Plötuumsögn

Monterey time passing time

Titill:  Time Passing Time
 
Flytjandi:  Hljómsveitin Monterey
.
Einkunn:  ****
.
  Ţađ er nettur Pink Floyd keimur af tveimur fyrstu lögunumMoving On  og  Time Passing Time.  Ađ minnsta kosti viđ fyrstu hlustun.  Eftir ítrekađa spilun er hann ekki áberandi.  Gítar og orgel mynda ţó hljóđheim álíkan ţeim sem einkennir tónlist Pink Floyd frá fyrri hluta áttunda áratugarins. 
  Steindór Ingi Snorrason er höfundur laga og texta.  Hann syngur og spilar á orgel, gítar og bassa.  Hann er ađal númeriđ í Monterey.  Ég ţekki ekki vel til en Monterey virđist vera hliđardćmi út frá hljómsveitinni Ég. 
  Andri Geir Árnason trommar.  Baldur Sívertsen Bjarnason leikur á gítar.  Arnar Ingi Hreiđarsson plokkar bassa. 
  Fyrstu tvö lögin eru mjög róleg og tregafull.  Ţađ er mun léttara yfir ţriđja laginu, ballöđunni Song from the Minor.  Og ekkert sem minnir á Pink Floyd en kannski eitthvađ sem kallar nafn hljómsveitarinnar Wilco fram í hugann.  Ţetta er fjörlegasta lag plötunnar.  Í allra víđasta skilningi má greina eitthvađ í humátt ađ kántrý.   
  Óskar Guđjónsson lyftir vel undir fjórđa lagiđ,  Jesus (like me),  međ saxófónblćstri.  Ţar örlar á fönk-stemmningu í niđurlagskafla.  Óskar fer á kostum. Aldeils frábćrt innlegg.
  Pink Floyd keimurinn skýtur aftur varfćrnislega upp kolli í laginu  Don´t Shoot.  Ţar ber ţó meira á snyrtilegum básúnublćstri Ţrastar Sigurđssonar.
  Í  With Your Open Eyes  syngur Ástrós Elíasdóttir međ Steindóri.  Ţetta er poppađasta lag plötunnar.  Tvísöngur ţeirra á ţátt í ţví. 
  When I Go Away  leynir á sér.  Lćtur ekki mikiđ yfir sér en sćkir á viđ frekari spilun.  Rólegt og lágstemmt. 
  Mr. Smith  framkallar enn og aftur fram óm frá Pink Floyd.  Engan veginn má ţó skilgreina plötuna sem einhverskonar Pink Floyd eftirhermu.  Alls ekki.  Ekkert fremur en ađ plötur Hljóma og The Rolling Stones voru ekki eftirhermur af Bítlaplötum.  Bara lík stemmning á köflum.  Tónlist Monterey hefur veriđ líkt viđ Bítlapopp seinni hluta sjöunda áratugarins.  Ég kvitta ekki alveg undir ţađ.  Međ einbeittum vilja má greina hippalega stemmningu.  En platan er ekki gamaldags. Hún hljómar vel og er notaleg og hógvćr.  Samt engin lyftumúsík.  Hún getur ţó notiđ sín sem hlutlaus bakgrunnsmúsík.  En ţađ er meira gaman ađ hlusta á hana af athygli.  Lagasmíđar eru fínar og flutningur allur án rembings.  Platan rennur ljúflega í gegn. 
  Lokalagiđ,  Feeling Sorry,  sver sig í ćtt viđ plötuna ađ öllu leyti.  Hćggengt, látlaust og ţćgilegt.
.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţví og miđur kemst ţessi hljómsveit tćplega í spilun á Bylgjunni, ţar sem ađ mér skilst ađ ţriđja hvert lag eigi ađ vera međ Bubba JÁJ Morthens.

Stefán (IP-tala skráđ) 14.1.2013 kl. 08:17

2 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  ég fylgist ekki nógu vel međ Bylgjunni.  Eins og sést á skođanakönnun minni efst til vinstri á síđunni ţá er Bylgjan ekki heldur hátt skrifuđ hjá lesendum ţessarar bloggsíđu.

Jens Guđ, 14.1.2013 kl. 21:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.