12.1.2013 | 04:31
Kynnisferðir með óvænt útspil
Fyrir nokkrum dögum kom ég í flugvél frá útlandinu. Óvenju fáir farþegar voru í flugvélinni. Kannski tíu eða fimmtán eða eitthvað svoleiðis. Eftir að hafa skoðað mig um í Fríhöfninni og freistast til að kaupa þar eitt og annað skokkaði ég léttilega út í Flugrútuna. Aðrir farþegar fóru út í sinn eigin bíl eða í aðra bíla sem biðu þeirra. Ég var sá eini sem fór í Flugrútuna.
Bílstjóri rútunnar spurði mig að því hvort ég væri á hraðferð. Þetta var um miðja nótt og ég ekkert að flýta mér neitt. Þá sagði bílstjórinn: "Það var önnur flugvél að lenda. Ef ég hinkra eftir farþegum úr henni þá leggjum við af stað eftir 20 - 30 mínútur. Til að vega upp á móti þeirri bið get ég skutlað þér heim í hlað þar sem þú býrð. Þú þarft þá ekki að eltast við leigubíla og sparar þér leigubílakostnaðinn. Að auki sleppi ég þér við að borga 2000 króna fargjald með rútunni. Ef þig hinsvegar langar til að við brunum strax í bæinn þá get ég lagt af stað núna. Þá tekur rútan þarna hina farþegana. Þú bara ræður og segir til."
Ég valdi fyrri kostinn. Það var notalegt að vera skutlað heim að dyrum. Það var líka góð tilfinning að spara rútukostnað og leigubílakostnað. Gott ef það var ekki líka góð tilfinning að spara Flugrútunni kostnað við það að keyra með aðeins einn farþega til Reykjavíkur.
Út af fyrir sig hefði bílstjórinn ekkert þurft að semja við mig. Hann hefði getað látið duga að tilkynna mér að rútan legði af stað eftir 20 - 30 mínútur. Kannski hefði ég orðið smá óhress. En ég var ekki í sterkri samningsstöðu til að mótmæla því. Það var til fyrirmyndar að bjóða mér þennan höfðinglega kost. Kynnisferðir eru að standa sig. Viðskiptavild fyrirtækisins hjá mér er mun stærri í ár en áður.
Ljósmyndin frábæra er birt með leyfi höfundar, Kristjáns Jóhanns Bjarnasonar.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Fjármál, Samgöngur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Flottir
Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2013 kl. 11:25
Mikið skelfing getur maður lesið vitlaust. Trúlega vegna umræðunnar undanfarið las ég fyrirsögnina "Kynferðisglæpamenn með óvænt útspil".
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 16:33
Ljósmyndari: Kristján Jóhann Bjarnason
Mátt endilega bæta þessu við myndina ef hún á að vera við greinina. Höfundarétturinn af myndinni er minn en skal gefa þér þessa birtingu fyrst þú talar svona vel um Kynnisferðir, enda flottasta fyrirtækið.
Með kveðju,
Kristján Jóhann Bjarnason
Kristján Jóhann (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 21:55
Ásdís, Kynnisferðir unnu sér inn mörg prik hjá mér með þessari framkomu bílstjórans. Mig minnir að hann heiti Elli.
Jens Guð, 12.1.2013 kl. 22:14
Bjarni, ég kannast við svona mislestur. Ég er alltaf að lenda í því að mislesa eitthvað álíka út úr fyrirsögnum.
Jens Guð, 12.1.2013 kl. 22:15
Kristján Jóhann, bestu þakkir fyrir þetta. Ég leitaði að flottri mynd af Flugrútu. Í þeirri leit rakst ég á þessa mynd. Hún er æðislega flott. Algjör snilld. Augnkonfekt í hæstu hæðum. Ég freistaðist þess vegna til að nota hana í stað myndar af flugrútu. En hafði enga rænu á að huga að höfundarrétti. Margir af fésbókarvinum mínum eru útlendingar og ég deili bloggfærslum mínum yfir á fésbók. Ég er viss um að myndin virkar sterk og ævintýraleg á þá. Kærar þakkir fyrir að gefa mér grænt ljós á notkun á myndinni frábæru.
Jens Guð, 12.1.2013 kl. 22:22
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1276779/
Góður eins og þessi að venju
Ómar Ingi, 13.1.2013 kl. 16:43
Ómar Ingi, þetta er greinilega karl.
Jens Guð, 13.1.2013 kl. 21:43
Frábær þjónusta hjá Kynnisferðum og flott mynd.
Stefán (IP-tala skráð) 14.1.2013 kl. 08:15
Gott hjá þér Jens, það er ágætt að fá það fram að það eru ekki allir þjónustuaðilar fúlir peningapúkar. Reyndar eru sem betur fer margir mjög sanngjarnir og rausnarlegir. Er t.d. ánægður með Nova, eftir að hafa skipt við Vodafone og Tal.
Þau fyrirtæki, þ.e. Vodafone og Tal, reyndu allt sem þau gátu til að halda mér í vistarböndum. Nova hinsvegar gaf mér inneignir bæði í 3G neti og símainneign þegar ég var að byrja og eru með mjög lág verð.
Ég er líka ánægður með Heimilistæki, þeir létu mig eitt sinn hafa nýjan blandara. Hinn fór að leka þar sem það brotnaði eitthvað í festingunni. Hann var í ábyrgð, en ég var ekki með reikninginn og það hefði sjálfsagt verið hægt að rökstyðja að eitthvað hafi brotnað vegna böðulsháttar í mér.
Theódór Norðkvist, 14.1.2013 kl. 16:43
Stefán, ég tek undir það.
Jens Guð, 14.1.2013 kl. 20:43
Theódór, takk fyrir þínar reynslusögur. Alemennt gerum við Íslendingar ekki nóg af því að vekja athygli á góðri þjónustu - þar sem hana er að finna. Algengari eru kvartanir undan erfiðum samskiptum við tryggingarfélög, banka, toll, verkstæði o.s.frv.
Af því að þú nefnir dæmi frá Heimilistækjum þá hef ég góða reynslu af verkstæðinu hjá þeim. Fyrir 15 eða 20 árum eða svo bilaði mótor eða eitthvað í ryksugu hjá mér. Verkstæðið átti varahlut ekki til á lager og það tók einhvern tíma að fá varahlutinn og síðan að gera við tækið. Verkstæðið lánaði mér aðra ryksugu á meðan.
Jens Guð, 14.1.2013 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.