Veitingahússumsögn

pizza king-túnfiskur

-  Veitingastađur:  Pizza King,  Skipholti 70
-  Réttur:  Túnfisksbátur
-  Verđ:  990 kr.
-  Einkunn:  **1/2 (af 5)
.
  Ţađ er gaman ađ gera sér erindi í nýjan veitingastađ.  Einkum ef hann býđur upp á eitthvađ sem er dálítiđ öđru vísi en ađrir stađir. 
  Veitingastađur ađ nafni Pizza King hefur veriđ opnađur í sama húsi og American Style í Skipholti.  Bara í hinum enda hússins.
.
  Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku má víđa rekast á Pizza King.  Ég hef aldrei kíkt inn á svoleiđis stađ.  Á ferđum erlendis er ástćđulaust ađ kaupa pizzu ef annađ er í bođi. 
  Í Hafnarstrćti er stađur sem heitir Pizza Royal.  Leturgerđ og annađ útlit bendir til ţess ađ um systurstađ Pizza King sé ađ rćđa.  Ég hef ekki stigiđ fćti inn í Pizza Royal.  Ţess vegna hef ég ekki samanburđ viđ ţann stađ né Pizza King í Bandaríkjunum.
.
  Pizza King í Skipholti ber ţess merki ađ vera skyndibitastađur.  Innréttingar eru fábrotnar,  tómlegar og kuldalegar.  Kannski er réttara ađ segja stílhreinar. 
  Hćgt er ađ sitja á barstól viđ lítiđ borđ áfast endilöngum veggjum.  Á miđju gólfi er eitt borđ sem hćgt er ađ sitja viđ allan hringinn.  Á vegg er sjónvarpsskjár.  
  Ljósmynd upp á vegg sýnir girnilegan brauđbát, vel úttrođinn af grćnmeti og túnfiski (sjá mynd efst).  Kominn međ bátinn í hendur blasti viđ töluvert rýrari útgáfa.  Í henni gleypti báturinn túnfiskinn, kál, rauđlauk, agúrkusneiđar og tómatsneiđar.  Skammturinn af ţessu var varla helmingur af ţví sem myndin sýnir.  Kannski ađeins ţriđjungur. 
  Á myndinni sjást líka paprika og ólívur.  Hugsanlega voru ţćr í mínum bát.  Ég fletti honum ekki í sundur til ađ kanna ţađ.  Hafi ţćr veriđ međ fór glettilega lítiđ fyrir ţeim.  Einhver örlítil hvít sósusletta var í botninum á brauđinu.  Gott hefđi veriđ ađ fá ríflegar af sósunni.  Báturinn var of ţurr til ađ snćđa án drykkjar.  Ástćđa er til ađ taka fram ađ um túnfisksbita er ađ rćđa en ekki majónes-hrćrt túnfisksalat á borđ viđ ţađ sem er í túnfisksbátnum á Subway.
.
  Eflaust er ţađ sérviska í mér ađ finnast egg ómissandi međ túnfiski.  Ég saknađi ţeirra.  Brauđiđ er ágćtt eldbakađ hvítt hveitibrauđ.  Ţetta er dálítiđ í ítölskum stíl.  Stćrđ bátsins er svipuđ og Hlöllabáta.    
  Ţrátt fyrir hróplegan stćrđarmun á fyllingunni í bátnum á mynd annarsvegar og bát í hendi hinsvegar er síđarnefnda útgáfan alveg ásćttanleg máltíđ.  Ţađ er upplagt ađ smakka Pizza King bát til tilbreytingar frá Hlöllabátum og Nonnabátum.  Pizza King bátur er "öđru vísi" og ítalskri.     
.
pizza king matsalur

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pizza er sömu náttúru og naglasúpa, hún er ekki mannamatur en nálgast ţađ ţegar nánast öllu hefur veriđ viđ hana bćtt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2013 kl. 19:23

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Heitt hveitibrauđ međ áleggi og osti ? Sama og ţegiđ..

hilmar jónsson, 10.2.2013 kl. 20:49

3 Smámynd: Jens Guđ

  Axel,  mikiđ er ég sammála.

Jens Guđ, 11.2.2013 kl. 19:34

4 Smámynd: Jens Guđ

  Hilmar,  sama segi ég.

Jens Guđ, 11.2.2013 kl. 19:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband