Bráðnauðsynlegt að vita um snjó og bíl

  Í snjó og frosti er áríðandi að gæta sín á nokkrum hlutum ef ekki á illa að fara.  Einkum ef að kusur eru úti við.  Þá leiðist þeim alveg rosalega.  Þær finna ekkert gras til að bíta í.  Þær eru nautheimskar og átta sig engan veginn á því að hægt sé að finna gras undir snjónum.  Öfugt við til að mynda hestinn.  Hann er klár.  Hann krafsar í snjóinn,  ryður honum snyrtilega frá þangað til gras blasir við.

  Þegar gras er hulið snjó veit kusan ekki sitt rjúkandi ráð.  Henni er kalt.  Hvað er þá til ráða?  Kusan er í hópi allra forvitnustu dýra,  að manninum frátöldum.  Eðlislæg forvitni kusu reynist henni oftar vel heldur en illa.  Ef hún kemur auga á að bíll nálgist og sé lagt ekki allt of fjarri henni þá líður ekki á löngu uns hún fer að bílnum og forvitnast.  Hún þefar af honum,  skoðar hann hátt og lágt og sleikir hann aðeins til að kanna bragðið.  

  Í snjó og kulda er afar óheppilegt að kusa átti sig á því að húdd bílsins sé heitt eða volgt.  Þá bröltir hún nefnilega upp á húddið og kemur sér makindalega fyrir í notalegri hlýjunni.  Vandamálið er að vegna þyngdar kusu þá dældast húddlokið.  Bröltið á klaufdýrinu fer líka illa með lakkið á bílnum.  

  Þetta vita fáir.  Kýr eru svo sjaldan úti í snjó og kulda.  En það kemur fyrir.  Þá er nauðsynlegt að vita af þessu.

kusa hlýjar sér 


mbl.is Seyðfirðingar innlyksa í þrjá daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessar elskur eru svo mikil þarfaneyti. Þær eru einu sinni á ári bráð skemmtilegar,þ.e.þegar þeim er hleypt út á vorin,eru þá eins og blindfullar beljur með kátínuna í löppunum,cha cha cha. En ég minnist þess hve þær voru fiknar í salt.Æringjarnir heima létu opna tunnur með salti í, rúlla niður lítt hallandi brekku það var yndislegt að sjá þær elta með hausinn inni í tunnunum. Svo var sjaldan hægt að merkja hand og knattspyrnuvelli með salti,þær sleyktu það (oft) upp.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2013 kl. 02:40

2 identicon

Út frá frásögn borgarstjóra á borgarafundi sem hann átti með Grafarvogsbúum,  má ætla að sumir íbúar Grafarvogs séu með vit á við kusur.  Margir hafa talað niðrandi um íbúa í sumum hverfum Breiðholts,  en þar hefur borgarstjórinn vinnuaðstöðu núna og kvartar ekki.   Nei, það er í Grafarvoginum sem skríllinn býr.  Að vísu þarf nú ekki nema örfá skemmd epli til að skemma heila ávaxtakörfu,  eins geta nokkrar  ,, nautheimskar kusur  " komið slæmu orðspori á heilt hverfi eins og Grafarvog með skrílslátum á borgarafundi.  Ég þekki líka margt prýðisfólk sem býr í Grafarvogi.

Stefán (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 08:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha dásamleg færsla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2013 kl. 10:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  ég kannast við þetta.  Ólst upp í sveit í útjaðri Hóla í Hjaltadal.

Jens Guð, 30.1.2013 kl. 18:31

5 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég næ ekki myndbandinu í gang: 

http://netsamfelag.is/index.php/atvinna-og-fjoelskyla/idhnadharmannafelagidh/204-hvadh-gerdhist-a-fundinum-i-grafarvogi

Jens Guð, 30.1.2013 kl. 18:34

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 30.1.2013 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.