Grænmetisrækt hefst á tunglinu strax á næsta ári

  Þetta hljómar eins og grín.  En þetta er ekki grín.  Á næsta ári hefja Kínverjar ræktun á fjórum tegundum grænmetis á tunglinu.  Til að byrja með verður grænmetið ræktað á 300 fermetrum.  Það nægir til að grænmetið framleiði súrefni sem dugir fjölda manns til að dvelja á tunglinu án þess að þurfa á súrefnisgrímum að halda.  Grænmetið kemur jafnframt í stað nestispakka.  Fólkið þarf ekki að taka nein matvæli með sér frá jörðinni.  Þess í stað jórtrar það á ferska grænmetinu sem vex á tunglinu.

  Grænmetisræktin er algjörlega sjálfbær.

  Ef allt gengur að óskum mun tunglið leysa offjölgunarvandamál Kínverja og takmarkað landrými þessa fjölmennasta ríkis heims.  Þetta gerist ekki 1, 2, 3.  Á næstu árum munu aðeins tugir Kínverja dvelja á tunglinu.  Því næst einhver hundruð.  Á seinni hluta þessarar aldar verður komin upp myndarlegur kínverskur kaupstaður.  Annað hvort á þessari öld eða þeirri næstu munu jarðarbúar sjá með berum augu að hluti tunglsins verður grænn.  Þá verður talað um að tunglið sé úr grænum osti eða gráðosti.

  Hvar Huang Nupo kemur inn í dæmið vita fáir.  

grænmetishaus   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Eigum við ekki að leyfa þeim að skjóta upp eins og einni alvöru eldflaug fyrst. Ein fór út út í geim, önnur út í heim og hin út af rein..

Það hefur lítið gerst hjá kínverjum síðan þeir skutu upp Shenzhou 5 upp með fyrsta kínverska geimfaranum. Minnir 2003 eða 4. Þetta er einfaldlega of dýrt fyrir kínverjan litla.

Held hann ætti að halda sig við kínverja rakettur, þeir hafa reynst ágætir.

Siggi Lee Lewis, 8.12.2012 kl. 04:02

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Karlinn í tunglinu er Kínverji og Kínverjar eiga tunglið eins og allt annað og þú ert bara rasisti, Guð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.12.2012 kl. 06:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Las einhversstaðar að hann væri sprunginn, ef til vill fór púðrið úr honum til tunglsins og nýtist þar sem áburður undir kálræktina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2012 kl. 12:59

4 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy Lee,  Kínverjinn hefur ekki úr mörgum kostum að spila.  Hann vantar mat og land.  Hvorutveggja kostar pening,  sama hvaða leið er valin.  Kínverjinn hugsar lengra en Vesturlandabúinn.  Þegar sá síðarnefndi hugsar í mánuðum og árum hugsar Kínverjinn í öldum.  99 ár eru meira að segja honum erfið hugsun.  

  Við undirbúning á grænmetisræktuninni á tunglinu hefur og eru þýskir vísindamenn til aðstoðar.  Þeir eru til gagns,  ætla ég. 

Jens Guð, 8.12.2012 kl. 22:51

5 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur,  takk fyrir upplýsingarnar.  Þær eru til gagns.

Jens Guð, 8.12.2012 kl. 22:51

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  Kínverjinn er nýtinn.

Jens Guð, 8.12.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband