synd er ekki skynsamlegt, vitsmunalegt hugtak, það merkir einfaldlega að eitthvað sé ekki leyfilegt í einhverju trúarbragði. Þannig get ég sagt sem rétt er að það sé synd í Hindúisma að borða nautakjöt. Sem truflar mig ekkert og ég ætla ekki að mógðast og reyna að takmarka frelsi þeirra fyrir því. Flestir kristnir menn segja að múslimar komist ekki til himna, og flestir múslimar að búddhistar komist ekki þangað. Hverju skiptir það? Afhverju er það betra en að hommar komist ekki þangað? Lögin ná ekki yfir trú fólks nema þá trúfrelsi.
En það er ekkert í Biblíunni frá Arabíu. Þetta eru mest umorðaðar goðsagnir frá Súmeríu, þeirri hinni sömu og færði okkur flest það sem við köllum þróðaða menningu. Þessi minni voru líka geymd með Babýlónmönnum og Egyptum. Arabar höfðu allt aðra og óskylda menningu og koma málinu ekki við fyrr en eftir að Muhammad fæðist og byrjaði að hnoða saman það litla sem hann hafði heyrt af Biblíusögum í eigin graut. Biblían er túlkuð á þúsund vegu, allar á skjön við hver aðra. Það er ekkert nema eðlilegt þegar um er að ræða mörgþúsund ára gamlar bækur og í sjálfu sér ekki þess virði að eyða púðri í að "gagnrýna" fornbókmenntir frekar en Gilgamesh frá Súmerum eða Bók hinna dauðu frá Egyptum. Íslendingasögurnar og fornbókmenntir miðalda eru helsta djásn íslensku þjóðarinnar og helsta gjöf hennar til heimsins. Þær eru fullar af mannhatri, upphafningu glæpa og afleitu siðferði, en það skiptir engu máli og rýrir ekki gildi þeirra.
Stefán. (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:23
Takið eftir því sem lesið heimspeki að enginn trúlaus heimspekingur notar lengur orðið "synd", ekki heldur þeir sem mest fjalla um siðferði. Það er ekki tilviljun, þetta er trúarlegt hugtak og hefur enga þýðingu utan trúarbragða frekar en orðið "sakramenti". Og aðhyllist maður persónulega ekki einhver trúarbrögð koma syndir þess þar með manni ekki við. Aðhyllist maður engin er hugtakið merkingarlaust með öllu. Þú getur alveg eins bannað trúarbrögð og að banna trúuðum að kalla hluti synd. Haft er eftir Jesús sjálfum í þessari bók að þeir "drýgi hór" sem skilja og giftast aftur. En það böggar engann að lesa það nema kristna menn.
Stefán (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:26
Það eru greinilega tveir í viðbót við mig sem skrifa hér undir nafninu Stefán, hvort sem þeir heita það nú eða ekki, en það er hægt að aðgreina okkur á merkjunum. Helst gæti ég samt trúað því að þetta sé hann Axel sem kemur þarna fram undir nafninu Stefán. Skrifin eru allavega alveg í hans stíl.
Stefán (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 13:07
Sólrún mín fyrir mér var þetta alveg skýrt og greinilegt hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2012 kl. 14:20
"Kennari í Brekkuskóla ávítti í síðustu viku nemanda, stúlku, fyrir að hafa notað samskiptaforritið Facebook heima þegar hún stríddi við veikindi. Þetta segir móðir nemandans."
Ég held að þessi "kennari" ætti að skammast sín og ætti að fara í langt frí og endurmenntun, ef hann eða hún hefur einhvern áhuga á því að vera áfram "kennari". Þeir sem eru svona illa að sér í sínu fagi og brjóta niður þar sem þeir ættu að byggja upp vantar einhvern grundvallar skilning á því sem þeir eru að gera. Hverni stóð á því að þessi aðili var útskrifaður úr kennaraskóla?
"Að sögn skólastjóra Brekkuskóla tjáir skólinn sig ekki um einstök mál innan stofnunarinnar. Samkvæmt heimildum blaðsins er málið þó í vinnslu og fleiri hliðar á því til skoðunar. Ein spurningin sem kviknað hefur eru æskileg aldursmörk notenda á facebook."
Það kemur skólanum NÁKVÆMLEGA ekkert við hvað nemendur gera í sínum frí og veikinda tíma. Það eru foreldrar barnsins sem bera ábyrgð á því. Ég velti því fyrir mér hvað þessi skólastjóru haldi eiginlega að hann eða hún sé. Einhver einræðisherra sem ræður öllu? Ég held að þessi aðili hefði gott af nokkura mánaða strangri herþjálfun, "boot camp" til að læra að sjá hlutina í sínu stærra samhengi.
Þessi skóli hefði gott af því að úttekt væri gerð á starfseminni og hæfni starfólksins metin. Þessi "kennari" og "skólastjóri" skilja greinilega ekki hlutverk sitt og gott væri að eitthvað hæft fólk væri fengið til að hlaupa í skarðið meðan þessir aðilar hljóta endurmenntun eða færa sig í önnur störf þar sem hæfileikar þess njóta sín betur. Kannski störf þar sem mannleg samskipti koma ekki við sögu.
Borga ekki skattgreiðendur laun þessa fólks? Er fólk almennt ánægt með það að greiða fyrir svona illa unnin störf?
Hörður Þórðarson, 4.12.2012 kl. 19:05
SKemmtileg saga af þýskum kennara, sem var afskaplega mikið á móti sjónvarpi, og áminnti nemendur sína ávalt um hættuna á sjónvarpsglápi. Þegar Úlfur barnabarnið mitt var með okkur í heimsókn hjá fólkinu, varð það úr að Úlfur fór í heimsókn í skólann, og það var enskukennsla hjá þessum kennara. Strákurinn talaði eiginlega meiri þýsku svona í fljótu bragði, og hún var alveg dolfallin, hvað hann hefði lært að tala svona góða ensku. Í sjónvarpinu sagði strákur.
Það kom eiginlega vel á vondann þar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2012 kl. 20:18
DoctorE, þetta er dapurlegt mál.
Jens Guð, 4.12.2012 kl. 23:51
Aron, við erum ekkert á leið í ESB. Aldrei.
Jens Guð, 4.12.2012 kl. 23:58
Stefán (#17), ég heyrði í útvarpsþættinu Kaffigeddon á X-inu í dag áhugavert viðtal við uppistandara (man því miður ekki nafnið). Hann kom inn á hlutverk kennara og aðstöðumun nemanda og kennara. Strax við það að kennari er settur í hlutverk uppfræðara og til leiðsagnar fyrir nemendur er hann orðinn fyrirmynd. Viðhorf hans skipta máli. Hann er í því hlutverki að nemendur eiga að taka mark á hans orðum. Hann er sá sem veit og kann og er í raun í uppeldishlutverki. Nemendur eru í þeirri stöðu að taka mark á hans boðskap. Nemendur eiga að gera það.
Hafi kennarinn mjög neikvæða afstöðu gagnvart tilteknu fólki, til að mynda samkynhneigðum eða hörundsdökkum, á opinberum vettvangi (eins og bloggi), er hann farinn að ráðast að samkynhneigðum nemendum og nemendum sem eiga samkynhneigt foreldri, samkynhneigðum systkinum, samkynhneigðum öðrum ættingjum.
Dæmið er það sama ef að nemandi er hörundsdökkur og kennarinn lýsir opinberlega yfir andúð á hörundsdökkum.
Jens Guð, 5.12.2012 kl. 22:56
Sólrún, takk fyrir það. Þó að ljótt sé frá að segja þá var ég óþroskaður sem barn og unglingur. Ég lagði í einelti og áttaði mig seint og síðar meir á því hvað það var og er rangt. En átta mig líka á því hvernig "bully" unglingar hugsa.
Jens Guð, 5.12.2012 kl. 22:59
Ég fór að leita að velþóknunarhnappnum við færslu #7. Maður er orðinn alltof fésbókarvanur og of lítið á blogginu.
Hjóla-Hrönn, 8.12.2012 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.