Veitingahús sektar gesti

  Í Hong Kong er veitingahús sem leggur 500 kr. aukagjald á þá gesti sem klára ekki matinn af disknum sínum.  Á þessu veitingahúsi er gestum boðið upp á hlaðborð (eða sjálftökuborð, eins og það kallast á færeysku).  500 kr. sektinni er ætlað að venja fólk af því að hrúga á diskinn sinn meira en það getur torgað.  Þess í stað á fólk að fá sér lítið á diskinn en fara aftur að hlaðborðinu ef garnirnar halda áfram að gaula.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey..það er rosa sniðugt !! hehe

Melanie Rose (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:46

2 Smámynd: Jens Guð

Þetta er snjallt.  Mér varð hugsað til Salatbarsins í Skeifunni og Hótel Cabin.  Þar mokar fólk á diskana sína en borðar ekki nema helminginn.  Ef svona mikið af matnum færi ekki beint í ruslið þá gæti eigandinn lækkað verðið og/eða hagnast meira.  Í það minnsta hagnast enginn af því að henda helling af mat í ruslið.

Jens Guð, 21.2.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.