Viðbjóður í Ohio

Steubenville-nauðgari 

  Nauðgunarmálið í Ohio er ljótara en virðist vera af léttvægum fréttum af því.  Forsagan er sú að fórnarlambið, 16 ára stelpan,  átti í ástarsambandi við vinsælan boltaleikmann í Steubenville í Ohio.  Svo sagði hún honum upp.  Hann trylltist.  Dældi smáskilaboðum (sms) á vini sína um að hann sætti sig ekki við umsögnina.  Orðrétt sagði hann:  "Það segir mér engin upp".  Hann sór þess eið að rústa stelpunni. 

  Hún var leidd í gildru.  Sameiginlegur vinur stelpunnar og stráksins fullvissaði stelpuna um að hótanir boltabullunnar væru marklausar.  Hann fékk hana til að mæta í gleðskap.  Hún var sótt í bíl og þar boðið upp á drykk.  Sá drykkur var göróttur og stelpan missti þegar í stað ráð og rænu.  Eftir það var henni nauðgað af fjölda drengja.  Henni var rænulausri dröslað á milli partýa þar sem henni var ítrekað nauðgað.  Gerendur skemmtu sér vel við að taka upp myndbönd af því og deila myndum af því á fésbók.  Rosalega fyndið að því er þeim þótti.  Til eru myndbönd af gerendum segja flissandi frá þessu skemmtiefni.

  Vondu fréttirnar ofan í vondu fréttirnar er að samfélagið í Steubenville stendur að hluta með nauðgurunum.  Boltabullurnar þar eru í hávegum.  Þær standa undir tekjum sveitafélagsins.  

www.stigamot.is

www.aflidak.is  

 


mbl.is „Hún sagði aldrei skýrt nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður virðist ekkert draga úr nauðgunum í heiminum. Í hinum vestræna heimi eru refsingar fyrir þær, en þær eru almennt að hámarki um 1/4 af því sem stór-hvítflibbaglæpamenn og morðingjar þurfa að afplána, þó með engum rökum sé hægt að halda því fram að sálarmorð séu í raun og veru léttvægari glæpir en stuldur fjármuna eða lífs. Stundum ná fórnarlömbin að vinna úr sinni reynslu og lifa nokkuð eðlilegu lífi, en oftar sitja þau uppi með sár sem aldrei gróa og varpa dimmum skuggum á allt þeirra líf. Í austurlöndum eru enn verr tekið á þessum málum. Í flestum löndum Araba og sumum Afríkuríkjum er almenna reglan sú að fórnarlambinu er refsað, ýmist með húðstrýkingum eða lífláti eftir því hver hjúskaparstaða hennar var, en sálarmorðinginn er laus allra mála nema fjögur vitni hafi verið að glæpnum, og fær hann þá mildari dóm. Staðan er lítið skárri í islamska hluta Suður-Asíu, og í öðrum löndum þar, til dæmis Indlandi, er aðeins nýfarið að taka á þessum málum, sem áður lágu í þagnargildi til að koma í veg fyrir fjölskylduskömm. Hér á Íslandi fá fáir nauðgarar lengri refsingu en örfáa mánuði. Telja má þau lönd á fingrum annarrar handar sem hafa nokkuð eðlilega refsingu fyrir nauðganir. Það þeirra sem við þekkjum best hér á Íslandi heitir Ísrael, en þar er lágmarksrefsing fyrir kynferðisglæpi 30 ár, og ómögulegt að sleppa með styttri fangavist fyrir slíkan verknað. Þar veigra sér menn heldur ekki við að sækja menn til saka fyrir sálarmorð og sakfelling næst oftar þar en í nokkru öðru ríkja hins þróaða heims.

Magnús (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 06:53

2 identicon

Nauðganir geta verið margskonar og nauðganir geta t.d. átt sér í skelfilegum tónlistarflutningi.  Syngjandi dæmi um það er skelfileg nauðgun Bubba JÁJ Morthens á hinu gullfalega John Lennon lagi Across the Universe, sem átti að koma út fyrir síðustu Jól og kemur vonandi aldrei út. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 10:17

3 identicon

Farðu í geðrannsókn Stefán. Myndir þú setja undir frétt af morði  "Morð geta verið alls konar. Við getum nefnt að Bubbi myrti lag eftir Lennnon? Ef náinn ættingi þinn væri myrtur, myndir þú vilja sjá slíkt komment? Sálarmorð er engu síður alvarlegur glæpur en morð. Og fyrir það ætti að vera jafn þung refsing, undantekningarlaust, refsing sem endurspeglar að þarna er um að ræða glæp sem aldrei er hægt að bæta fyrir og er í eðli sínu ófyrirgefanlegur.

Magnús (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 15:16

4 identicon

Magnús, ég er alveg sammála því sem þú skrifar varðandi nauðgara/nauðganir og morðingja/morð. Þetta slangur að ,, nauðga lögum og tónlist " er oft notað, en er auðvitað ekki glæpsamlegt, langt í frá og raunar alveg úr samhengi við það sem bæði Jens og þú eruð að skrifa - ég viðurkenni það fúslega. Greinin þín hér að ofan er virkilega flott Magnús.

Stefán (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 16:05

5 identicon

Gallinn við „nokkuð eðlilega refsingu“ svosem 30 ár fyrir nauðgun er sá að fremur ólíklegt er að fórnarlamb nauðgara sleppi lifandi.  Það er útbreiddur misskilningur að strangar refsingar fækki glæpum.  Þvert á móti geta þær orðið til þess að glæpir verði alvarlegri.  Má t.d. um það skoða reynslu Bandaríkjamanna sem hafa mun strangari refsingar en Evrópumenn fyrir hina ýmsu glæpi.  Ef slíkt virkaði ættu tukthús vestra að vera verr nýtt en í Evrópu. Staðreyndin er hinsvegar sú að hvergi á byggðu bóli situr hærri prósenta þjóðar bak við lás og slá en í BNA.  Meira að segja er fangahlutfall Bandaríkjamanna hærra en var í Sovétríkjunum sálugu eða í Suður-Afríku á tímum apartheid stefnunnar og þóttu þau þó ekki öllum til fyrirmyndar um réttarfar.

Tobbi (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 21:30

6 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  ég tek undir með Stefáni að greinin þín er virkilega flott.

Jens Guð, 15.3.2013 kl. 23:52

7 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  það er margt til í þessu hjá þér.  Íbúar Bandaríkjanna eru innan við 5% af jarðarbúum en fjórðungur fanga heims er þar í fangelsi.  Fangelsisdómar og refsingar eru mjög mismunandi á milli ríkja Bandaríkjanna.  Þau ríki Bandaríkjanna sem beita hörðustu refsingum eru ekki með lægri glæpatíðni en hin ríkin.  Þar á meðal eru ríkin sem beita dauðarefsingu alls ekki með lægri tíðni á glæpum sem leiða til dauðarefsinga.      

Jens Guð, 16.3.2013 kl. 00:00

8 identicon

Skrýtið þetta skýra nei hafi vantað.

Ef að manneskja er ekki með rænu má þá gera allt við hana?

Það er brot ef að skýrt já liggur ekki fyrir.

Voðalega er allt einfalt öfugsnúið.

Grrr (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.