Þegar bragðið af eplum tók kollsteypu. Dularfullt.

  Fyrst þegar epli bárust til Íslands þá brögðuðust þau eins og hráar kartöflur.  Það þótti lítið varið í þau.  Engu að síður var ævintýraljómi yfir þessum framandi ávexti.  Íslendingar létu sig því hafa það að maula á þessum eplum upp á sportið.  Það þótti næsti bær við að vera kominn til útlanda að japla á epli.

  Grunur leikur á að fyrstu epli sem bárust til Íslands hafi í raun verið rauðar kartöflur.  Hin meintu epli bárust til Íslands fyrir milligöngu danskra kaupmanna í Færeyjum.  Í Færeyjum heita kartöflur epli.  Í Færeyjum heita epli súr epli.  

  Það varð kúvending á bragði af eplum þegar þau voru seint og síðar meir flutt inn beint frá Hollandi.  Þau epli brögðuðust ekki eins og hráar kartöflur heldur eins og óþroskaðar perur.  Þá náði ævintýrið nýjum hæðum.  Síðan hafa Íslendingar verið sólgnir í epli. 

  Til gamans má geta að orðið appelsína þýðir "epli frá Kína".  Á hollensku heita appelsínur "sína appel" (kína epli)

epli_eins_og_perur_a_brag_i.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

"Adamseplið" er ekki gott á brauðið!

Sigurður I B Guðmundsson, 4.12.2012 kl. 07:07

2 identicon

Frábær og stórskemmtileg grein hjá þér

S (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:34

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þú ert frábær, að venju, og stórgóð grein.

Ólafur Þórðarson, 4.12.2012 kl. 15:12

4 Smámynd: Ómar Ingi

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1271506/

þessi er nú fyrir Jens tónlistarunnendan

Ómar Ingi, 4.12.2012 kl. 23:33

5 identicon

Hehehe þer leggst alltaf eitthvað til ;)

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 20:28

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B., það var vont.  Vont en það venst. 

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:38

7 Smámynd: Jens Guð

  S,  takk.

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:39

8 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  ég bulla að venju.

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:40

9 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  þarna dúkka upp margir af mínum uppáhalds.  Bestu þakkir.  Ég hlakka til að sjá myndina.

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:41

10 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn, þetta slæðist með.

Jens Guð, 6.12.2012 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband