Einnar konu maður

  Á sama hóteli og ég dvaldi á í Stokkhólmi í Svíþjóð yfir jól og áramót bjó grískur maður.  Hann á sænska konu.  Hún og börn þeirra búa þarna í nágrenninu í Stokkhólmi.  Maðurinn var duglegur að heimsækja fjölskyldu sína og ræddi einnig oft og tíðum við hana í gegnum tölvu.  Það fór ekki framhjá öðrum gestum á hótelinu.  Manninum lá óvenju hátt rómur þegar þau samskipti áttu sér stað.

  Ég spurði manninn að því hvers vegna hjónin væru í fjarbúð.  Hann svaraði þungbrýnn og alvarlegur:  "Konan er mjög ruddaleg.  Hún sakar mig stöðugt um óheiðarleika,  ósannindi og framhjáhald.  Það er ekki hægt að búa við svona ósvífnar ásakanir.  Ég læt ekki bjóða mér það.  En ég elska þessa konu og vil að við verðum hjón til lífstíðar.  Ég er einnar konu maður."

  Stundum rölti maðurinn með mér á barinn.  Þá reyndi hann við hverja dömuna á fætur annarri.  Eitt kvöldið með þeim árangri að hann fór heim með einni þeirra.  Daginn eftir nefndi ég við hann að það benti til þess að flugufótur væri fyrir ásökum eiginkonunnar.  Hann varð alvörugefinn og útskýrði málið:  "Ég bað ekki um símanúmer hjá þessari konu.  Ég mun aldrei hitta hana aftur.  Þegar ég sef hjá konum úti í bæ þá nota ég alltaf smokk.  Ef þær biðja mig um símanúmer þá gef ég þeim upp vitlaust númer.  Ég vil aldrei hitta þær aftur.  Ég vil bara eiginkonu mína.  Ég er einnar konu maður."   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf að spjalla við þig frændi um þessi mál :)

Kristin Þórhallsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 03:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta minnir mig á vinnufélaga minn einn fyrir margt löngu. Hann var kvæntur en varð það á að taka framhjá. Við sem vissum af þessu vorum að ræða þetta við hann daginn eftir. M.a. var hann spurður hvernig hann héldi að konan hans tæki þessu ef hún kæmist að framhjáhaldinu. "Framhjáhaldi, ....hvaða framhjáhaldi?" Spurði hann í forundran.

"Nú þú reiðst stelpunni ekki satt?" Skaut einhver inní. "Jú víst gerði ég það," sagði hann, "en ég rauf samfarirnar fyrir sáðlát, þegar það er gert telst drátturinn ekki vera framhjáhald." Við frekari umræður um málið varð fyllilega ljóst að þetta var hans innsta sannfæring.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.1.2013 kl. 06:42

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ómar Ragnarsson fékk fyrripart frá Guðmundi Guðmundarsyni og var ekki lengi að botna hann.

Ætlar þú nú Ómar minn

að botna án þess að klæmast?

Jú, stundum má nú rekann inn

án þess að láta hann tæmast!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2013 kl. 07:34

4 identicon

Samkvæmt því sem vændiskonur og hórumömmur starfandi á Íslandi hafa oft sagt opinberlega, þá eru það nánast eingöngu menn í sambúðum eða giftir menn sem sækja í þjónustu þeirra og stunda vefi eins og Einkamál.   Þessir menn telja sig væntanlega  ,, einnar konu " menn og konur þeirra telja sig líklega ,, hamingjusamlega " giftar.   Sama gildir væntanlega um alla þá giftu menn sem sækja í aðra karlmenn í gegn um einkaauglýsingar og slíkt.   Slíkir menn geta vissulega réttilega kallað sig ,, einnar konu " menn og telja sig væntanlega ekki vera að halda framhjá þó að þeir þori ekki vegna hugleysis út úr skápum. 

Stefán (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 08:30

5 identicon

Hvílíkt karlahjal!

Eygló (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 15:07

6 Smámynd: Jens Guð

  Kristín,  gaman að heyra frá þér,  frænka. 

Jens Guð, 9.1.2013 kl. 19:22

7 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  Grikkinn er sem sagt ekki einn um svona viðhorf til framhjáhalds.

Jens Guð, 10.1.2013 kl. 19:16

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  úps!

Jens Guð, 12.1.2013 kl. 04:47

9 Smámynd: Jens Guð

   Stefán,  þetta er áreiðanlega rétt hjá þér.

Jens Guð, 12.1.2013 kl. 04:48

10 Smámynd: Jens Guð

  Eygló,  það verður ekki annað sagt.

Jens Guð, 12.1.2013 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband