Sönn gamansaga af vindmyllum

  Bloggfærslan frá í gær - um vindmyllur - vakti mikla athygli.  Enda fáir sem höfðu gert sér grein fyrir því hvernig skýin verða til.  Ónefndur tónlistarmaður sendi mér skemmtilegan póst um vindmyllur.  Sagan er sönn og of góð til að ég einn sitji að henni. 

  Á síðustu öld fór vinsæl íslensk hljómsveit til Hollands.  Söngvarinn var á þeim tíma mikil stjarna en oft dálítið ringlaður vegna vímuefnaneyslu (í dag er hann þekktastur sem grúppía bankaræningja).  Hljómsveitarrútan átti leið framhjá túni með fjölda vindmylla.  Söngvarinn horfði hálf dáleiddur á spaða myllnanna sem snérust allir á jöfnum og góðum hraða.  Það var fögur sjón.  Að dálitlum tíma liðnum spurði söngvarinn sljór og opinmynntur:  "Ætli þær gangi fyrir rafmagni?" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður þessi! 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.2.2013 kl. 00:59

2 identicon

Þessum fyrrum gúanósöngvara og núverandi helstu klappstýru bankaræningja væri nú trúandi til þess að missa svonalagað út úr sér líka í dag, enda virðist viðkomandi einstaklingur vera ansi misþroska á sumum sviðum blessaður. Lætur m.a. ótýnda stórglæpamenn draga sig út og suður á hálf heyrnarlausum asnaeyrum.  

Stefán (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 08:16

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hahahaha

Ég tengi þetta við stjórnmálin á Íslandi. Við erum alltaf að berjast við Vindmyllur
Og svo þetta með Skýaborginar

Guðni Karl Harðarson, 19.2.2013 kl. 15:56

4 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  ég tek undir það.

Jens Guð, 19.2.2013 kl. 20:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þú ert ekki að skafa utan af hlutunum!

Jens Guð, 19.2.2013 kl. 20:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Guðni Karl,  góð pæling hjá þér.

Jens Guð, 19.2.2013 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband